Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 -46.TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022 Ríkisstjórnin afgreiðir togarakaupamálið: STJORNM VISAR TIL FYRRISAMÞYKKTA útlit fyrirað afkaup- unum verði Kaupin á Þórshafnartogaranum voru til meðferðar á ríkisstjórnar- fundinum ímorgun.Miklar líkur voru taldar á þvi fyrir fundinn að málið yrði endanlega afgreitt af hálfu ríkis- stjórnarinnar á þann veg að af kaup- unum geti orðið. Ríkisstjórnin mun hafa lagt fram það sem samþykkt hefur verið í þessu máli í ríkisstjórn annars vegar og Framkvæmdastofnun hins vegar. Ein fyrirstaðan í togarakaupa- málinu er sú tilhögun, sem komið hefur til tals, að verja til kaupanna hluta þess fjár sem ætlaður var til að efla nýsmíði veiðiskipa innanlands. Hefur t.d. Eggert Haukdal, stjórnar- formaður Framkvæmdastofnunar lagzt gegn slíkri ráðstöfun fjárins. Viðhorf iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar, hefur verið hið sama. Endurskoðun málsins í ríkisstjórn er talin geta opnað leið fyrir mála- miðlun um togarakaupin. -BS. Lesið yfir svínum í Krísuvíkurskóla Hvað sem segja mó um svín er óhœlt að segja að þau séu nómfiis. í gœr er DB-menn heimsóttu Krísuvikurskóla, sem nú hefurfengið nemendur ífyrsta sinn, var ekki ann- að að sjó en þau hlustuðu með athygli ú kennara sinn, Gunnar Sigurjónsson, er hunn lasyfirþeim i einni af kennslustofum skólans. Tœpiega 400 „nemendur” eru nú setzt- ir aó í skólanum, en þeir misstu heimili sitt óveðursnóttina í siðustu viku. Krisuvikur- skóli hefurþvl góðu hlutverki að gegna þessa daganu. I blaðinu i dag er núnar sagtfrú heimsókninni i Krisuvíkurskóla. -KI.A/'DB-m vnd: T.inar Ólason. -sjábls.10 Kaupskipadeilan: r 35 TIMA A SATTAFUNDI Samningafundi undirmanna á kaupskipum og skipafélaganna lauk um kl. hálftvö i nótt og hafði þá staðið í 35 tíma eða síðan á sunnu- dag. Fulltrúar undirmanna vísuðu i gærkvöldi frá tillögu frá sáttanefnd til lausnar deilunni og virðist deilan í hnút sem stendur. Enginn fundur hafði verið boðaður í morgun. Verk- — en árangurslaust og verkfall skallá fall undirmanna hófst á miðnætti og nær til Eimskips, Hafskips, Nesskips og Jökla en ekki til Skipadeildar Sambandsins enn sem komið er. -ARH. VALDARANSTILRAUN A SPANI —sjábls.6og7 Ungur íslendingur hefur setið í mánuó í fangelsi íKaupmannahöfn: Réttað í dag IJngur. íslendingur hcl'ur nú setið í ntánuð i fangelsi í Kaupmannahöfn en hann var handtekinn 24. janúar sl. eftir að hafa hent bjórflösku í andlil lögregluþjóns á veitingahúsi þar i borg. íslendingur þessi, sem er sjómaður að atvinnu, hélt til Kaupmannahafn- ar og ferðinni var síðan heitið til Svi- þjóðar þar sem hann ætlaði að fylgj- ast með leik íslandsmeistara Víkings og Sviþjóðarmeistara l.ttgi í Evrópu- keppninni i handknattleik. Maðurinn fór utan með hópi íslendinga sent horfðu á leikinn. Hálfri klukkustund eftir að hann hafði skráð sig inn á hótel i miðborg- inni hafði hann verið rændur öllum fjármunum. Hann var síðan staddur á veitingahúsi urn kvöldiðen hafði að sögn i frammi dólgslega hegðun. Lögregla var kvödd á staðinn cn þegar fjarlægja átti manninn henti hann flösku í andlit eins lögreglu- þjónsins sem hlaut Ijótt sár af. Sendiráð íslands í Kaupmanna- höfn hefur fylgzt með máli mannsins. Þorleifur Thorlacius sendifulltrúi sagði í morgun að réttað yrði i máli íslendingsins í dag. „Þar skýrist hvort honum verður sleppt eða hvað verður um hann. Hann fær sjálfsagt einhvern dóm en hvort um frekari fangelsisvist verður að ræða er ekki vitað. Hann hefur nú setið inni i mánuð,” sagði Þorleifur. Að sögn Þorleifs hefur sr. Jóhann Hlíðar sendiráðsprestur i Kaup- mannahöfn annazt piltinn og verður hann túlkur hans við réttarhöldin í dag. -JH. Fjögur innbrot íKópavogi Það var uppi typpið á innbrots- þjófum, sem lögðu leið sína um Kópavoginn i nótt. Fyrir klukkan níu var búið að tilkynna innbrot á fjórum stöðum í kaupstaðnum. 1 hótt var tilkynnt um innbrot í Jöfur, bifreiðaumboð, en þar var einungis saknað skiptimyntar. Farið var i Fiat-umboðið, brotizt inn í bíla- verkstæði að Smiðjuvegi 38 og þaðan m.a. stolið bifreið sem enn var ófundin. Loks var farið inn i Ás að Smiðjuvegi 22. Ókunnugt var enn um þýfi þar. Málin voru öll á frumstigi rannsóknar i morgun. -A.St.'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.