Dagblaðið - 11.08.1980, Side 28

Dagblaðið - 11.08.1980, Side 28
TOMOTUM OG GURKUM HENT Á ÖSKUHAUGANA —Úrkast ,segir framkvæmdastjóri Sölufélags garöyrkjumanna „Þetta er bara úrgangur sem ekki er hægt að selja,” sagði Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um tómata og gúrkur sem menn sögðu DB frá að þeir hefðu rekizt á á rusla- haugunum á laugardaginn. „Það er alltaf svo að þegar verið er að flokka grænmeti, verður nokkuð úrkast. Ofþroskaðir tómatar eða holir að innan og gúrkur sem eru lin- ar í endana. Það hefur sýnt sig að þetta selst ekki. Yfirleitt er það nýtt að mestu hjá Ora og Val en þau fyrir- tæki eru nú í sumarfríi þannig að óvenju miklu af þessu er hent.” Víðförull maður benti DB á að er- lendis væri svona úrkast oft selt fyrir smáaura þeim sem gera vildu sér sós- ur, setja í salat eða sjóða niður. Ef til vill eru íslendingar kresnari en svo að þetta þýddi að bjóða þeim. Á meðan er hægt að fara á haugana eftir örlitlu aftómötumoggúrkum. -DS. Margrét Sighvatsdóttir gerði grín gott og mikið að óperulögum og sú skopstæling fleytti henni i úrslit hæfileika- keppninnar. ivo ™. ..h d™—„.ti. DB-mynd RagnarTh. 6. riðill hæfileikakeppninnar: SKOPSTÆLDIOPERULOGIN Þriðja helgarskákmótið: Friðrik og Helgi urðu hníf- jafnir Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson sigruðu á þriðja helgarskákmótinu sent haldið var á ’lsafirði og i Bolung- arvík um helgiiia. Þeir hlutu báðir 5,5 vinninga af 6 mögulegum og urðu einnig hnifjafnir að stigum. Fengu þeir hvor um sig 250 þúsund krónur i vecðlaun. Jón L. Árnason varð í 3. sæti, Ómar Jónsson i 4. sæti og Karl Þorsteins i 5. sæti. Þeir hlutu allir 5 vinninga. Margeir Pétursson varð i 6. sæti með 4,5 vinninga og íslands- meistarinn Jóhann Hjartarson i 7. sæt.i, einnig með 4,5 vinninga. Sigurlaug Friöþjófsdóttir hlaut 50 þúsund krónur i verðlaun fyrir bezt- an árangur kvenna með 2,5 vinninga og Ægir Páll Friöbergsson vann sér inn vikudvöl á Skákskólanum Kirkjubæjarklaustri fyrir bezlan árangur skákmanna 14 ára og yngri. Hann hlaut 2,5 vinninga. Þátttakendur í mótinu voru 42 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar, skákstjóra tókst mótið hið bezta og móttökur ís- firðinga og Bolvíkinga voru fráhær- ar. Mótinu lauk með matarboði bæj- arstjórnar Bolungarvíkur i gær- kvoldi. Að ioknutn þrcmui helgarskák- mólum cr Helgi Ólafsson efstur að stigum. Hann hcfur nú 60 stig, I riðrik Olafsson og Ciuðmundur Sigurjónsson hafa 35 stig, Jón L. Árnason 32 stig og Margeir Péturs- son 21 stig. -GAJ. „Þetta er sami stofninn og við veiðum úr, svo það eyöist sem af er tekið, en það má þó' þakka fyrir að veiöarnar eru takmarkaðar,” sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur, um loðnuveiðar Norömanna við Jan Mayen í samtali við DB í morgun. Norðmenn hafa nú veitt um helming síns kvóta, sem er 125.000 tonn, og er loðnan sögð góð og falleg og með um Skopstæling Margrétar Sighvats- dóttur á óperusöng fleytti henni í fyrsta sætið í 6. riðli hæfileikakeppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar. Gerði Margrét, sem söng og lék undir á píanó, stólpagrín að ýmsum kunnum óperulögum. í öðru sæti varð Garðar Harðarson frá 20% fltu. Jakob Jakobsson kvaðst búast við að Norðmenn yrðu búnir að veiða sinn kvóta á næstu dögum, en hann sagðist efa að Norðmenn færu mikið fram úr honum. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að hitta á síðasta tonnið, en það myndi heyrast hljóð úr horni héðan, ef þeir færu mikið fram yfir umsaminn kvóta.” Stöðvarfirði sem söng og spilaði á gítar frumsamin lög. Einungis þessi tvö atriði kepptu í riðlinum, þriðji keppandinn sá sér ekki fært að mæta . Húsfyllir var á hæfileikakeppninni en kvöldið hófst með því að sýndur Þá hafði DB einnig samband við Pétur Guðjónsson framkvæmda- .stjóra og spurði hann álits á veiðun- um. Pétur Guðjónsson sagðist óttast að Norðmenn færu töluvert fram úr kvóta sínum, en þaö kæmi annars til með að fara eftir því hve íslenzk stjórnvöld væru ákveðin við norsk. ,,Nú eru oliufurstarnir að moka þarna upp loðnu, sem er íslenzkur var dans- og söngleikurinn Evita. Að því loknu kom sigurvegari 5. riðils, töframaðurinn og búktalarinn Ágúst ísfjörð, fram og skemmti við góðar undirtektir. Næstkomandi sunnudag verður keppt í 7. riðli, en hæfileika- keppnin fer fram á Hótel Sögu. stofn, þótt hann flakki út fyrir ís- lenzka lögsögu og veiðarnar eru beinn niðurskurður á lífsafkomu ís- lenzku þjóðarinnar. Á timum olíu- kreppu eru veiðar Norðmanna gjör- samlega óframkvæmanleg efnahags- starfsemi vegna fjarlægðar og kostn- aðar og er eingöngu haldið gangandi með norskum olíupeningum,” sagði Pétur Guðjónsson. -S4í, frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980. Mystískt málbindindi — segirGuðmundurJ. Guðmundsson „Það varð samkomulag um algjört málbindindi,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður og for- maður Verkamannasambands íslands í samtali við DB í morgun. Var hann inntur eftir því hvað fram hefði farið á síðasta samningafundi ASÍ og VSÍ á laugardag. „Það er einhver gagnkvæm hjartahlýja sem veldur þessu sam- komulagi um málbindindi, eitthvað mystískt málbindindi sem farið var í varðandi stöðuna í málunum.” Verkamannafélagið Dagsbrún hélt félagsfund i Iðnó á föstudaginn var og samþykkti þar verkfallsheimild til handa stjórn félagsins. Samninga- fundur ASÍ og VSÍ var síðan haldinn á iaugardag og þar afráðið að hittast næst á miðvikudag. -BH. Samningamálin: Aðalsamninga- nef nd BSRB boðuð til fund- arámorgun „Við höfum verið á fundum alla helgina og munum halda þeim áfram í dag,” sagði Haraldur Steinþórsson hjá BSRB í samtali við DB í morgun cr hann var inntur eftir gangi samninga- mála BSRB og ríkisins. „Það er búið að leggja mikla vinnu í þetta og verið að raða hlutunum saman fyrir fund samninganefndar BSRB sem mun hitt- ast á morgun,” sagði Haraldur. Í samninganefndinni eiga sæti milli 60 og 70 manns að sögn Haraldar en fyrir þá nefnd mun stjórn BSRB leggja fram skýrslu um gang viðræðna undanfarið og hver staða samningamálanna sé í dag. Sáttafundur með BSRB og ríkit^u hefur verið boðaður í dag og mun hann fara fram undir forystu sáttasemjara Vilhjálms Hjálmarssonar. -BH. Miðar i áttina hjá BSRB: 95 ára reglan samþykkt? Miðað hefur i áttina í samningavið- ræðum Bandaiags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisins. Ríkið hefur látið að þvi liggja að það gæti samþykkt svo- kallaða 95 ára reglu, náist samkomulag um annað. Með því er átt við, að þeir starfsmenn, sem hafa samanlagðan starfsaldur og lifaldur upp á 95 ár, gætu fengið eftirlaun við 60 ára aldur. BSRB hefur í viðræðunum dregið mjög úr kaupkröfum sínum, sem voru í upphafi miklu hærri en kaupkröfur AI- þýðusambandsfólks. -HH. -SA. Loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen hálf naðar: „HEYRDIST HU0D UR H0RNIEF ÞEIR FÆRU YFIR SINN KVÓTA” —segir Jakob Jakobsson f iskifræðingur — olíuf urstarnir moka þama upp íslenzkum stofni, segir Pétur Guðjónsson

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.