Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980. 1 DAGBLADID«MÁNJJDAGLLR.Í1.AGÚSXí98Q. Sþróttir Iþróttir iþróttir róttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir I r Stórsigur íslands í Kalott-keppninni: Áttum mesta afreksmerai og jöfnustu liðsheildina —Tvö íslandsmet voru sett í stangarstökki og langstökki kvenna „Þetta var miklu stærri sigur en við höfðum reiknað með,” sagði Örn Eiðs- son, formaður Frjáisíþróttasambands íslands, eftir að Island hafði sigrað með nokkrum yfirburðum í Kalott- keppninni á Laugardalsvelli um helg- ina. ísland hiaut samtals 362 1/2 stig eða 32 stigum meira en Finnland, sem varð i öðru sæti. í keppni karla var ís- lenzka liðið einnig i efsta sæti. Hlaut 207 stig en Finnar komu skammt á eftir með 203 1/2 stig. í kvennakeppninni hafði ísland mikla yfirburði — islenzku stúlkurnar hlutu 155 1/2 stig en sænsku stúlkurnar komu i öðru sæti með 130 1/2 stig. Það þarf auðvitað ekki að taka fram, að i Kalott-keppninni eru keppendur frá Norður-Finnlandi, Noröur-Sviþjóð, Norður-Noregi auk tslands. ,,Það brást ekkert hjá okkur og þess vegna var sigurinn svona öruggur,” sagði liðsstjóri íslenzka liðsins og landsliðseinvaldur, Magnús Jakobs- son, eftir keppnina. Lokastigin skiptust þannig. Fyrst samtals ísland 362 1/2 Finnland 330 1/2 Svíþjóð 262 Noregur 255 í karlakeppninni hlaut ísland 207 stig, Finnar 203 1/2 stig, Norðmenn 153 stig og Sviar 132 1/2 stig. í kvenna- keppninni hlutu islenzku stúlkurnar 155 1/2 stig. Þær sænsku 130 1/2 stig, finnsku stúlkurnar 127 stig og þær norsku 102 stig. Þetta er í annað sinn sem Ísland sigr- ar í Kalott-keppninni. Sigraði áður í Tromsö í Norður-Noregi 1975. Nú aftur 1980 en í önnur skipti hafa Finnar alltaf sigrað. Tvö íslandsmet sett „Þetta er í sjötta sinn, sem ég stekk stangarstökk i sumar — á æfingum eða í keppni — og íslandsmetið kom mér þvi heldur betur á óvart. Hef litið getað æft vegna meiðsla,” sagði Sigurður T. Sigurðsson KR eftir að hann hafði stokkið 4.62 m í stangarstökki í gær og sigrað. Hann bætti eigið Islandsmet um tvo sentimetra. Ekki byrjaði hann þó vel. Braut stöngina í fyrsta stökki.' Helga Halldórsdóttir, KR, setti ís- landsmet i langstökki á laugardag. Stökk 5.78 metra og sigraði. Eldra met- ið átti María Guðjohnsen og var það 5.74 metrar. Eftir keppnina völdu liðsstjórar bezta íþróttafólk hvers lands. Helga og Oddur Sigurðsson töldu þeir bezt hjá íslandi — þau fengu áritaðan Glit-vasa sem og aðrir þeir beztu. Hjá Finnum voru það Matti Runanen, sem sigraði í 400 m hlaupi, og Helena Heikkinen, sigurvegari i 3000 m hlaupi. Hjá Svium Per Nilsson, kúluvarpari, og Birgitt Baga, sigurvegari í 200 m hlaupi. Hjá Norðmönnum Öystein Björbaek Norðmaðurinn Terje Johansen sigrar i 1500 m hlaupinu i Kalott-keppninni i gær. Jón Diðriksson lengst til vinstri sigraði Svíann Taffan Lundström á marklinunni. Fyrir aftan er Gunnar Páll í harðri keppni við Kent Fredriks- son og sigraði hann i lokin. DB-mynd Þorri. kringlukastari og Mona Evjen sprett- hlaupari. Næsta Kalott-keppnin verður i Finnlandi næsta sumar — í Tajana, 35 þúsund manna bæ, og verður 25.—26. júlí. Þar veðrur þá vígður mikili völlur. Byrjaði vel fyrir ísland Kalott-keppnin byrjaði mjög vel fyrir jsland á laugardag. Eftir fimm fyrstu greinarnar hafði ísland náð 20 stiga forustu á Finna. Hlotið 64 stig en Finnar 44. Þessi góða byrjun lagði grunn að öruggum sigri — munurinn í lokin 30 stig. í fyrstu greininni, 400 m grindahlaupi, sigraði Stefán Hallgríms- son á 53.45 sek. og Aðalsteinn Bern- harðsson var þriðji. Það gaf íslandi 15 stig. í 200 m hlaupinu hlaut ísland einnig 15 stig — Oddur sigraði. Var langfyrstur og Sigurður Sigurðsson í þriðja sæti. í 400 m grindahlaupi sigr- aði Sigurborg Guðmundsdóttir þriðja árið í röð í Kalott-keppninni. Hefur þó lítið æft í ár — byrjaði reyndar að æfa mánuði fyrir keppnina. Erlendur Valdimarsson var fyrstur í kringlukastinu og náði ágætum árangri, 61.52 metra. Gott hjá Erlendi. Norðmaðurinn öystein Björkbaek bætti árangur sinn verulega. Kastaði í fyrsta sinn yfir 60 metra á móti eða 61.18 m. Óskar Jakobsson varð að láta sér nægja þriðja sætið. Gerði löng köst ógiid. Jón Diðriksson sigraði glæsilega í 800 m hlaupinu og dró félaga sinn, Gunnar Pál Jóakimsson, i annað sætið. Undirritaður hefur sjaldan eða aldrei séð Jón halupa betur og hann hefði örugglega getað bætt tíma sinn verulega ef hann hefði aðeins einbeitt sér að sigrinum. Hann hljóp á 1:52.09 mín. — og það urðu því mikil von- brigði í gær, þegar Jón varð aðeins i öðru sæti i 1500 m hlaupinu á mjög slökum tíma. Hann ætlaði þar aðreyna sama leik og í 800 m en það bara gekk ekki upp. Jón og Gunnar lokuðust inni í miðjum hóp, þegar um 200 metrar voru eftir — og Jón fylgdist meira með Gunnari en þeim fremstu. Þegar svo á beinu brautina kom höfðu Norðmað- urinn Terje Johnsen og Svíinn Staffan Lundström náð um tíu metra forskoti. Jón tókst að vinna Svíann á marklin- unni en réð ekki við þann norska. Upphaf hlaupsins var furðulegt. Hlaupararnir beinlínis gengu af stað — fyrstu 200 metrarnir hlaupnir á 37 sek- úndum!! — og Jón varð um 20 sekúnd- um frá sínum bezta tíma i vegalengd- inni. Þetta voru raunverulega einu verulegu vonbrigðin í keppninni. í 1500 m hlaupi kvenna urðu þær Lilja Guðmundsdóttir og Rut Ólafs- dóttir að láta sér nægja fimmta og sjötta sætið. Lilja lítið getað æft vegna veikinda en er þó ákveðin í að halda áfram næsta sumar. Rut á við meiðsli í fæti að striða. Hún náði þriðja sæti í 800 m í gær. Þurfti talsvert að leggja að sér í því hlaupi og var draghölt á eftir. Þá var Lilja þriðja í 3000 m hlaupinu. Rúsfnan í pylsuendanum „Ég beið þar til í síðustu umferðinni með sigurstökkið, vildi ekkert vera að æsa hina keppendurna upp,” sagði íþróttamaðurinn snjalli, Jón Oddsson, eftir að hann hafði sigrað i langstökki í sinni síðustu tilraun, stokkið 7.21 metra. „Nokkuð æft langstökkið,” spurðum við Jón. Hann hristi bara höf- uðið. „Ekkert æft langstökkið en æft, jú, fótboltann.” Jón leikur sem kunnugt er í 1. deildar liði KR og í körfubolta með Val. Þá sigruðu íslenzku sveitirnar örugg- lega í stuttu boðhlaupunum á laugar- dag. Veður var þá þolanlegt — lítið rigndi en hiti var ekki mikill. Vindur löglegur. í gær var hins vegar afleitt veður til keppni — rok og rigning. Stytti up(*á milli en erfitt átti sólin með að brjótast gegnum skýjabólstrana. Helga Hall- dórsdóttir náði betri tíma en gildandi Íslandsmet í 100 m grindahlaupi og 200 m hlaupi. Árangur hennar gildir þó ekki sem íslandsmet vegna of mikils meðvinds. En hún halaði drjúgt inn stigin þessi bráðefnilega iþróttakona. Oddur var einnig drjúgur við að hala inn stigin í hlaupunum. Sigraði í 100 m og 200 m — var einum hundraðasta úr sekúndu á undan Sigurði Sigurðssyni í 100 m. Þeir hlupu ekki í sama riðli. Hins vegar varð Oddur að láta sér nægja annað sætið í 400 m hlaupinu — hans beztu vegalengd. Þar gripu Finnar til heldur lúalegs bragðs. Létu sinn betri hlaupara hlaupa í fyrri riðlinum, Matti Rusanen varð þar fyrstur á 48.47 sek. í þolanlegu veðri. Hins >'egar var slagveður, úrhellis rigning, þegar síðari riðillinn var hlaupinn. Oddur var þar langfyrstur en tókst ekki að ná tíma Finnans úr fyrri riðlinum. Þar voru áhorfendur sviknir um skemmtilega keppni. „Þetta var ekki gott hjá Finn- unum — mikil vonbrigði fyrir mig,” sagði Oddur eftir hlaupið. í spjótkasti karla bætti Einar Vil- hjálmsson árangur sinn um rúma tvo metra. Kastaði 75.52 m. Stutt fyrir hann í íslandsmet Óskars Jakobssonar. Sigurður Einarsson gat ekki beitt sér í spjótkastinu vegna meiðsla. í síðustu keppnisgreininni, þegar boðhlaupin löngu eru frátalin, há- stökki kvenna var tvöfaldur íslenzkur sigur. Þar kom mjög á óvart að María Guðnadóttir sigraði Þórdísi Gísladótt- ur. María stökk 1.71 m en Þórdís var nokkuð frá sínu bezta, stökk 1.68 m en íslandsmet hennar frá því fyrr í sumar er 1.81 m. 1 heild gekk keppnin nokkuð vel fyrir sig og áfallalaust. Þeim til sóma, sem að henni stóðu — og það þrátt fyrir leiðindaveður. íslenzka landsliðið hefur aldrei verið jafnara og betra en nú. Hins vegar var lítið um afreksfólk að þessu sinni frá hinum Norðurlanda- þjóðunum. Ekki eins og oft áður að miklir afreksmenn hafi sett svip sinn á keppnina, og á það ekki síður við þá ís- lenzku. Nú voru íslenzku keppendur bæði mestir afreksmenn og jafnastir sem liðsheild. Vonbrigði hér og þar þó eins og í 1500 m og kúpuvarpinu, þó svo að Óskar og Hreinn yrðu þar i fyrstu sætunum, einnig að Erlendur gat ekki keppt í sleggjukasti vegna meiðsla og Elías Sveinsson keppti ekki í 110 m grindahlaupinu. En þau vonbrigði voru smávægileg miðað við alla Ijósu punkt- ana. -hsim. Jón Driðriksson sigraði átakalaust i 800 m hlaupinu á laugardag. Gunnar Páll i öðru sæti. DB-mynd Þorri. Urslit í öllum greinum Keppnin var mjög jöfn og skemmti- leg í mörgum greinum i Kalott-keppn- inni á Laugardalsvelli um helgina. Hér á eftir fara úrslit i öllum greinunum — árangur allra keppendanna. Tveir kepptu frá hverri þjóð i grein. í tveimur greinum, hástökki karla og grinda- hlaupi kvenna, deildu tveir keppendur stigum. Þá felldi annar norsku kepp- endanna i stangarstökki byrjunarhæö- ina og fékk þvi ekki stig. 400 m grindahlaup karia 1. Stefán Hallgrimsson, í, 53,45 sek. 2. Elnar Hernes, N, 54,59 3. Aðalsteinn Bernharðsson, í, 54,70 4. Anders Jansson, S, 56,12 5. Esko Hutt-Hiltunen, F, 56,40 6. Arí Rasinkangas, F, 58,45 7. Ketill Henriksen, N, 59,31 8. Ulf Karlsson, S, 61,26 200 m hlaup karia 1. Oddur Sigurðsson, í, 21,65 sek. 2. Matti Rusanen, F, 22,03 3. Sigurður Sigurðsson, í, 22,12 4. Mats Hassbring, S, 22,93 5. Jukka Sihvonen, F, 23,04 6. Inge Bjöm Hansen, N, 23,14 7. Stig Salomonsen, N, 23,44 8. Magnus Eiriksson, S, 23,68 400 m gríndahlaup kvanna 1. Sigurborg Guðmundsdóttir, í, 63,96 sek. 2. Riitta Manninen, F, 64,14 3. Karin Bergdahl, S, 64,56 4. Inger Almps, N, 67,48 5. Lisbeth Rydso, N, 67,55 6. Hrönn Guðmundsdóttir, í, 68,06 7. Anita Ruthström, S, 71,16 8. Anne Kangastie, F, 78,06 400 m hlaup kvanna 1. Birgitta Báge, S, 55,19 sek. Stefán Hallgrímsson lengst til vinstri, sigrar i sínum riöli í 110 m grindahlaupinu — og hann var öruggur sigurvegari í 400 m grindahlaupinu á laugardag. DB-mynd Þorri. 2. Mona Evjen, N, 55,56 3. Kaisa Ylimáki, F, 57,17 4. Sigriður KJanansdóttir, í, 57,75 5. Oddný Ámadóttir, í, 57,86 6. Irene Lusikka, F, 59,27 7. Lena Rönnmark, S, 59,53 8. Eva Hansen, N, 61,08 100 m hlaup kvenna 1. Mona Evjen, N, 11,99 sek. 2. Ann-sofi Áberg, S, 12,20 3. Helga Halldórsdóttir, í, 12,25 4. Birgitta Bága, S, 5. Oddný Ámadóttir, í, 12,35 12,37 6. Anne Krístiansen, N, 12,92 7. Taina Sopenlehto, F, 13,15 8. Jaana Syrjáláinen, F, 13,20 Krínglukast karia 1. Erlendur Valdemarsson, í. 61,52 m 2. Öystein Björbaek, N, 61,18 3. Óskar Jakobsson, í, 58,54 4. Pasi Porola, F, 55,66 5. Per Nilsson, S, 52,72 6. Hannu Kemppainen, F, 50,82 7. Björn Hellelund, N, 46,74 8. Benny Selberg, S, 46,42 Kúluvarp kvanna 1. Liisa Anttalainen, F, 13,66 m 2. Guðrún Ingólfsdóttir, í, 12,44 3. Helina Suorsa, F, 11,83 4. Helga Unnarsdóttir, í, 11,61 5. Ingela Brænmark, S, 11,24 6. Lotta Rosén, S, 11,22 7. Krístin Sjövoll, N, 10,73 8. Tove Halvorsen 10,06 Hástökk karia 1. Jan Aibrígtsen, N, 2,05 m 2. Jarmo Myllymáki, F, 2,03 3. Unnar Vilhjálmsson, í, 2,01 4. Henry Hatling, N, 1,98 5.-6. Kari Miettunen, F, 1,95 5.—6. Peter Lindmark, S, 1,95 7. Ingemar Nyman, S, 1,95 8. Stefán Friðleifsson, 1, 1,95 Langstökk kvenna 1. Helga Halldórsdóttir, í, 5,78 m 2. Merlene Tiger, S, 5,55 3. Krístin Gullhav, N, 5,51 4. Helena I.idnvall, S, 5,48 5. Anne Kyllönen, F, 5,47 6. Lisbet Kaisen, N, 5,32 7. Þórdís Gísladóttir, 1, 5,16 8. Anneli Oravalnen, F, 4,77 800 m hlaup karia 1. Jón Diðriksson, í, 1:52,09 mín. 2. Gunnar P. Jóakimsson, í, 1:52,79 3. Esko Huttu, F, 1:53,48 4. Ronny Londbom, S, 1:53,74 5. Kari Náppá, F, 1:56,00 6. Terje Johanesn, N, 1:56,11 7. Haarek Hansen, N, 1:57,49 8. Dick Vaksjö, S, 1:57,96 1500 m hlaup kvenna 1. Helena Heikkinen, F, 4:26,62 mín. 2. Irena Lausikka, F, 4:29,80 3. Birgit Bringslind, S, 4:33,07 4. Ulla Karlson, S, 4:33,72 5. Lilja Guðmundsdóttir, í. 4:34,38 6. Rut Ólafsdóttir, í, 4:34,98 7. Karín Gade-Lundlic, N, 4:45,52 8. Anne Trolie, N, 4:52,69 Spjótkast kvenna 1. Karín Bergdahl, S, 54,88 m 2. Arja Virolainen, F, 50,14 3. íris Grönfeldt, í, 43,22 4. DýrfinnaTorfadóttir, í, 42,18 5. Inger Högseth, N, 38,38 6. Heliná Suorsa, F, 38,18 7. Anne Norö, N, 37,38 8. Lotta Rosén, S, 36,58 5000 m hlaup karia 1. Vesta Káhkölá, F, 14:40,4 min. 2. Asko Isopoussu, F, 14:47,3 3. Atle Joakimsen, N, 14:50,1 4. Jim Johansen, N, 14:17,2 5. Peter Rehman, S, 15:24,5 6. Mikael Agren, S, 15:27,1 7. Steinar Friðgeirsson, í, 17:20,3 8. Stefán Fríðgeirsson, í, 17:20,8 Langatökk karia 1. Jón Oddsson, í, 7,21 m 2. Karí Joentakanan, F, 7,19 3. Ame Viberg, S, 7,10 4. Erik Karison, S, 7,08 5. Ingvald Falck, N, 6,85 6. Fríðrík Þ. Óskarsson, í, 6,85 7. Nils A. Hjelle, N, 6,29 8. Keijo Alaspáá, F, 5,01 4 x 100 m boflhlaup kvanna 1. ísland 49,06 sek. 2. Noregur 49,34 3. Svíþjóð 49,69 4. Finnland 50,87 4 x 100 m boflhlaup karia 1. ísland 42,60 sek. 2. Noregur 43,36 3. Finnland 43,38 4. Sviþjóð 43,69 SÍOARI DAGUR Sleggjukast karia 1. Háge Möllstad, N, 55,48 m 2. Hannu Kesti, F, 55,12 3. Jukka Matinolli, F, 54,00 4. Óskar Jakobsson, í, 52,70 5. Steinar Andreassen, N, 50,98 6. Hákan Otter, S, 46,34 7. Sven-Erik Whilborg, S, 43,74 8. Stefán Jóhannsson, í, 37,02 Kringkikast kvanna 1. Guðrún Ingólfsdóttir, í, 49,86 m 2. Liisa Anttalainen, F, 43,46 3. Anne Britt Norö, N, 42,86 4. Ingela Bránmark, S, 34,30 5. Elin Gunnarsdóttir, Í, 34,24 6. Lotta Rosén, S, 33,90 7. Helina Suorsa, F, 33,42 8. Maalfrid Vannebo, N, 32,44 Kúluvarp karia 1. Óskar Jakobsson, í, 18,86 m 2. Hreinn Halldórsson, í, 18,78 3. Per Nilsson, S, 18,67 4. Kalevi Niemelá, F, 16,22 5. Matti Kemppainen, F, 15,73 6. Gustav Nyberg, S, 14,78 7. Nils Otto Pettersen, N, 14,66 8. Öystein Björbæk, N, 13,77 100 m grindahlaup kvenna 1. Helga Halldórsdóttir, í, 13,7 sek. 2. Karin Bergdahl, S, 14,6 2. Þórdis Gísladóttir, í, 14,6 4. Anne Kyllönen, F, 14,8 5. Riitta Manninen, F, 15,0 6. Toril Kristoffersen, N, 16,0 7. Tone Hatten, N, 16,8 8. Lena Rönnmark, S, 18,1 110 m grindahlaup karía 1. Einar Hernes, N, 13,9 sek. 2. Hannu Salmi, F, 14,5 3. Markku Pekkala, F, 14,6 4. Stefán Haligrimsson, í, 14,8 5. Jan-Erík Westman, S, 15,0 6. Hans Andersson, S, 15,2 7. Stefán Stefánsson, í, 15,6 8. Odd Ivar Sövik, N, 16,5 200 m hlaup kvanna 1. Mona Evjen, N, 24,3 sek. 2. Helga Halldórsdóttir, í, 24,4 3. Birgitta Bága, S, 4. Ann-Sofi Áberg, S, 5. Oddný Amadóttir, í, 6. Anne Krístiansen, N, 7. Taina Sopenlehto, F, 8. Rauni Lehtinieml, F, Stangarstökk karia 1. Sig. T. Sigurðsson, í, 2. Tomas Widmark, S, 3. Kristján Gissurarson, í, 4. Risto Sankala, F, 5. Jan E. Gylterud, N, 6. Hannu Kemppainen, F, 7. Anders Nyberg, S, 100 m hlaup karla 1. Oddur Slgurðsson, í, 2. Sigurður Sigurðsson, í, 3. Einar Hernes, N, 4. Inge-Björn Hansen, N, 5. Jukka Sihvonen, F, 6. Jorma Lahtinen, F, 7. Mats Hassbríng, S, 8. Magnus Eriksson, S, 1500 m hlaup karta 1. Terje Johansen, N, 2. Jón Diðríksson, í, 3. Staffan Lundström, S, 4. Gunnar P. Jóakimsson, í, 5. Kent Fredrekson, S, 6. Jan Ankervold, N, 7. Pasu Hourula, F, 8. Taisto Tiri, F, Þrfatökk karia 1. Jouko Niva, F, 2. Friðrik Þ. Óskarsson, í, 3. Erík Karlsson, S, 4. Eero Jormakka, F, 5. Jan Albrígtsen, N, 6. Peter I.indmark, S, 7. Kári Jónsson, í, 8. Frank Ottesen, N, 800 m hlaup kvanna 1. Irene Lusikka, F, 2. Kaisa Ylimáki, F, 3. Rut Ólafsdóttir, í, 4. Ulla Karlsson, S, 5. Karen Gadelundlien, N, 6. Kristina Sandqvist, S, 7. Marte Selfors, N, 8. Guðrún Karlsdóttir, Í, Spjótkast karia 1. Ari Mursu, F, 2. Leif Lundmark, S, 3. Einar Vilhjálmsson, Í, 4. Oiva Keránen, F, 5. Jerry Holmström, S, 6. Sigurður Einarsson, í, 7. Björnar Tellmann, N, 8. Stein Rufsvoll, N, 3000 m hlaup kvenna 1. Helena Heikkinen, F, 2. Birgit Bringslind, S, 3. Lilja Guðmundsdóttir, í, 4. Anna Trolie, N, 5. Mona Aagnes, N, 6. Eva I.indfors, S, 7. Anneli Oravelinen, F, 8. Sigurbjörg Karlsd., í, 25,0 25.6 25.9 26,0 26.7 26.9 4,62 m 4,40 4,10 4,00 4,00 3,80 3,70 10.76 sek. 10.77 11,01 11,04 11,05 11,11 11,14 11,49 4:03,2 min. 4:03,4 4:03,4 4:05,1 4:05,1 4:05,8 4:06,6 4:09,3 15,16 m 15,05 15,02 14,71 14,46 13,95 13,89 13,70 2:12,76 mín. 2:13,27 2:14,36 2:14,50 2:16,78 2:18,06 2:26,27 2:28,46 77,58 m 75,98 75,52 70,44 63,86 62.24 58.24 57,74 9:41,5 mín. 9:45,7 10:15,8 10:19,0 10:28,8 10:38,5 10:38,6 11:30,3 Vegna þrengsla f blaðinu verða úrslil annarra greina að bfða til morguns. ISigurður T. Sigurðsson að sveifla sér upp á stönginni — hæðin 4.62 m oe hann fór yfir. Nýtt Islandsmet.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.