Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980. 7 NewYork: ÚRSUT1NRÁÐ- ASTÍKVÖLD —þá verða greidd atkvæði á flokksþingi demókrata hvort fulltrúar ráði atkvæði sínu sjálfir f fýrstu umferð valsins um forsetaefni flokksins Flokksþing bandariska Demó- krataflokksins hófst í Madison Square Gardens i New York í dag. Helzta mál þingsins er að sjálfsögðu að útnefna frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum sem fram eiga að fara hinn 4. nóvember næstkom- andi. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti segist sjálfur vera sannfærður um að hann sigri Edward Kennedy og verði útnefndur frambjóðandi flokksins. Carter hlaut fylgi um það bil tvö þús- und þingfulltrúa í forkosningum i fylkjum Bandaríkjanna en það er rúmlega þrjú hundruð fleiri en hann þarf til að fá meirihluta á flokksþing- inu. Edward Kennedy hefur fylgi um það bil tólf hundruð fulitrúa. Fulltrú- arnir veröa að kjósa samkvæmt úr- slitum forkosninganna í fyrstu um- ferð kjörsins um forsetaframbjóð- andann á flokksþingi samkvæmt nú- gildandi reglum. Helzti háski Jimmy Carters er tal- inn verða í kvöld, þegar tillaga um að fella niður skyldu þingfulltrúanna til að vera bundnir i fyrstu umferð,verð- ur tekin fyrir. Óvíst er talið um úrslit þessa máls. Skoðanakannanir hafa þó bent til að nokkur meirihluti þing- fulltrúa mundi vera tillögunni and- vígur og auk þess styðja Jimmy Carter sem forsetaefni þó svo að hún yrði samþykkt. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum i Bandaríkjunum hefur fylgi Jimmy Carters nokkuð aukizt meðal þjóðarinnar. Áður hefur það orðið lægra en hjá nokkrum öörum for- seta. Kom í ljós i könnunum að for- setinn naut aðeins trausts tuttugu af hundraði kjósenda. Ástæðan er talin Jimmy Carter Bandaríkjaforseti seg- ist þess fullviss að þeir tvö þúsund þingfulltrúar sem heltlð hafa honum stuðningi I fyrstu umferð á flokks- þinginu i New York muni standa við heit sitt. vera efnahagserfiðleikar, seina- gangur i lausn deilunnar um gislana i Teheran og óheppileg tengsl Billys bróður forsetans við fulltrúa Líbýu- stjórnar. Nýkomnir götuskór Toa.5664 frá ARAUTO Póstsendum SKÓGLUGGINN HF. fíauðarárstíg 16 — Sími 11788 Sauðárkrókur Til sölu raðhús á tveimur hæðum. Upplýsingar í síma 95-5775. rTi/sölu------------------------------ sendiferðabifreið, Ford Transit árg. 1975 í góðu ástandi — einn eigandi. Pótur Pétursson, heildverzlun, Suðurgötu 14 — Símar 25101 og 11219. Erlendar fréttir REUTER Rændi þotunni meðsápu að vopni Maður vopnaður sápustykki rændi Boeing 737 frá flugfélaginu Air Florida í gærkvöldi. Hafði ræninginn búið til sprengjueftirlikingu úr sápunni. Þrjá- tíu og tveir farþegar voru um borð i þotunni sem var á leið til Key West frá Miami. Ræninginn krafðist þess að flogið væri til Kúbu og var það gert. Var tekið við ræningjanum á Havana- flugvelli en þotunni síðan heimilað að snúa til Miami með áhöfn og farþega. Engin meiðsli munu hafa orðið á mönnum. Kosið í Chile Herforingjastjórnin i Chile hefur til- 'kynnt að hinn 11. september næstkom- andi verði þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu. Verði greidd atkvæði um nýja stjórnarskrá. Verði hún samþykkt á herforingjastjórnin að sitja í það minnsta fimm ár í viðbót áður en ný ríkisstjórn verður kjörin í Chile. FeHibylurinn Allen yfir Corpus Cristi Fellibylurinn Allen gekk yfir hafnar- borgina Corpus Cristi í Texas í morg- un. Ekki er kunnugt um manntjón þar sem íbúar á hættusvæðunum höfðu verið fluttir á brott. Miklar skemmdir urðu á skipum og bátum í höfninni af völdum feUibylsins. " ---------------------------------------------------------\ Áríðant orðsendng til allra íslenzkra fiskibátaeigenda F/eetwood, bezta höfn á vesturströnd Bret/ands, býður eftirfarandi þjónustu: 1. Löndunaraðstöðu fímm daga vikunnar. 2. Markaðsverö sem er mjög hagstætt miöað við verð á austur- strandarhöfnum Bretlands. 3. Fijðta og áreiðanlega afgreiöslu skipa. 4. Mjög hagstæð hafnar- og löndunargjöld. 5. Víðtæka viðgerðarþjónustu. 6. Mun styttri siglingaleið en til annarra hafna í Bretlandi. 7. Skjóta og örugga greiðslu reikninga. Nánari uppiýsingar gefa LÍÚ og eftirfarandi aðilar: Telexnr. símanr. Boston Deep Sea Fisheries LTD 67569 3263 J. Marr & Son LTD 67606 3466 J.N. Ward & Son LTD 67485 4411 6716 6717 Augtýsing þessi er gefín út af fíeetwood Fisheries Deveiopment Commrttee fyrir hönd hafnarstjómar Fieetwood, einnar af fuilkomnustu og nýtízkulegustu höfhwn í Evrópu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.