Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 12
H)AGBfcAÐlÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. MSMBIADIB frjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjöHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjénsson. Aöstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjórnar. Jóhannes Reykd^L íþróttir: Hallur Simonarson. Manning: Aðalstainn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjarrfcason, Atli Rúnar Halkförsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánscjóttir, Elin Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krjstján Már Unnarsson, Siguröur Sverrísson. Lfósmyndir: Bjamleifur Bjamlerfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Sigurður Þorri SigurÖsson og Svainn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríoHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. DreHingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hílmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Askríftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. Vetri en Sovétríkin Andstaða manna gegn Sovétríkjun- um byggist fyrst og fremst á heims- valdastefnu þeirra. Þau eru hættuleg, af því að þau vilja flytja vandamál sín til okkar. Útþensla er sérgrein Sovétríkj- anna og gerir þau ólík öllum öðrum ríkjum. Stjórnarfar í Sovétríkjunum er ekki verra en gengur og gerist í heiminum. Ríkisstjórnin setur menn á geð- veikrahæli eða í fangabúðir, en drepur þá ekki beinlín- is, svo sem siður er víða í þriðja heiminum, einkum í Suður-Ameríku. Stjórnarfar er miklu verra í ríkjum skjólstæðinga Bandaríkjanna og á eftir að verða verra. Þar vestra eru komnir til valda menn, sem eru þrúgaðir af hægri sinn- aðri karlmennsku, ,,machismo”, þeir Reagan og Haig. Valdataka þeirra hefur leitt miðaldamyrkur yfir Rómönsku Ameríku. Afturhaldsstjórnir eru því fegn- astar að vera lausar við mannréttindastefnu Carters og fagna eindregið því, sem kallað er raunsæisstefna Reagans. Hér í leiðurum hefur áður verið fjallað um stjórnar- far í ríkjum á borð við Mexíkó, Chile og El Salvador. Alls staðar er sagan hin sama, vel skipulögð hryðju- verk stjórnvalda gegn fátæku og bjargarlausu fólki. í þetta sinn skal tekið dæmi um „machismo” í sjald- nefndu ríki, Guatemala. Um karlmennsku stjórnvalda þar mun senn birtast skýrsla Amnesty International. Þar hefur mjög sigið á ógæfuhliðina, síðan CIA tók við völdum árið 1954. Ríkisstjórnin í Guatemala hefur drepið um 30.000 manns. Verkin eru skipulögð í forsetahöllinni sjálfri, undir stjórn Hector Montalban, yfirmanns hers og leyniþjónustu, hægri handar Romeo Lucas Garcia for- seta. Amnesty hefur skráð langa og dapurlega röð stað- reynda um geðsjúkan kvalalosta stjórnvalda í Guate- mala, sem starfa í skjóli leyniþjónustu Bandaríkjanna. Skráning þessi er svo nákvæm, að henni verður ekki mótmælt. Töfraorð stjórnar Guatemala gagnvart Bandaríkj- unum er „kommúnismi”. Hún segist vera að vernda þjóðina fyrir vondum kommúnistum. Það fellur í kram leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem telur ekkert böl verra en kommúnisma. Suður-amerísk illmenni hafa löngum leikið þann leik að þykjast vera að uppræta kommúnisma. Þar með fá þau sjálfvirkan stuðning CIA og bandarískra stjórn- valda til að ofsækja og mergsjúga bláfátækan almenn- ing heima fyrir. Á valdaskeiði Carters var reynt að vinda ofan af þessu spillta samstarfi, enda var hlegið að honum víðast hvar, nema hér í Dagblaðinu. En staðreyndin var þó sú, að Carter færði Bandaríkjunum siðræna reisn. Eitt fyrsta verk Reagans var að heimsækja einn glæpamanninn, forseta Mexíkó, og gefa honum riffil, tákn um sameiginlega karlmennsku eða „machismo” þeirra tveggja. í einu vetfangi eyðilagði hann uppbygg- ingu Carters. * Bandaríkin eru aftur komin í þá stöðu að vera stærsta böl Rómönsku Ameríku. Þau gegna þar svip- uðu hlutverki og Sovétríkin gegna gagnvart heiminum í heild. Þar eru þau tákn miskunnarleysis og kúgunar. í Suður-Ameríku halda Bandarikin uppi ríkisstjórn- um, sem í sjálfu sér eru margfalt verri en stjórn Sovét- ríkjanna. Eini kostur þeirra er sá, að þær stefna ekki að heimsyfirráðum eins og stjórn Sovétríkjanna. Einkunnasaman- burður Halldórs Guðjónssonar Á fundi í samstarfsnefnd mennta- skólastigs sem haldinn var skömmu fyrir síðustu jól afhenti kennslustjóri Háskóla Sslands, Halldór Guðjóns- son, nokkrar tölvuútskriftir er sýndu árangur 916 nemenda á fyrsta árs prófum við Háskóla fslands. Þorri þeirra kom úr 14 íslenskum skólum, en nokkrir komu frá erlendum skól- um. Ekki lágu fyrir upplýsingar um hvaðan 11 nemendur höfðu braut- skráðst og voru þeir settir saman í hóp undir heitinu „ótilgreindir”. Jafnframt flutti kennslustjórinn hógværa og kurteislega ræðu. í máli hans kom fram að frá fræðilegu sjón- armiði voru margvíslegir annmarkar á þeirri athugun sem hann kynnti. Allir fundarmenn virtust honum þakklátir, og ýmsir létu uppi þá skoðun að marktækar ályktanir mætti draga af verkinu er hann var að hefja er sams konar athugun hefði fram farið í nokkur ár. Skömmu síðar birtust i Morgun- blaðinu tvær af töflum þeim sem kennslustjórinn afhenti. Voru af þeim dregnar hvatvíslegar ályktanir. Blaðið birti jafnframt umsagnir for- stöðumanna nokkurra skóla. Bentu þeir á ýmsa annmarka á töflunum og skýringum blaðsins á þeim. Féll síðan umræðan niður um hríð að þvi und- anskildu að tímaritið Samúel tók töflurnar til umfjöllunar. Ekki veit ég til þess að nokkur hafi leiðrétt á prenti rangtúlkanir sem þar komu fram þótt vissulega væri ástæða til þess. En fyrir nokkrum dögum tók Morgunblaðið málið upp að nýju, og birti þá leiðrétta töflu frá Halldóri Guðjónssyni. Niðurstöður urðu nú talsvert aðrar en i desember. Kjallarinn JónBöðvarsson Nýja taflan ber með sér að kennslustjórinn hefur tekið tillit til réttmætrar gagnrýni sem þegar hefur birst, en gerir 4>eim aðilanna sem botnsæti skipa ókleift að stritast lengur við að sitja þegjandi. Vinnu- brögð kennslustjórans við gerð samanburðargagna, og ályktanir þær sem hann og Morgunblaðið draga af „leiðréttu töflunni” neyða mig til þess að ræða í 2—3 greinum um veilur sem einkum varða Fjölbrauta- skóla Suðurnesja sem ég telst veita forstöðu. Á fundinum sem á er drepið í upp- hafi þessarar greinar benti Halldór Guðjónsson mér og öðrum fundar- mönnum á ýmsa annmarka þess verks sem hann var að kynna, m a. þann að frá mörgum skólum væru nemendur of fáir til þess að niður- stöður væru marktækar. Hann drap á það sem flestir vita að fræðilegar niðurstöður er óheimilt að draga af könnunum sem þessum nema úrtak sé nægilega stórt. Að óreyndu hefði ég talið að Halldór gerði „leiðréttu” töfluna þannig úr garði að fram kæmu upplýsingar um nemenda- fjöldann sem könnun þessi nær til. Það er ekki gert. f töflunum er til- greindur fjöldi prófa 5325, en ekki tala próftaka, — 916 talsins, — sex sinnum færri en prófin. Próftakar skiptast þannig á skóla: Menntaskólinn við Hamrahlíð 166, Menntaskólinn í Reykjavík 149, Menntaskólinn við Sund 110, Menntaskólinn á Akureyri 97, Versl- unarskóli fslands 69, Flensborgar- skóli 43, Menntaskólinn í Kópavogi 39, Menntaskólinn á Laugarvatni 38_ Menntaskólinn við Tjörnina (nú MS) 31, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 25, Kennaraskóli fslands 25, Mennta- skólinn á fsafirði 20, Fjölbrautaskóli Suðurnesja 14, Samvinnuskólinn 10, Tækniskólinn 6. Nemendurnir 14 úr Fjölbrauta- skóla Suðurnesja skiptust þannig á deildir Háskólans: í lagadeild 1, læknadeild 1, tannlæknadeild 1, við- skiptafræðadeild 1, félagsfræðadeild 3, verkfræðadeild 3 og heimspeki- deild 4. í töflu sem Morgunblaðið birti mátti lesa að nemendurnir tveir Vi Þaðerleitttil þessaðvita Fyrir nokkuð löngu las ég grein eftir einn af ritfærustu mönnum þessa lands um Háskólann. Það sem kom mér á óvart, var að höfundur vitnaði þar til Háskólans sem „Mela- klepps”. Það er bezt að segja hverja sögu eins og hún er. Ég var sárgramur þessum flokksbróður mínum fyrir þessa tilvitnun. Ég skildi hana ekki. Ég hef alltaf litið á Háskólann sem musteri vísinda og þekkingar. Mér hefur alltaf fundizt Háskólinn óðal vizkunnar og talið að innan veggja hans væri að finna allt það æðsta og bezta sem samtíðinni er auðið að hugsa. Mér var þess vegna ókleift að átta mig á hvað væri verið að fara með nafngiftinni „Melakleppur”. Það var ekki fyrr en ég fór að lesa Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson greinar prófessors nokkurs, Jónasar Elíassonar, að það rann upp fyrir mér hvað fyrir greinarhöfundi vakti. Hafi fyrstu greinar próefssorsins gert mönnum grein fyrir nauðsyn þess að rannsaka orsakir orkuskorts- ins, þá hafa seinni greinar hans ekki síður vakið menn til umhugsunar um stöðu Háskólans. Þessar greinar eru ritaðar af prófessor við Háskólann. Menn mega ekki láta sér sjást yfir þá staðreynd málsins. Þetta er grafalvar- legt mál. Óneitanlega læðist að manni ónotalegur grunur. Skyldu þeir vera fleiri eins og þessi Jónas, þarna uppi á Melum? Ja, þaðernú það. Óðal mannvitsins Ég held að flestir íslendingar liti upp til Háskólans.. Menn telja al-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.