Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. i I Erlent Erlent Erlent Erlent BÚIHVIÐ TRÚLOFUN DIÖNU OG KARLSí DAG Brezhnevvill viöræður við Bandaríkin —„Munum íhuga þetta mjög alvarlega,” segir Alexander Haig Karl Bretaprins, erfingi brezku krúnunnar, mun tilkynna trúlofun sína og lafði Diðnu Spencer í dag, að þvi er brezka dagblaðið London Times skrifar í gær. Blaðið segir að brúðkaup Karls, sem er 32 ára, og Diönu Spencer, sem er 19 ára, muni sennilega verða í júli- mánuði næstkomandi. Lafði Diana er dóttir Spencer lá- varðar, sem var í þjónustu Georgs konungs sjötta. Vinátta Karls og Diönu hefur verið mjög til umfjöllunar í brezkum fjöl- miðlum undanfarna mánuði og margsinnis hefur því verið spáð aö opinber trúlofun þeirra væri á næsta leiti. Diana Spencer hefur þar til nýverið unnið sem fóstra á barnaheimili í Pimlico í London. Hún hefur lítinn frið haft fyrir fréttamönnum eftir að orðrómurinn um samband hennar og Karls komst í hámæli. Leonid Breshnev forseti Sovétríkj- anna gaf sterklega til kynna í ræðu sinni á 26. flokksþingi sovézka Kommúnistaflokksins í gær, að hann óskaði eftir viðræðum við Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna. Hann sagði að þörf væri á viðræðum milli Washington og Moskvu á öllum vald- sviðum. „Reynslan sýnir að þýðingar- mesta sambandið er fundur æðstu manna. Þetta var satt í gær og það er satt enn í dag,” sagði Breshnev. Jafnframt sakaði Brezhnev hina nýju stjórn Bandaríkjanna um að reyna að eitra andrúmsloftið á milli þessara tveggja stórvelda. Annars einkenndust ummæli hans í garð Bandaríkjastjórn- ar af hógværð og yfirvegun. Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sagði að Bandaríkja- stjórn mundi íhuga tilboð Brezhnevs mjög alvarlega. ,,Við þurfum að íhuga þetta mjög alvarlega. Það var ýmislegt nýtt og athyglisvert í þessari ræðu,” sagði Alexander Haig. MCCARTNEY SEZT AÐÁMONTSERAT — „Bítlamir koma aldrei saman aftur,” segirhann —Paul keyrði niöur tvo Ijósmyndara Paul McCartney íhugar að setjast að á suðurhafseyjunni Montserat þar sem hann hefur dvalið síðustu vikur ásamt konu sinni og börnum. Á þessari litlu eyju getur hann notið lífsins og lifað eins og venjulegur maður án þess að vekja athygli og án þess að þurfa að ryðja sér braut gegn- um hóp aðdáenda og forvitins fólks í hvert sinn er hann sýnir sig utan dyra. Hann er ennþá miður sín vegna morðsins á John Lennon og vill skiljan- Iega komazt hjá því að hljóta sömu ör- lög. Hann telur að á Montserat geti hann lifað eðlilegu lífi ásamt fjölskyldu sinni en án öryggisvarða, fréttasnápa og aðdáenda. „Ég vil ekki enda líf mitt sem fórnar- lamb einhvers brjálæðings sem eltir mig og fjölskyldu mína. Ég ætla að hafa hægt um mig nú í framtíðinni, ég vil að börn mín alizt upp á eðlilegan hátt og það er ekki hægt þegar ljós- myndari leynist sífellt bak við næsta runna.” En jafnvel á þessari friðsælu eyju hefur Paul McCartney ekki alltaf fengið að vera í friði. Kannski fyrir íbú- unum en ekki fyrir fréttamönnum. Nýlega var hann svo reiður vegna þess að tveir ljósmyndarar frá AP eltu hann að hann sneri bíl sínum við og keyrði á bíl Ijósmyndaranna. Það gerði hann þrátt fyrir að Linda kona hans og þrjú barnanna voru í bílnum. Núna býr Paul McCartney ásamt konu sinni og börnum í einbýlishúsi um tuttugu mínútna keyrslu frá „Air Studio” þar sem hann vinnur að gerð nýrrar hljómplötu. Fyrir rúmri viku kom Ringo Starr til eyjarinnar og það varð til að auka á orðróminn um að bítlarnir þrír sem eftir lifa hygðust gefa út hljómplötu saman til minningar um John Lennon. „Ringo aðstoðar mig í nokkrum lögum á plötunni. Það er allt og sumt. Við erum alls ekki að endurvekja The Beatles. Það verður aldrei.” Paul McCartney ásamt fjölskyldu sinni. Hann á nú þá ósk heitasta að geta lifað eðlilegu lifi með fjölskyldu sinni og gerir sér vonir um að það sé hægt á Montserat. Hinn sautján ára gamli morðingi hylur andlit sitt eftir að hafa játað að hafa einn framið morðið og komið sökinni á félaga sinn. „ÉG VAR ÞVINGAÐ- UR TIL AÐ JÁTA” —segir 20 ára gamall Álaborgarbúi, sem sat saklaus ífangelsi f 211 sólarhringa.—Morðinginn var 17 ára vinur hans, sem kom sökinni á félaga sinn Tuttugu ára gamall maður frá Álaborg grét af gleði um síðustu helgi þegar saksóknarinn Ole Stigel til- kynnti honum að fallið hefði verið frá ákæru á hendur honum fyrir morð. í 211 sólarhringa hafði hann verið í gæzluvarðhaldi grunaður um að hafa myrt deildarhjúkrunarkonuna Inger Agneta. Helming þess tíma var hann í einangrun. Það var svo ekki fyrr en í lok síðustu viku, að sautján ára gamall félagi hans játaði að hafa verið einn valdur að morðinu, að fallið var frá ákærunni. Félagi hans hlaut hins vegar átta ára fangelsis- dóm. Þrátt fyrir að hinn 20 ára hafi ekki verið hreinsaður 100% gat hann ekki leynt gleði sinni og nú segir hann að það sé hans heitasta ósk að verða lögregluþjónn. ,,Það hljómar kannski undarlega en ég vil mjög gjarnan verða lög- regluþjónn og ég ætla að sækja um lögregluskólann þegar ég hef lokið herskyldu,” segir hann. Hinn grunaði var handtekinn 25. júlí í fyrra, sama dag og sautján ára félagi hans. Fingraför hans höfðu fundist í húsi hinnar myrtu. Sá 20 ára gamli lýsti yfir sakleysi sínu og sagði að fingraförin væru frá þeim tíma, er hann heimsótti son hjúkrunar- konunnar. Nokkrum dögum síðar játaði hann á sig morðið og þrátt fyrir að hann drægi játninguna til baka var gæzluvarðhald hans framlengt aftur og aftur því hinn 17 ára hélt því fram að hinn 20 ára væri aðalmaðurinn. Það var ekki fyrr en 14. nóvember að hinn 17 ára játaði að hann einn hefði framið morðið. Ákærunni var þó fram haldið þar til um síðustu helgi. „Lögreglan þvingaði mig til að játa,” sagði sá 20 ára síðar. „Þeir sögðu að það myndi bitna á fjölskyldu minni ef ég játaði ekki. Þess vegna játaði ég á mig morð sem ég hafði ekki framið.” Lögreglan neitar því að hún hafi beitt þann 20ára þvingitnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.