Dagblaðið - 11.08.1980, Side 18
18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980.
\
Kjarakaup
Teg.304
Utur: Brúnt leður
StærðM
Verðkr. 8.500.-
Teg. 1716
Utur: Hauttleður
Stærðir 36-41
Verðkr. 8.500.-
Teg.856
Utír: Belge, nubuck
Stærðlr 38-41
Verðkr. 4.885.-
Teg.8072
Stærðk 38-41
Utur: Belge/brúnt nubuck
Vmrðkr.8.500.-
Utír: Blitf, brúnt eða belge
Stærðk 38-41
Verðkr. 3.500.-
Teg. 810
Utur: Brúnt leður
Stærðir: 38 og 37
Verðkr. 12.995,-
Póstsendum
Skóverzlun
Þóróar
Péturssonar
Kirkjustræti 81/ Austurvoll
Simi 14181
f
1AFNRÉTTI
RITARA
GunnarGunnarsson
\
Kjallarinn
í Dagblaðinu 18. júlí sl. birtist les-
endabréf frá ónafngreindum ritara,
sem varpar fram nokkrum
spurningum um kjör þeirra. Þar sem
ekki er alveg ljóst af efni bréfsins til
hvaða aðila „ritarinn” beinir
spurningum sinum, hefur það verið
að velkjast fyrir mér hvort ástæða
væri til þess að svara því í nafni
Starfsmannafélags rikisstofnana. í
skjóli þess að tilefni fyrirspurnanna
RU RITARAR EKKll
[IN STARFSSTÉTT?
íit»H, sem blður um Jafnrétti
Iskrlfar:
Fagna bcr fréttum er birtust i Fe-
[lagstiðindum, fréttablaði Starfs-
nannafélags rikisstofnana þ. 2.5. sl.,
um tilfærslu mitli launaflokka, en
þar segir: „Mcð úrskurði kjaranefnd-
Lr hækkuðu 49. Af þeim hópum, sem
hækkun fengu á samningstimabilinu
eru stærstir simaverðir, læknaritarar
na læknafulltrúar”.
lacius, formann bandalags starf!|
manna rikis og bæja i Helgarpósttrj
um þ. 23.11- sl., telur hann eðliled
aö hann sjálfur haf. tvöföld laul
miðað viö þann lægsta, sem kominl
er með 6 ára starfsaldur. Kristjál
segir „ég er enginn byrjandi I starfi’l
Ennfremur og hver vill vinna ár efll
ár án þess að fá umbun fyrir rcynslul
starfi? Þetta var gott hjá hr. Kristjáil
getum við rijarar hjá rikisstofnutr
er tilvitnun i frétt i Félagstíðindum
SFR, dreg ég þá ályktun að
spurningunum sé beint til félagsins
eða forsvarsmanna þess, enda er
röðunin í launaflokka eingöngu í
höndum hinna einstöku félaga, en
BSRB sem slíkt hefur engan
samningsrétt I þeim málum.
Spurningar „ritara” voru:
Hver gefur gæöastimpil á ritara?
Hvers vegna eru þær síðarnefndu
mun lægra flokkaðar? (þ.e. ritarari
lægri I launum en læknaritarar).
Hvers vegna eru aðeins læknaritarar
hækkaðir í launaflokkum?
Eru ritarar ekki ein starfsstétt?
Hvernig væri að aðgreina byrjendur
frá þeim sem starfsreynslu hafa?
Nokkurs misskilnings virðist gæta
hjá fyrirspyrjanda, og ekki að á-
stæðulausu. t tilvitnun sinni í nefnda
grein úr Félagstíðindum SFR gerir
„ritarinn” tvær sjálfstæðar máls-
greinar að einni, svo úr verður hálf-
gerö markleysa eða óskiljanlegt torf.
t blaðinu er tekin upp úr skýrslu for-
manns frá aðalfundi félagsins hluti
greinargerðar hans um launaflokka-
breytingar, sem orðið höfðu á
samningstimabilinu. Tilgreindi for-
maðurþennt.sembreytt hafði röðun
félagsmanna. í fyrsta lagi ákvæði í
aðalkjarasamningi BSRB, t.d.
svonefnda 15 ára reglu. í annan stað
úrskurð Kjaranefndar. í þriðja lagi
starf samstarfsnefndar félagsins og
fjármálaráðuneytisins við röðun eða
mat á störfum félagsmanna til launa.
Til frekari skýringa á greinargerð
formanns, voru í Félagstíðindum
dregnir fram, í sérstakri grein, nokkr-i
ir hópar, sem hækkuðu. Þar var ekki
um tæmandi upptalningu að ræða.
Engin mismunur
vegna „forskeyta"
Skrifstofufólk innan félagsins er
rétt um 1500. Því er raðið í launa-
flokka á grundvelli aðalkjarasamn-
ings með samkomulagi við fulltrúa
fjármálaráðherra í samstarfsnefnd
þessara aðila Röðunin, sem er eitt
meginverkefna félagsins, byggist á
þeim upplýsingum sem því tekst að
afla sér um störfin. Félagi nýtur í
um tilfellum aðstoðar viðkomandi
starfsmanns eða fulltrúa, ef um hóp
er að ræða, við gerð starfslýsingar.
Auk þess fær það upplýsingar frá
trúnaðarmanni á vinnustað og i flest-
um tilfellum umsögn eða staðfestingu
viðkomandi yfirmanns um að starfs-
lýsing eða aðrar upplýsingar séu rétt-
ar. Hvort það telst gæðastimpill fer
að sjálfsögðu eftir tilefni hverju sinni
og er brúkuð af félaginu eftir því sem
við á. Alla vega á röðunin að vinnast
eftir hlutlægri upplýsingu um starf
viðkomandi starfsmanns.
Varðandi þá fullyrðingu „ritara”,
að þeim sé mismunað i launum og
það ráðist af því hvort einhverju for-
skeyti hafi verið bætt framan við
starfsheiti þeirra, get ég fullvissað
fyrirspyrjanda um að þessi skoðun
hanser röng.
Fjölda ritara, öðrum en lækna-
riturum, hefur verið raðað á liðnu
samningstímabili og hefur röðunin
ráðist af starfi en ekki starfsheiti.
Mér virðist þessi misskilningur stafa
af rangri notkun á samheitinu ritari.
Það starfsheiti hef ég alla tíð skilið
sem samheiti yfir starfsmenn á skrif-
stofu, er fengjust við einhvers konar
ritunarstörf. En eitt og sér lýsti það
engu án einhvers konar forskeytis,
svo sem: tölvu-ritari, deildar-ritari,
vél-ritari, þing-ritari, spjaldskrár-rit-
ari, lækna-ritari, o.s.frv. Já, hliðsætt
og starfsheitið læknir. Starfsheiti
eittsegirokkur ekkert um laun lækna
eða störf, annan en að andstætt við
laun ritara, eru laun þeirra mjög há.
En okkur er jafnljóst að laun og
starfskjör héraðs-læknis, heimilis-
læknis og tann-læknis eru sitt með
hvorum hætti og fara þau að sjálf-
sögðu eftir eðli starfanna, eða ættu
aðgeraþað.
Með sérkjarasamningi SFR fylgja
leiðbeiningar um röðun starfa í
launaflokka. í þeim er reynt að
skilgreina hina ýmsu þætti sem ein-
kennandi eru fyrir viðkomandi störf
til að auðvelda félagsmönnum jafnt
sem stjórnendum að meta þau til
launa. Þessir þættir eru helstir:
starfið sjálft, menntun, reynsla,
starfsþjálfun, tæki sem unnið er við,
sjálfstæði og frumkvæði, tengsl við
aðra, verkstjórn veitt eða þegin, á-
byrgð, vinnuskilyrði, umhverfi og
álag o. fl. mætti til nefna. Við
röðunina á engu máli að skipta hvert
starfsheitið er eða hvaða ein-
staklingur í hlut á hverju sinni.
Jafnlaunastefnan
í samningi SFR fyrir skrifstofu-
fólk er notað samheitið skrifstofu-
maður yfir flest öll störf, sem félagið
semur fyrir í launaflokkum 4—10.
Undir það samheiti falla öll almenn
störf á skrifstofu,_svo sem ritara,
gjaldkera, símavarða, birgðavarða,
bókhaldsstörf, innheimtu- af-
greiðslu- og aðstoðarstörf. Skrif-
stofumenn innan SFR, sem launaðir
eru samkv. þessu samheiti (þ.m.t. 30
læknaritarar) eru 755. Hækkun i
þessum hópi fengu 315 félagsmanna
eða41% þeirra.
Til frekari upplýsingar skal þess
getið að í launaflokkum 11—32 er
frekar samið fyrir einstök störf en
hópa. Á þessu launabili eru 659
félagsmenn, af þeim hafa aðeins 115
A „Fjöldi ritara, öörum en læknariturum,
hefur veriö raðað á liðnu samningstíma-
bili og hefur röðunin ráðist af starfí en ekki
starfsheiti.”
eða 17,5% (þ.m.t. 29 læknafulltr.)
hækkað á samningstímabilinu, þrátt
fyrir starfsheiti eins og „fulltrúi”,,
„deildarstjóri”, aðal- þetta og aðal-
hitt, að ógleymdum framkvæmda-
stjórum og forstjórum stærstu rikis-
fyrirtækjanna.
Þessi mismunun á sínar skýringar
eins og annað. Hún er m.a. í fullu
samræmi við þá jafnlaunastefnu sem
um árabil hefur ráðið gjörðum
stjórnenda félagsins svo og
staðfestingu á því að þegar ákveðnu
framamarki er náð kyrrkst um fólk,
því allt á sin takmörk.
Hins vegar er það mjög eðlilegt,
að ungur starfsmaður sem hefur starf
í neðri launaflokkunum fái þjálfun
sína og aukna hæfni viðurkennda
með ábyrgðameira og betur launuðu
starfi. En fyrir því eru einnig tak-
mörk hversu mikið eða oft er hægt að
hækka sama starfsmanninn með
núgildandi launakerfi, og erfiðara
eftir því sem ofar dregur.
Umbun
Varðandi þá spurningu hvort ekki
eigi að aðgreina byrjendur frá þeim
sem starfsreynslu hafa, geri ég ráð
fyrir að fyrirspyrjandi eigi við starfs-
og launakjör. Ég tel það hafi verið
ríkjandi sjónarmið og leiðarljós
þeirra, sem við kjarasamninga hafa
unnið að umbuna umbjóðendum
sínum, m.a. fyrir starfsaldur og
þjálfun, eins og ég hef reyndar vikið
aðáðurígreininni.
Þessu til staðfestu vil ég benda á
nokkur atriði í kjarasamningum
opinberra starfsmanna sem ávinnast
með auknum starfsaldri. Ákvæði og
sambærilegar forsendur eru að finna
i flest öllum kjarasamningum.
Samkv. kjarasamningi BSRB er gert
ráð fyrir að ríkisstarfsmenn hækki úr
I. lfl. í 5. lf. á 5 árum.
í hverjum launaflokki er gert ráð
fyrir þremur starfsþjálfunarþrepum,
sem ávinnast á 6 árum.
Eftir 10 ára starf fær ríkisstarfs-
maður sérstaka umbun í desember-
mánuði ár hvert.
Að loknu 15 ára starfi hækka starfs-
menn ríkisins um einn launaflokk.
Orlofsréttindi eldri starfsmanna
ríkisins eru umtalsvert meiri í tima og
peningum en þeirra yngri.
Veikindaréttindi eru á sama hátt alls
ekki sambærileg. Byrjandinn hefur
30 daga veikindaleyfi á fullum
íaunum og 30 daga á hálfum, en
starfsmaður með 20 ára starfsaldur
eitt árá fullum launum.
Auk þessa sem hér hefur verið
tíundað — og kann vel að vera að
eitthvað hafi gleymst, hafa einir 28
starfshópar innan SFR ákvæði þess
efnis í sínum sérkjarasamningum, að
þeir skuli hækka um launaflokk, einn
eða fleiri, eftir að tilskyldum starfs-
aldri eða þjálfun hefur verið náð.
Sambærileg ákvæði fyrirfinnast i
kjarasamningum flestra stéttar-
félaga.
Spurningu „ritara” um kjaradóm
tel ég ekki ástæðu til að svara á þess-
um vettvangi. Dómurinn heyrir sem
betur fer liðinni tið fyrir félagsmenn
SFR. Kjaradómur, sá eini og sanni,
fer nú einvörðungu með mál BHM
eftir að BSRB og aðildarfélög þess
fengu samningsrétt um aðalkjara-
samningsinn, sbr. Lög nr. 29/1976.
Gunnar Gunnarsson,
framkvstjóri Starfsmanna-
félags rikisstofnana.