Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Veðrið Spáð er suðaustanátt um sunnan- og austanvert landið. A Vesturiandi verður norðaustanátt en ál á Suður- og Vosturlandi og slydda á Suöausturiandi og Austfjörðum. Klukkan 6 voru suðaustan 4, haglál og -2 stig I ReykjavBt, suðaustan 6, slydda og -1 stig á Gufuskálum, norðaustan 2, ál og -2 stig á Galtar- vita, suðaustan 2, láttskýjað og 0 stig á Akureyri, suðaustan 3, skýjað og 2 stig á Raufarhöfn, suðaustan 6, slydda og 1 stig á Dalatanga, suðaustan 2, súld og 2 stig á Höfn, og suðauutan 7, úrkoma og 0 stig á Stórhöfða. ( Þórshöfn var skýjað og 7 stig, snjókoma og -1 stig I Kaup- mannahöfn, snjókoma og -6 stig I Osló, þoka og -1 stig I Stokkhólmi, skýjað og -1 stig f London, snjókoma og -2 stig íHamborg, skýjað og -1 stig ( Parfs, láttskýjað og -2 stig ( MadHd, heiðskirt og 6 stig ( Lissabon og rigning og 8 stig (New York. Andlát Sveinn Anlon Stefánsson sem lézt 12. febrúar sl fæddist 16. júlí 1932. For- eldrar hans voru Stefáji Sveinsson -og Ólöf Sigfúsdóttir. Sveinn fór ungur til sjós, m.a. var hann á bátum hjá Frigg- bræðrum í Vestmannaeyjum, Ármanni Friðrikssyni, Kolbeini Sigurðssyni og Guðmundi Sigurðssyni. Árið 1%7 keypti Sveinn ásamt bróður sínum bát og gerðu þeir út saman í nokkur ár en síðar var Sveinn einn um útgerðina og endurnýjaði þá bát sinn reglulega. Árið 1953 kvæntist Sveinn Þórdisi Gísladóttur og áttu þau 7 börn. Sigríður Guðmundsdóttir, Ránargötu 22, lézt í Borgarspítalanum 22. febrúar sl. Einar Dagbjartsson, Ásgarði Grinda- vík, lézt 21. febrúar sl. Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, Sólheim- um 26, lézt 21. febrúar sl. Kristján C. Jónsson lézt að Hrafnistu 22. febrúar sl. Arnbjörg Stefánsdóttir lézt á öldunar- deild Landspítalans 22. febrúar sl. Ingólfur S. Ragnarsson yfirvélstjóri, Hlíðarvegi 18 Kópavogi, lézt 17. febrúar sl. Pálína Sigurðardóttir, Garðaflöt 1 Garðabæ, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 25. feb. kl. 13.30. Guðmundur Ragnarsson, Espigerði 4, lézt í Landakotsspítala laugardaginn .21. febrúarsl. Aðalsteinn Óskar Guðmundsson raf- virkjameistari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 24. febrúar kl. 16.30. Reynir Snjólfsson, Njarðargötu 37, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 25. febrúar kl. 10.30. Krislófer Kristófersson, Leifsgötu 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Guðlaugar J. Sveinsdóttur frá Hvilft verður minnzt frá Dómkirkjunni á morgun, 25. febrúar kl. 15. Margrét Ketilsdóttir, Mávahlíð 45, sem lézt 15. febrúar sl. verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. febrúarkl. 15. Leikmynda- óg búninga- teikningar til sýnis í Torfunni Nú stendur yfir í veitingahúsinu Torfunni við Lækjar götu sýning á leikmynda- og búnignateikningum eftir Messiönu Tómasdóttur. Þetta eru teikningar úr Oliver Twist sem nú er verið að sýna I Þjóðleikhúsinu og Sál- inni hans Jóns mins sem Leikbrúðuland sýnir um þcss- ar mundir á Frikirkjuvegi II. 1 veitingasalnum uppi eru svo teikningar úr öskubusku sem var sýnd í Þjóð leikhúsinu veturinn 1978. Torfan er opin frá kl. 10.00—23.30 daglega. Félagslíf eldri borgara í Reykjavík Furugerði 1, þriðjudagar iþar til i júnli Kl. I3:0pið hús, spilað, teflt, lesið. — Leðurvinna. skermagerð. — Leirkerasmíði. — Fótaaðgerðir, pant anir í sima 10309. Kl. 15: Kaffiveitingar. Norðurbrún 1, þriðjudaganþaniiíjúnii Kl. 10: Hársnyrting, pantanir i síma 86960 kl. 14 til 16. Kl. 13: Fjplbreytt handavinna. — Smeltivinna. — Teiknun, málun, mynzturgerð. Smiðaföndur, út skurðuro.fl. Kl. 14: Létt leikfimi. — Enskukennsla. Kl. 15: Kaffiveitingar. Langahlið 3, þriðjudagar iþar til l júnít Kl. 13: Létt leikfimi. Félagslíf eldri borgara i Reykjavík Dagskráin þar til i júní hefur nú verið ákveðin. Á mánudögum verður dagskráin í Lönguhlið 3 scm hér segir: Kl. 13 Spilaðog tcflt. Kl. 13 Fjölbreytt handavinna og sala á föndurcfni. Kl. 13 Fótaaðgerðir, panlanir í sima 34505 cftir há degi á þriðjudögum. Kl. 15 Kaffiveitingar. Mánudagsdagskrá fyrir Norðurbrún I þar til i júní verðursem hérsegir: Kl. 13 Fjölbreytt handavinna og sala á föndurefni. Kl. 13 Smiðaföndur, útskurðuro.fl. Kl. 13 Lcirmunagcrð. Kl. 13 Fótaaðgcrð, pantanir i sima 36238 kl. 10— 12, mánudaga og fimmtudaga. Kl. 14, Enskukennsla. Kl. 15 Kaffiveitingar. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykajvík verður með mjólkurvörukynningu í Drangey. Siðu múla 35, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Félags konur, fjölmcnnið og takið með ykkur gesti. Afturganga einræðisherra Voveiflegasta frétt gærkvöldsins var auðvitað taka spænska þinghúss- ins. Þar voru að verki spænskir þjóð- varðliðar undir forystu einhvers Ant- onio Tejero ofursta. Ástandið á Spáni hefur farið hríðversnandi að undanförnu, ýmislegt hefur verið að breytast þar sem gömlu fasistarnir hafa átt erfitt með að sætta sig við. Nú síðast varð lögreglan að þola það að morð hennar á aðskilnaðarsinna úr Baskahéruðum væri afhjúpað. Ekki er gott að segja hver þróunin verður í þinghúsinu en öruggt má telja að sem tilraun til valdaráns hefur þessi aðgerð mistekizt. Eins og oft áður, þegar óvæntir atburðir eiga sér stað, kom í ljós máttleysi fjöl- miðlanna tveggja, útvarps og sjón- varps. Einungis var sagt frá því að at- burðurinn hafði átt sér stað, og ekk- ert meir. Má ætla að þegar svona at- burðir eiga sér stað mætti fjalla svo- lítið nánar um þá. Annað sem vakti athygli mína í fréttatíma sjónvarps voru fréttir af heimsreisu Jóhannesar Páls páfa 2. Þarna er greinilega á ferðinni maður sem ekki lætur segja sér fyrir verk- um. Eftir fréttir voru tékknesku kanín- urnar Sponni og Sparði á dagskrá. Þrátt fyrir að í þessum þætti sé ekki eins mikið um eltingaleiki og bar- smíðar og hjá Tomma og Jenna þá held ég að krakkar hafi nokkuð gaman af þessum þáttum. Þar kemur sennilega til bæði skemmtilegar fígúrur og leikinn lestur Guðna Kol- beinssonar. fþróttir Jóns B. Stefánssonar voru fjölbreyttar að vanda eins og þessi mánudagsþáttur þeirra félaga er oft- ast nær. Jón B. var með svipmyndir frá glímu, badminton, handbolta og listdansi áskautum. Siðast á dagskrá sjónvarps var sænska sjónvarpsleikritið Hýenunni stekkur ekki bros. Þetta var nokkuð trúverðug mynd hjá Svíunum og þörf áminningokkursemeigum því láni að fagna að geta um frjáls höfuð strokið hér norður á enda veraldar. Fyrir þá sem horfðu á myndina hlýtur sjónvarpsdagskrá gærkvölds- ins að hafa einkennzt af draugum. Fyrst i fréttum frá Spáni þar sem draugur Frankós fyrrum einræðis- herra svífur greinilega enn yfir vötn- unum og síðan í sjónvarpsleikritinu þar sem barizt var örvæntingarfullri baráttu við draug Pinochets einræð- isherra í Chile. r™~.............^ Stjórnméfafundir Bílasýning í Ameríku Correna Famh og V AN tuitflaður > minniugu É BátablaSur - Gufuvagnar l.ídl kenn.<du$tund utn rafkeríí bílsms Allt sem þarf mótor í Mótorsport 2. árgangur er hafinn hjá Mótorsportblaðinu og kennir har margra grasa að vcnju. Bæði s[X)rtbála áhugafólk og vélsleðamenn finna citthvað við sitt liæfi auk bílaáhugamanna sem beint eða óbeint tengjast bifreiðaíþróttaklúbbum. I blaðinu að þcssu sinni eru myndir frá bílasýningu i Amcriku. viðtöl ,við Guttorm Guðmundsson scm ferðazt hefur mikið þar veslra og Hálfdán Jónsson for mann Kvartmiluklúbbsins. bátablaður cftir „Gáska” saga gufuvagna. erlendar fréttir, ísakstur. saman- burður vélsleðatcgunda. rcynsluakstur Lanccr 1600 og Suzuki LJ 80V. kennslustund um rafkerfi bilsins og margt annað skemmtilegt efni. Blaðið fæst á blaðsölu stöðum um land allt og kostar kr. 20 í lausasölu cn kr. 18 fáskrift. Næsta tölublað kcmur siðan út 20. marz. Sjálf virkt val til Stóra-Bretlands Laugardaginn 21. febrúar 1981 var sjálfvirkt val sim- tala til Stóra Bretlands tekið i notkun. Gjald fyrir sjálf- virk símtöl verður kr. 9,80 á min. en gjald fyrir simtöl með aðstoð talsambandsins við útlönd (09) cr kr. 12.50 á min. miðað við núverandi gengi SDR. Þá skal og á það bcnt að notendur sjálfvirka síma kerfisins á 92-svæðinu geta nú einnig hringl beint til útlanda. Kúluhús við Kröflu Nýlega var reist kúluhús úr trefjaplasti yfir borholu nr. 12 við Kröfluvirkjun. Þelta er fyrsta islenzka verk smiðjuframleidda húsið af þessari gerð húsa sem hafa rutt sér mjög til rúms erlendis hin siðari ár. — Hafin verður framleiðsla á glærum gróðurhúsum fyrir heimagarða úr sama efni á komandi vori. Framlciö andi: Fossplast hf. Selfossi. Hönnuður: Einar Þor steinn Ásgeirsson. Arkitektar Kröfluvirkjunar: Man- freð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Ný bók: Skólastofan eftir Ingvar Sigurgeirsson Út er komin bókin Skólastofan. Umhverfi til náms og þroska. Höfundur er Ingvar Sigurgeirsson námsstjóri. Bókin hefur undirritilinn Handbók fyrir kennara og kennaranema og er hin sjötta i Ritröð Kennarahá skóla Islands og Iðunnar. I bókinni eru reifaðar gamlar og nýjar hugmyndir um skólastarf og bent á leiðir til að gera kennslu að skapandi starfi. Er þar tekið mið af kennslufræðileg- um hugmyndum sem rutt hafa sér til rúms á siðustu árum og cru kcnndar við opna skólann. Höfundur bókarinnar mælir þó ekki með að slikt fyrirkomulag verði notað einvörðungu, heldur telur að rétt sé að milliveg opins skóla og hefðbundinnar kennslu. „Þcssir kennsluhættir eru oft kenndir við opna skólastofu,” segir hann í formála. Síðan segir: „I opinni skólastofu er reynt að nýta þá kosti opna skólans aðskapa nemendum fjölbreytt viðfangsefni og umhverfi er gefa þeim kost á nokkru verkefnavali og tækifæri til að taka virkan þátt i aðskipuleggja námið. Jafnframt er haldið í það form hefðbundna skólans að hvcr ncmandi hefur ákveðinn kennara. tilheyrir ákveðnum ncmendahópi og hefur ákveðna skólastofu. — Með þessum hugmyndum er reynt að skapa sveigj anlegt skólaform sem unnt er að breyta, bæta og þróa cftir því sem aðstæður leyfa og reynslan kennit;^ Bókin Skólastofan grcinist í fjóra aðalkafla scm skiptast svo hver um sig i allmarga undirkafla. Margar myndir og uppdrættir til skýringar cru í bókinni. enn fremur ábendingar um námsgögn. atriðisorðaskrá og heimildaskrá. Bókin cr 128 blaðsiður. Prentrún prcnt- - aði. Bókmenntakynning hjá BSRB Bókmcnntakynning verður hjá BSRB i kvöld. þriðjud. 24. feb., kl. 20.30 að Grettisgötu 89. Indriði G. Þor steinsson heimsækir þá opinbera starfsmenn og svarar fyrirspurnum eftir að Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri hefur talað um skáldið og Baldvin Halldórsson leikari lcsið úr verkum Indriða. Opinberir starfsmenn og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. , Aðalfundir Kvenfélag Breiðholts heldur aðalfund sinn i anddyri Breiðholtsskóla miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Ennfremur verður kynningá sildarréttum. Allir velkomnir. Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30 stundvíslega að Hótel Heklu. Rauðarárstig 18. Kristján Sæmundsson. jarðfræðingur kynnir í máli og myndum: Jarðfræði Kröflusvæðisins og Kröflu- elda. Myndagetraun: Grétar Eiriksson. Allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Veitingar í hléi. AA-samtökin 1 dag, þriðjudag, verða fundir á vegum AA-samlak anna sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12 og 21. Tjarnargata 5b kl. 14 og 21. Neskirkja kl. 21, Akra nes. Suðurgata 102 (s. 93-2540). kl. 21. Akureyri. Geislagata 39 (96-22373). kl. 21. Keflavík. Klappar stígur 7 (s. 92-1800), kl. 21. ísafjörður. Gúttó uppi. kl. 20.30, Siglufjörður. Suðurgata 10. kl. 21, Keflavikur fiugvöllur (Svavar) kl. 11.30, Dalvik kl. 21. í hádeginu á morgun. miðvikudag. verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 5b (opinn) kl. 12 og 14. Kvenfélag Hreyfils Fundur verður i Hreyfilshúsinu í kvöld. þriðjudaginn 24. febrúar. kl. 21. Sýnikennsla á smurðu brauði. Hreyfilskonur. fjölmennið og takið með ykkur gcsti. ökukennarar Munið fundinn með Óla H. Þórðarsyni i kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í Domus Medica. ísfirðingar — sjálfstæðismenn Bæjarfulltrúarnir Guðmundur Ingólfsson og Óli M. Lúðvíksson ræða fjárhagsáætlun bæjarsjóðs i kvöld. þriðjudag 24. feb.. kl. 20 i Sjálfstæðishúsinu uppi. Sjálfstæðismenn. komið og ræðið fjárhagsáætlun- .na og bæjarmálin. Fjölmennið. Aðalfundur Framsóknar- félags Njarðvíkur Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn i Framsóknarhúsinu í Kefiavik í kvöld kl. 20. Gestur fundarins verður Jóhann Einvarðsson alþm. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. FUF-félagar Kópavogi Framhaldsaðalfundur verður haldinn i kvöld. þriðjudag 24. febr.. kl. 8.30. Mætum öll. Kvikmyndin Lilja sýnd 4 sinnum i finnska sjónvarpinu tslenzka kvikmyndin Lilja. sem byggð er á samnefndri smásögu Halldórs Laxness, verður sýnd 4 sinnum i finnska sjónvarpinu á næstunni. Ástæðan fyrir þess- um sýningafjölda er m.a. sú að komin er út bók í Finn- landi sem ætluð er til kennslu og ber nafnið Pohjois- masisa Kertojia en í bókinni eru eingöngu smásögur sem hafa verið kvikmyndaðar. Smásagan Lilja er birt i heild i bókinni og síðan er gerður ítarlegur saman- burður á kvikmyndinni og sögunni. t bókinni er kvik myndin Lilja talin gott dæmi um hvernig hægt sé að kvikmynda smásögu þannig að myndin lifi sjálfstæðu lifi sem kvikmynd án þess að hallað sé á söguna. Bókinni hefur verið dreift i menntaskólum og eru nemendur hvattir til að lesa söguna áður en myndin verður sýnd. Lilja er eitt þeirra verkefna sem tekið verður fyrir bæði i bókmenntakennslu og fjölmiðla- fræði i finnskum menntaskólum í vetur. Höfundur bókarinnar Phjoismaisia Kertojia er Reijo Rae. Leik- stjóri Lilju er Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndatöku stjórnaði Snorri Þórisson og hljóðupptöku annaðist Jón Þór Hannesson. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 37 — 23. febrúar 1981. Ferðamanna- gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,480 6,498 7,148 1 Sterlingspund 14,684 14,724 16,196 1 Kanadadollar 5,422 5,437 6,981 1 Dönsk króna 0,9944 0,9972 1,0969 1 Norskkróna 1,2191 1,2255 U448 1 Sœnsk króna 1,4213 1,4252 1,5677 1 Finnsktmark 1,6032 1,6076 1,7684 1 Franskur franki 1,3177 1,3214 1,4535 1 Belg. franki 0,1899 0,1904 0,2094 1 Svissn. f ranki 3,4065 3,4160 3,7576 1 Hollenzk florina 2,8156 2,8234 3,1057 1 V.-Þýzktmark 3,0711 3,0796 3,3876 1 itölsk líra 0,00642 0,00644 0,00708 1 Austurr. Sch. 0,4346 0,4358 0,4794 1 Portug. Escudo 0,1156 0,1159 0,1275 1 Spánskurpaseti 0,0757 0,0760 0,0836 1 Japanskt yen 0,03122 0,03131 0,03444 1 írsktDund 11,364 11,396 12,536 SDR (sérstök dráttarróttindi) 8/1 7,9868 8,0091 * Breyting frá slóustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190. y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.