Dagblaðið - 11.08.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980.
3
„Og nú hefur verið haldin svokölluð „ártið” Jóns Sigurðssonar,” segir Vestri. Myndin var tekin á Hrafnseyrarhátiðinni, sem haldin var fyrir viku.
Jón Sigurðsson var landvarnarmaður
Bragi Hinriksson: Fótbolta.
Spurning
dagsins
Hvaða íþrótt
stundarðu?
Raddir
lesenda
Vestri skrifar:
Jón heitinn Sigurðsson „forseti”,
eins og hann hefur verið kallaður,
hefur verið mikið í sviðsljósinu — ef
svo mætti segja — að undanförnu.
Fyrst var það í kosningabaráttunni
um forsetakjörið að frambjóðendur
tóku sér orð hans í munn, nú eða þá
aðstandendur frambjóðenda, og
líktu frambjóðendum við fyrsta for-
setann. Og nú hefur verið haldin svo-
kölluð „ártíð” Jóns Sigurðssonar,
sem er skilgreint „dánarafmæli” —
eins og það er nú líka smekklegt!
Afmæli eru venjulega hátíð en ég sé
ekkert skemmtilegt eða vert hátíða-
brigða þótt tiltekinn árafjöldi sé
liðinn frá dánardægri einhvers. En
látum það nú vera að menn skemmti
sér við að minnast sliks.
Hitt er staðreynd að bæði yfir-
menn og undirmenn þjóðarinnar
hafa sem bezt þeir geta tekið sýnis-
horn úr ræðum Jóns Sigurðssonar,
hvar sem til hefur náðst, en gætt þess
þó að sleppa stórmerkum köflum úr.
F.kki hefur neinum fyrirmanna
þjóðarinnar dottið i hug að minnast
þess að Jón Sigurðsson var mjög
áhugasamur um að íslendingar eign-
uðust eigið landvarnarlið. Hann
hvatti sérstaklega til þess að menn
æfðu vopnaburð og gætu verið til-
tækir ef svo færi að á landsmenn yrði
ráðizt.
Jón taldi það þjóna þýðingarmiklu
hlutverki að landsmenn væru meðvit-
andi um þá hættu sem stafað gæti af
ásókn og yfirgangi erlendra þjóða og
því áleit hann nauðsynlegt að lands-
menn æfðu vopnaburð eftir skipu-
lögðu fyrirkomulagi.
Jón Sigurðsson hefði áreiðanlega
stutt stefnu okkar í samstöðu meðal
vestrænna þjóða og talið að varnar-
lið, þótt erlent væri, myndi vera sá
bakhjarl i landvörnum sem dygði til
þess að bægjá frá óæskilegum öflum,
úr því landsmenn telja sér ekki sam-
boðið að verja sitt land sjálfir.
Engin þjóð í heiminum, hversu fá-
menn sem hún er, hefur látið hjá líða
að þjálfa þegna sína til varnarstarfa
— ekki einu sinni hlutlausu þjóðirn-
ar Svíar og Svisslendingar. Færey-
ingar eiga aðgang að varnarliði frá
Danmörku og svo mætti lengi telja.
Þeir fáu menn sem hér á landi hafa
minnzt á þjálfun ungra manna hér,
þótt ekki væri nema til einhvers
konar þegnskylduvinnu sem kæmi í
stað herskyldu, hafa verið kveðnir
svo rækilega í kútinn af alþingis-
mönnum okkar að þeir hafa ekki átt
auðvelt uppdráttar eftir það. Dæmi
um slíkt eru menn eins og Jónas
Jónsson frá Hriflu og Jónas Péturs-
son, fyrrv. þingmaður sjálfstæðis-
manna.
Hér hefur enginn skyldum að
gegna við land eða þjóð eftir að
skyldunámi lýkur undir vernd komm-
únista. Þá tekur ríki við og býður upp
á ókeypis framhaldsnám innanlands
og utan.
Engin þjálfun, hvorki andleg eða
likamleg, er í námsefni þjóðarinnar,
enda koma unglingar úr skólum
landsins mjög uppburðalitlir til sálar
og likama og geta litt tjáð sig i máli
eða riti.
Almennir mannasiðir og kurteisi er
langt fyrir neðan það sem annars
staðar tiðkast og fyrirverður ungt
fólk sig oft vegna þessa og verður því
oft utanveltu þegar út i lífið kemur.
Óstjórnlegur drykkjuskapur og
óeðli í umgengni við menn og um-
hverfi er afleiðing þess uppeldis sem
hér er til siðs á skólaárum.
Það er „gott nok” að vitna til
verzlunarstefnu Jóns Sigurðssonar og
frelsishugsjóna hans á „ártíðar-af-
mælum”. Verzlunarstefna Jóns og
hugsjón hans i þeim efnum hefur
ekki rætzt hér enn og hugsjónir hans í
landvörnum eru bornar uppi af út-
lendingum enn sem komið er. Já,
hvað skyldi Jón Sigurðsson segja,
mætti hann mæla?
Fáránleg
gagnrýni
á Judas
Priest
2513-5512 skrifar:
Mér varð á að kaupa nýjasta ein-
takið af tímaritinu Samúel og rakst
þar á smáklausu um nýjustu breið-
skífu rokkhljómsveitarinnar Judas
Priest. Í þeirri grein, sem er með því
fáránlegra sem skrifað hefur verið i
Samúel, reynir greinarhöfundur,
Ásgeir Tómasson, að níða niður
áðurnefnda hljómsveit. í greininni
segir orðrétt: „Rám óp söngvara
hljómsveitarinnar og gauðrifnir
tónar gítaranna minna mig ekki á
tónlist frekar en í hljóðkútslausum
Citroén.”
Þetta getur ekki staðizt þvi söngv-
arinn er ekki rámur og því síður er
gítarleikarinn óvandaður. Þvi skora
ég' á Ásgeir að hlusta aðeins betur á
plötuna, því þetta er ekki tónlist sem
allir grípa í fyrsta skipti. Þá kemur
einnig til greina að Ásgeir hafi
hlustað á plötuna í mjög lélegum
tækjum og þá er ekki að sökum að
spyrja, útkoman verður hræðileg.
Greinilegt er að greinarhöfundur
hefur ekki gaman af rokktónlist og
því ráðlegg ég honum að dæma ekki
þannig plötur.
Að lokum skora ég á alla aðdá-
endur rokktónlistar, sem ekki hafa,
uppgötvað Judas Priest, að láta ekki
blekkjast af þessari grein í Samúel
lieldur kaupa sér plötuna, því þeir
verða ekki fyrir vonbrigðum.
Ryksugan sem svífur
HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur
undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er
Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn
rúmar 12 lítra, já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er
ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liður um
gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust
íyrir þig, svo létt er hun.
Kr.
110.400.
DISKURINN
Eg er lettust...
búin 800Wmótor
og 12 lítra rykpoka
(Made inUSA)
HOOVER er heimilishjálp
/Pskking
ÆM
■ 1^1 ^
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI B**™
Árni F.gilsson: Fótbolta.
Guðmundur Blöndal: Fóibolta á
sumrin ogá veturna fer ég áskíði.
Kristján Bjarni Guðmundson: Fól-
bolta.
Guðni Þór Arnarson: Fótbolta.
Birgir Tjörvi Pétursson: Fótbolta og
skiði.
Allur akstur
krefst *
varkárni
Ýtum ekki bamavagnl
á undan okkur við
aðaUaður aem þeaaar
'N____iiar"0"
V