Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Um hitaveitutengingar —alttígrænumsjó Hafsteinn Blandon vélaverkfræðing- ur skrifar: Þegar undirritaður leit sem snöggv- ast inn á fyrirlestur um stjórnbúnað hitakerfa, sem haldinn var á nám- skeiði í húsakynnum Byggingaþjón- ustunnar í Reykjavík nýlega, var varpað á tjald mynd af tengingu hús- kerfis við hitaveitu undir stórletraðri fyrirsögn „Allt í grænum sjó”. Á myndinni var sýnd notkun þrýstiminnkara sem stjórntækis fyrir ofnakerfi með sjálfvirkum ofnlok- um. Taldi fyrirlesarinn, einn af sölu- mönnum Danfoss-umboðsins á ís- landi, að þrýstiminnkari væri alls- endis óhæfur til stýringar á slíkum kerfum og að „allt yrði í grænum sjó” í hitakerfinu ef ekki væri not- aður þrýstijafnari, sem er mun dýr- ara stjórntæki en þrýstiminnkarinn. Námskeiðið um stýringu hitakerfa hefur verið haldið víða um land und- anfarið og ofangreindar fullyrðingar þvi náð eyrum margra, sem sjá um tengingar á hitakerfum. Hef ég því tekið saman nokkra mola um þessi mál áhugamönnum til fróðleiks. Þegar sjálfvirkir ofnlokar eru not- aðir á hitakerfi er nauðsynlegt að mismunaþrýstingi yfir kerfið sé ætíð haldið innan hæfilegra marka. Þegar valin eru stjórntæki til þess að halda mismunaþrýstingnum hæfilegum er rétt að gera sér grein fyrir því, að hitakerfi tengd fjarvarmaveitum eru tvenns konar að gerð. Tvöfalt kerfi er það nefnt, þegar afrennslisvatnið frá hitakerfinu fer til blöndunar- eða kyndistöðvar. í slíku kerfi geta orðið sveiflur bæði á inn- taksþrýstingi og bakþrýstingi kerfis- ins og því nauðsynlegt að nota þrýsti- jafnaratilstýringar. Einfalt kerfi er það hins vegar nefnt, þegar afrennslisvatnið frá hita- Bréfritari fjallar um tengingu húskerfa við hitaveitu. DB-mynd Einar Ólason. kerfinu er Iátið renna í skolplögn. Slík kerft eru mjög algeng hérlendis á stöðum sem njóta jarðvarmaveitu. Venja er að setja svokallaðan slaufu- loka á afrennsli einfalds kerfts til að halda uppi bakþrýstingi. Með því að nota þrýstiminnkara með innbyggðri þrýstijöfnun, sem vinnur óháð sveifl- um á inntaksþrýstingi, er auðvelt að halda mismunaþrýstingi innan hæfi- legra marka í slíku kerfi. Miklum fjármunum er varið ár hvert í uppbyggingu fjarvarmaveitna. Full ástæða er til að hvetja húseig- endur og aðra sem fyrirhuga tenging- ar við hitaveitu að kynna sér vel hvers eðlis hitakerfið er svo velja megi hag- kvæmustu stjórntæki i hverju tilfelli. Hvað um þá sem eru ennþá verr settir? Öryrki hringdi. Árlega veitir ríkið hóp öryrkja eftirgjöf á aðflutningsgjöldum af bif- reiðum og er það vel. En eins og gefur að skilja geta þeir einir nýtt sér þetta sem hafa sæmilega heilsu og nokkuð góð fjárráð. Stór hópur öryrkja getur ekki nýtt sér þennan styrk, sem ríkið á vissu- lega þakkir skildar fyrir að veita okkur öryrkjum. Margir eru ekki í það líkamlega góðu ástandi að þeir geti stjórnað bíl fyrir utan alla hina sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa og reka bíl. Við sem svona er komið fyrir þurfum eftir sem áður að komast leiðar okkar, en þá þurfum við að kaupa undir okkur dýra leigubíla. AHir sjá að það er tekjulausum ör- tollum er góðra gjalda verð en hvað yrkjum um megn. Þessi eftirgjöf á um þá sem eru ennþá verr settir? Spurning dagsins Ertu búin(n) að gera skatt- skýrsluna og skrifarðu undir með góðri samvizku? Pélur Olgeirsson fulltrúi: Ég fékk frest, en ég ætla að gera hana fljótlega og skrifa undir með góðri samvizku. Jóhanna Óskarsdóttir sjúkraþjálfart: Já, ég skrifaði undir með góðri samvizku. Marfa Hallbjörnsdóttir skrifstofu- maður: Já, auðvitað skrifa ég undir með góðri samvizku. Þessi bill hefur verið notaður til að hjálpa fötluöum til að komast milli staða, e.t.v. þarf fleiri slíka. Raddir lesenda Við teljum að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. 244DL, ÁRG. '81, beinsk., óskráður, kr. 125.000 245GL, ÁRG. '80, beinsk., ekinn 15000, kr. 115.000 245GL, ÁRG. '79, sjálfsk., ekinn 36000, kr. 105.000 244GL, ÁRG. '79, beinsk., ekinn 16000, kr. 95.000 244DL, ÁRG. '78, beinsk., ekinn 35000, kr. 80.000 244DL, ÁRG. '77, beinsk., ekinn 66000, kr. 75.000 144DL, ÁRG. '74, beinsk., ekinn 150000, kr. 43.000 DAIHATSU CHARADE, ÁRG. '80, 5 dyra, ekinn 10000, kr. 60.000 VOLVO jw VEUIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Magnús Jósefsson, starfrækir vinnu- vélaleigu. Nei, ég er ekki búinn aðgera skattskýrsluna. Ég hef lengri frest þar sem ég er með smáatvinnurekstur. Þröstur Guðmundsson kerfis- fræðingur: Já, ég er búinn að gera skattskýrsluna og skrifa undir með góðri samvizku. 4 Kristrún Sigurðardóttir kennari: Já, ég er búin að gera skattskýrsluna. Auðvitað skrifaði ég undir með góðri samvizku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.