Dagblaðið - 11.08.1980, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGUST 1980.
Póstafgreiðsla
Hafnarstræti 17 Suðurlandsbraut 20 Girómyndir
(gegnt Pennanum) (við hlið Sigtúns) PósthólflO,
Sími 22580 » Simi 82733 Reykjavík. .
..íiiiii i —Umboðsmenn umalltlandHHw
Stækkuna
ler
ero
Þu þarft ekki oftar að bregða stækkunargleri yfir litmyndirnar þínar til að
finna Fríðu frænku eða Sigga syndasei.
Glögg mynd er þriðjungi stærri en myndir voru áður fyrr. Hvert atriðí
myndarinnar er því einnig þriðjungi stærra og skýrara, gleggra en fyrrum.
Ný framköllunar- og kóperingaraðferð fyrir litmyndir.
BIAÐID
---Irjálst, úháð dagblaðr-
BLAÐWM
r
SvartilRiminifara: r
RIMINIBYÐUR
upp á mm
—og er afbragðsstaður fyrír
fjölskyldufólk
Sigrún Indriðadóttir skrifar:
Tilefni þessa bréfs eru skrif Rim-
inifara í Dagblaðinu þann 7. þessa
mánaðar, en hann lýsir þar slæmum
aðbúnaði á Rimini. Dagana. 14. júlí
til 4. ágúst dvaldi ég ásamt fleirum á
Rimini. Bjó ég á Excelsior-hótelinu
og hef allt aðra sögu að segja en
Riminifarinn. Herbergið mitt var
þrifið á hverjum degi, skipt var um
baðhandklæði daglega og herbergin
voru alveg ágæt.
Rimini hefur ekki lítið upp á að
bjóða og er ekki hundleiðinlegur
staður, eins og Riminifarinn heldur
fram. Þvert á móti. Staðurinn býður
upp á mjög mikið og mikið er hægt
að skoða sig um og fara. Þá er þetta
afbragðsstaður fyrir fólk með börn.
Ströndin er mjög góð og fararstjór-
arnir prýðilegir, allir með tölu.
Ég myndi alveg hiklaust hvetja
fólk til að fara til Rimini og ég er viss
um að ég mæli fyrir munn margra
þegar ég segi Rimini góðan ferða-
mannastað. Sjálf gæti ég vel hugsað
mér að fara þangað aftur næsta
sumar, stæði mér ekkert annað nýtt
til boða.
Reyndir og hæf
ir fararstjórar
Ánægðir Riminifarar skrifa:
Að undanförnu hafa birzt í Dag-
blaðinu lífsreynslusögur vonsvikinna
Riminifara sem kvarta yfir lélegum
húsakynnum en láta þess getið í leið-
inni að staðurinn, þ.e.a.s. Rimini, sé
ekki þess virði að þangað sé farið. Til
að reka svo rembihnútinn á lýsing-
arnar er ferðaskrifstofan Samvinnu-
ferðir—Landsýn sökuð um slæma
þjónustu og fólk varað við að eiga
skipti við hana.
Þó ekki sé dregið i efa sannleiks-
gildi þessara frásagna, hvað varðar
ástand húsnæðis í tilteknu hóteli eða
gistiaðstöðu, verður að teljast
ámælisvert þegar heil borg er af-
greidd með niðurlægjandi ummæl-
um, ekki sízt þegar um er að ræða
jafnstóra og fjölbreytta borg sem
Rimini er.
Eftir að hafa dvalið tvívegis í
Lignano fullyrðum við hjónin að
Rimini er um allt eftirsóknarverðari
staður. Þjónusta ferðaskrifstofunnar
virtist okkur vera sambærileg við það
sem við eigum að venjast og farar-
stjórar Samvinnuferða eru að okkar
mati einstaklega hæfir og reyndu að
liðsinna fólki eftir getu. Til að nefna
atriði, sem betur mættu fara, þá
myndi þéttari staðsetning gististaða
og daglegar vitjanir fararstjóra
þangað vera til bóta. Er ástæða til að
hvetja fólk til að velja Riminiferðir
Samvinnuferöa.
Endursýnið „Enginn
veit sína ævina...”
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
Sunnudaginn 2. ágúst sýndi sjón-
varpið nýlega franska sjónvarpskvik-
mynd, sem hét Enginn veit sína
ævina. Þar sem ég veit að margir
voru utanbæjar þessa heigi langar
mig til að biðja sjónvarpið að endur-
sýna myndina. Er ég viss um að
marga myndi langa til að sjá þessa
mynd.
AUGlSSINGASTOfftN HF B
Gisli B Bjbmsson Ifc
staðurinn
ALLSKONAR IS.GAMALDAGS IS,
SHAKE OG BANANA-SPLIT.
SÆLGÆTlj ÖL OGGOSDRYKKIR.
Lækjargötu 8, Hraunbæ 102,
Reykjavíkurvegi 72, Hf.