Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. 5 Lögreglan íHafnarfirði rafmagnslaus óveðursnóttina: TALSTÖENN DAUD OG SAMBAND Á MIIU BÍLANNA XI lærum af reynslunni, segir yf irvarðstjóri „Jú, það er rétt að rafmagn fór af lögreglustöðinni óveðursnóttina og við vorum talstöðvarlausir. Það er til vararafstöð en hún var óvirk þannig að við gátum ekki notað hana. Það er verið að vinna að því núna að koma henni í gagnið,” sagði Steingrímur Atlason yfirlögregluþjónn í Hafnar- firði í samtali við DB. Er rafmagnið fór af óveðursnótt- ina í síðustu viku varð lögreglustöðin í Hafnarfirði rafmagnslaus. Vararaf- stöð var gerð fyrir nokkrum árum fyrir lögreglustöðina, en hún hefur aldrei verið tengd. „Menn læra af því ef eitthvað kemur fyrir. Þetta var að sjálfsögðu mjög bagalegt fyrir okkur. Það hjálpaði okkur mikið að hjálparsveit skáta kom með talstöð til okkar. Við gátum ekki notað hana til að komast í samband við bílana okkar en við vorum í sambandi við hjálparsveitina. Póstur og sími er að vinna að því núna að hanna fyrir okkur stöð þannig að hún fari ekki af í rafmagnsleysi. Þó við værum með vararafstöð núna dygði það ekki til að drífa talstöðina. Til þess þyrfti tvo geyma sem við höfum ekki,” sagði Steingrímur. „Þá er einnig mjög slæmt að bíl- arnir hafa ekki samband sín á milli svo við gátum ekki notað þá. Við vorum með einn bíl fyrir utan hjá okkur, en það var alveg þýðingar- laust vegna þéss að bílarnir hafa ekki þetta samband. Ég reikna með að ef óveður skylli á núna þá hefðum við vararafstöðina í lagi, þar sem unnið hefur verið við hana, en talstöðin væri dauð og er það auðvitað mjög slæmt.” -ELA Er einhvers staðar gat íalmannavamakerfinu: Almannavamanefndir f Kópavogi og HafnarRrði boðuðu ekki fundi þrátt fyrir að Almannavamir ríkisins teldu það æskilegt óveðurskvöldið í síðustu viku „Það er gert ráð fyrir að almanna- varnanefndir taki afstöðu til yfirum- sjónar ef náttúruhamfarir verða, en í Hafnarfirði og Kópavogi eru það lög- reglustjóri og bæjarfógeti sem eru æðstu menn almannavarna,” sagði Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins er DB innti hann eftir því hvort almannavarna- nefndir héldu ekki fundi er neyðar- ástand skapast, eins og gerðist sl. mánudagskvöld. DB hefur fengið staðfest að almannavarnanefndir í Kópavogi og Hafnarfirði hafi ekki kallað tii fundar umrætt kvöld. Hins vegar var strax kallað til fundar í Reykjavík og hjá almannavarna- nefnd Suðurnesja. ,,Ég veit ekki hvaða mat þeir hafa lagt á það ástand er varð óveðurs- nóttina,” sagði Guðjón ennfremur. „Við höfum sent bréf til allra al- mannavarnanefnda á landinu þar sem óveðrið geisaði til að afla okkur upplýsinga um það. Almannavarnir rikisins sendu út tilkynningu strax um áttaleytið er séð var að óveður var í aðsigi. Þá vöru einnig sendar viðvar- anir til vakthafandi manna hjá al- mannavarnanefndum og bent á það að æskilegt væri að nefndir kæmu saman. Annars vil ég ekki leggja mitt mat á nauðsyn þess að nefndirnar kæmu saman í Hafnarfirði og Kópa- vogi fyrr en ég hef heyrt skýringar þessara manna,” sagði Guðjón *Petersen. DB hafði samband við Einar Ingi- mundarson bæjarfógeta í Hafnar- firði en hann vildi ekki tjá sig um þetta mál í blöðin. Ekki náðist í Ásgeir Pétursson bæjarfógeta í Kópavogi. - ELA Skuldir íslands eriendis vaxa ískyggilega: Stefnt yf ir rauða strikið á þessu ári —skuldastaða ríkisins verður íárslok komin í 36,6% af þjóðarf ramleiðslunni samkvæmt lánsfjáráætiuninni „Skuldastaða islenzka rikisins er að komast yfir rauöa strikið. Sé miðað við lánsfjáráætlun þessa árs verður skuldastaða rikisins i árslok 36,6% af þjóðarframleiðslunni. Það þykir varhugavert þegar farið er yfir 35% i þessum efnum,” sagði Lárus Jónsson (S) á þingi í gær. Lárus sagði að ríkisstjórnin áform- aði lántökur á árinu 1981 samtals 138 milljarða gkr. en sama áætlun í fyrra hljóðaði upp á 85 milljarða gkr. „Erlendar Iántökur eru komnar í meira og minna óefni,” sagði Lárus. „Skuldir erlendis eru nú 50% hærri í erlendri mynt en þær voru í janúar 1977. Eftir þetta ár verða skuldirnar erlendis 70% hærri í erlendri mynt en þær voru 1977,” sagði Lárus. „Greiðslubyrðin af erlendum lánum er komin í 15,4% af verðmæti útflutningsins. Rikisstjórnin áætlar hana 15%, en hún er hærri. 15% mörkin í þessum efnum þykja mjög varhugaverð,” sagði Lárus. Nýtt met í lántöku Lárus sagði að í ár væri gert ráð fyrir algerlega nýju meti í lántöku til handa ríkissjóði auk þess sem stór- kostlegt met hefði verið sett í skatt- heimtu á þjóðina. M.a. er ráð fyrir þvi gert í lánsfjár- áætlun nú að kaup lífeyrissjóðanna á verðbréfum ríkissjóðs verði i ár 169% hærri en gert var ráð fyrir i lánsfjáráætlun þá. Þá var boginn svo spenntur að lífeyrissjóöunum að þeir gátu hvergi nærri orðið við fyrir- mælum um verðbréfakaupin. Ragnar Arnalds svaraði fyrir- spurnum Lárusar frá því í fyrri viku. Kom fram í svari Ragnars að á síðasta ári hefði innlend fjáröflun ríkissjóðs staðizt samkvæmt áætlun. Var fjáröflun innanlands 27,5 millj- arðar gkr. en var 24 i lánsfjáráætlun. Ragnar kvað verðbréfakaup lif- eyrissjóðanna hafa orðið 4,8 millj- örðum gkr. minni en áætlað hafi verið og bankakerftð hefði keypt verðbréf fyrir 1,7 milljarð gkr. minna en ráð var fyrir gert. Aðrar tekjur hefði hins vegar farið svo fram úr áætlun að fjáröflun innanlands hefði staðizt. Einkaaðilar drjúgir við að slá lán Erlend lántaka opinberra aðila varð um 53 milljarðar á sl. ári eða 3—4 miiljörðum meiri en gert var ráð fyrir í áætluninni. Kvað ráðherrann það nær eingöngu hafa verið vegna framkvæmda í raforkumálum. Erlend lántaka einkaaðila fór hins vegar 16 milljarða fram úr áætlun. Lántökur áárinu í fyrra urðu því 104 milljarðar gkr. en áttu að verða 85 milljarðar samkvæmt áætlun fyrir árið. í fyrra kvað nýja ríkisstjórnin niðurskurð á lánveitingum til opin- berra framkvæmda og hafði Lárus Jónsson spurt hvernig sá niður- skurður hefði gengið i fyrra. Kvað ráðherrann þau áform ekki hafa staðizt að fullu og hefðu raforku- framkvæmdir sett þar strik í reikn- ing. Dregið hefði verið úr lántökunt' til opinberra framkvæmda um 309 milljónir og Framkvæmdasjóði tókst að draga úr lánveitingum sínum um 2,525 milljarða gkr. og standa þannig við niöurskurð lána til framkvæmda að fullu samkvæmt áætlun. Fráleit vinnubrögð Bæði Lárus Jónsson og Kjartan Jóhannsson (S) lýstu fráleit þau vinnubrögð ríkisstjórnar að leggja fram frumvarp til lánsfjárlaga og ætlast til umræðu um það án þess að fyrir liggi fjárfestingar- og láns- fjáráætlun ásamt fleiri gögnum. En þar sem viðbótaruppiýsingar fengust frá ráðherranum kváðust þeir ekki andmæla þvi að frumvarpið væri af- greitt til nefndar og tilskilin gögn kæmu þangað áður en nefndin af- greiddi málið. . „ Þetta œtlar að verða sérdeilis erfiður og umhleypingasamur vetur. Ökumenn í höfuð- borginni hafa hvað eftir annað fengið að kenna illilega á veðráttunni allt síðan í des- ember. Hlákan undanfarna daga hefur ekki dugað til að eyða háum hálkuhryggjum á götum borgarinnar — og nokkur dæmi höfum við heyrt um menn, sem skemmt hafa bíla slna við að lenda skyndilega i holu mitt á milli hryggjanna. DB-mynd: Bj.Bj. Sambandið seldi ekki „músa- hveitið” — birtmyndaf „gölludu hveiti sem notaðerí skepnufóður” Komið hefur í ljós að innflutn- ingur á hveiti sem gerður var að umtalsefni í frétt DB á laugardag og föstudag var ranglega eign- aður Innflutningsdeild Sam- bandsins. Hið rétta er að fyrir- tækið I. Brynjólfsson og Kvaran flutti inn hveitið margumrædda. í fréttunum var sagt frá hveiti sem bíll frá Skipadeild Sambandsins færði bakaríi einu i Reykjavík. Kom í ljós að mýs höfðu komizt í farminn og göt voru á pokum eftir þær. Engu að síður fóru pokarnir inn í bakaríið. Heil- brigðiseftirlitið kannaði málið á föstudaginn og stöðvaði fram- leiðslu í bakaríinu. Skömmu síðar kom bíll frá Sambandinu og náði í hveitið. Af þeim orsökum töldu menn að Sambandið hefði flutt hveitið inn, en það er rangt. Skipadeildin flutti það inn fyrir I. Brynjólfsson og Kvaran. Inn- flutningsdeild Sambandsins sendi blaðinu athugasemd vegna þessa máls í gær þar sem segir m.a.: „Umrætt hveiti var alls ekki hveiti frá Innflutningsdeild Sam- bandsins og hefur aldrei komið inn í birgðastöð deildarinnar. Það er lágmarkskrafa til fjölmiðla að þeir kynni sér staðreyndir þeirra mála sem verið er að skrifa um, t.d. í þessu tilviki með því að afla sér upplýsinga um hver sé seljandi hveitisins. Hér er verið að blanda Innflutningsdeild Sambandsins inn í mál, sem er henni algerlega óviðkomandi. Það er því um fréttafölsun hjá Dagblaðinu að ræða, þegar birt er mynd af hveiti, sem sagt er úr umræddu bakaríi, en er í reynd gallað hveiti sem notað er í skepnufóður, og hefur aldrei verið selt sem vara til mann- eldis.” -ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.