Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. 13 \ úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem nám stunduðu I laga- og læknadeild höfðu hærri einkunnir en nam meðaltali úr nokkrum öðrum skóla. f þvi dæmi er ljóst að nemendafæð er slfk að engar ályktanir má af því draga. Flestir munu sjá að liku gegnir um aðrar deildir. En lítum á fleiri veilur í upplýsingamiðlun Halldórs. Hann greinir frá að nemendurnir 14 hafi þreytt 101 próf. Meðaleinkunn var i fyrstu sögð 5,56, en „leiðrétta meðaleinkunnin” er 5,44. En ekki þykir ástæða til þess að greina frá að nemendurnir stóðust 80 próf, en féllu i 21 prófí. Ekki held ég að birst hafi tafla Halldórs er sýnir hvernig nem- endur skólanna standa sig eftir deild- um, en ekki er hún ómerkari en hin- ar. Hún sýnir að nemendur FS sem koma úr deildum þar sem bækur eru einu kennslutækin standa sig vel, en nemendur úr eðlisfræða- og náttúru- fræðadeild illa. Ég tel mig knúinn til þess að skýra hvernig á þeim mun stendur. Hingað til hefur skólinn ekki fengið fjármagn til þess að kaupa kennslutæki í eðlisfræði, efna- fræði og liffræði. Sökum skorts á verklegri þjálfun stóðu nemendur frá FS þvi illa að vigi er þeir hófu nám f verkfræði- og raunvisindadeild. Þar Linkunmr oe tioldi nemenda eftir deildum í tramhaldsskolum FB eink. fiöldi FF eink. fiöldi FS . eink. fiöldi Kl eink. fiöldi MA eink. fiöldi j MH Ieink. ‘fiöldi MÍ eink. fiöldi MK éink. fiöldi ML eink. fiöldi MR eink. fiöldi MS eink. fiöldi MT eink. fiöldi n ;ink. fiöld: Heilbrigöis 5.14 V t j xEölisfræöi 5.58 19 5.72 78 4.60 20 6.47 129 5.67 127 5.53 52 5.97 147 5.52 85 5.84 174 5.46 154 7.22 16 Félagsfræöi 6.07 30 5.69 40 6.57 35 6.21 73 6.53 243 6.24. 39 6.56 77 6.47 16 ! Hagfræöi • i : 6.39 1 79 i 6.43 306 Fornmál - 6.98 21 1 6.98 148 j Nýmál 6.64 29 6.71 14 6.59 51 6.99 137 6.55 74 . , 7.40 5 7.09 100 6.92 167 7.29 63 7.02 48 6.22 80 Náttúruíræöi 5.98 26 6.36 - 112 • 5.00 21 4.50 2 6.64 247 6.27 474 5.91 56 5.85 115 6.24 66 6.16 220 6.47 . 208 5.82 68 Stæröfræöi 7.67 3 7.71 24 • 4 .£0 5 3.40 10 5.93 22 6.29 116 6.24 ■ 126 7.12 13 Uppeldis 7.17 6 Viöskipti 4.13 64 5.23 24- f t er meðaleinkunn skólans lægst og fallprófin flest (8). Athugi menn töfl- una verður augljóst að hér er komin viðhlítandi en nöturleg skýring á þvi hvers vegna meðaleinkunn Fjöl- brautaskóla Suðurnesja er lægri en menntaskólanna. Svo virðist sem Halldór Guðjóns- son hafi haft grun um að fram kæmu skýringar sem hér hafa verið raktar. Hann segir í Morgunblaðinu 15. febrúar sl. ,,. . . menn ættu að vara sig á því, að upplýsingar sem þessar mega aldrei vera það nákvæmar eða þannig sundurgreindar að hægt sé að lesa út úr þeim árangur einstakra nemenda.” Þessi ummæli mun ég taka til umfjöllunar i næstu grein A „Aö óreyndu heföi ég talið að Halldór geröi „leiðréttu töfluna”. þannig úr garöi, að fram kæmu upplýsingar um nemenda- fjöldann sem könnun þessi nær til. Það er ekki gert. í töflunum er tilgreindur fjöldi prófa, §325, en ekki tala próftaka... ” <—....—........m „Hvatvislegar ályktanir” hafa verið dregnar af töflum um árangur nemenda á fyrsta árs prófum við Há- skóla íslands, segir greinarhöfundur. með hliðsjón af frammistöðu Hall- dórs í þessu máli í heild. í greinarkorni þessu hefur aðeins verið fjallað um eina „veilu” i töfl- um Halldórs og skýringarummælum hans. Jón Böðvarsson, skólameistarí, Keflavik. mennt að prófessorar séu menn sem búi yfir mikiili þekkingu hver á sínu sviði og nálgist viðfangsefni sin með svipuðum huga og Ari fróði forðum ,,að hafa skuli það er sannara reynist”. Þeir sem í Háskóla starfa þurfa að vera til leiðsögu fallnir bæði innan skólans og utan. Auðvitað eru ekki allir prófessorar könnuðir að eðlisfari, þess er ekki hægt að krefjast. Almennt hygg ég, að prófessorar vandi vísindaaðferðir sínar, rannsóknin sé þeim mikils virði og hin raunsanna niðurstaða ofar öllu. Með slíku hugarfari var forðum sagt: „Ég vildi fremur uppgötva einn sannleika en verða konungur' Persa.” En hvernig skyldi nú prófessor Jónas falla inn í þessa lýsingu. Ja, það er von menn hrökkvi við. Hvernig sem á því stendur þá fer ekki mikið fyrir þessum eiginleikum í skrifum hans. í greinunum þeysir prófessorinn á heilaspuna sinum eins og ótemju um ímyndaðan raunveruleika og lætur sig éngu skipta jafn ómerkilega hluti og heilbrigða skynsemi og rökrétta hugsun. Auðvitað er fráleitt að meta ástandið í Háskólanum af skrifum eins manns. Þess eru þó of mörg dæmi að „finni þeir laufblað fölnað eitt, þá fordæmi þeir skóginn”. Ég veit ekki hvort neinn þorir að hugsa þá hugsun til enda, hvort svo sé komið, að prófessor Jónas geti verið samnefnari fyrir kennaralið Háskólans. Margur hyggur mig sig Um eitt erum við prófessor Jónas sammála. Þessi ritdeila okkar er ekki merkilegt framlag til orkumála. Ég ætla heldur ekki að ræða þau mál efnislega. Ég sé ekki tilgang með þvi. Við komumst einfaldlega ekki í takt. Mér finnst prófessorinn í skrifum sínum um orkumál minna á mann, sem reynir að færa sér tónverk i nyt, án þess að hafa söngeyra. Ég er lika sannfærður um að mörgum þeim, sem þekkingu hafa á orkumálum er beinlínis raun af þessum skrifum hans. Hitt þykir mér öllu merkilegra, að í síðustu grein sinni í Visi gerir prófessorinn mér upp orð og at- hafnir, svipað og skáldsagnahöfund- ur. Af þessum hlakkandi bollalegg- ingum sínum dregur prófessorinn siðan í meira lagi undarlegar niður- stöður og lendir því með allt málið í algjörri vegleysu út i bláinn. Man ég í svipinn engin dæmi slikrar fræðimennsku. Á þetta einkum við er hann túlkar orð mín sem hótanir og þær ræður sem hann lætur sér detta í hug að ég kynni að halda á Alþingi. Þarna lifir prófessorinn í sinum eigin hugarheimi og sannast þá mál- tækið að margur hyggur mig sig. Ennþá merkilegra þykir mér þö þegar prófessorinn telur rannsókn á orkuskortinum nú vera aðför að Landsvirkjun. Sjálfur krefst prófess- orinn þess að kostnaður vegna orku- skortsins lendi ekki á þeim sem engan þátt eiga í honum. Auðvitað er ekki unnt að verða við þessari kröfu prófessorsins, nema rannsaka hvernig þessi orkuskortur er til kominn. Sé það aðför að Landsvirkj- un, þá hefur prófessorinn hafið hana sjálfur. Við Landsvirkjunarmenn vil ég aðeins segja þetta: „Þeir.sem eiga vini á borð við prófessor Jónas, þeir þurfaekkióvini.” En það verður að una prófessorn- um sannmælis. Sumt af því sem hann segir er rétt. Til dæmis að bora hefði átt meira og kanna gufuöflun við Kröflu áður en stöðvarhús var byggt. En jtetta eru menn löngu sammála um, Jónas. Hér er prófessorinn aðeins að segja gamlan sannleika með nýjum áhuga. Slíkir menn geta verið þjóðfélaginu gagnlegir. Hinn gamli sannleikur má þó ekki heltaka svo hugann að menn standi eins og nátttröll í nútimanum. Tvœr áskoranir í þessum umræðum öllum um orkuskortinn hefi ég sem alþingis- maður fengið tvær áskoranir. önnur var frá prófessor Jónasi, hin um hann. Prófessorinn skoraði á mig að sjá til þess að kostnaðúrinn vegna orkuskortsins lenti ekki á hinum „réttlátu”. Iðnaðarráðuneytið hefur nú þegar falið orkumálastjóra að rannsaka orsakir orkuskortsins, en sú rannsókn er nauðsynleg til þess að uppfylla megi ósk prófessorsins. Hin áskorunin var frá tækni- fræðingi á Egilsstöðum, en hann skoraði á mig að sjá til þess að prófessor Jónas yrði settur áeftirlaun hið fyrsta. Mér skildist helzt, til þess að hann stórskaðaði ekki þjóðfélag- ið. Ég held að þetta sé ofhól um prófessor Jónas. Svona áhrifamikill er hann nú ekki! Af grein tæknifræðingsins mátti ráða að hann teldi lekann i Sigöldu- lóni vera prófessor Jónasi að kenna. Ég hefi aldrei áður heyrt þessu haldið fram. Hitt er annað, að sumir telja að ráðgjöf hans í lekavandamálinu hafi komið að litlu haldi. Ég skal ekki leggja neinn dóm á það. En milli þessara tveggja atriða verða menn auðvitað að greina. Það er munur á því, hvort lekinn er prófessornum beinlínis að kenna eða hvort prófessorinn hefur ekki komið að neinu gagni við lausn vandans. Kannski lýsir þessi áskorun tækni- fræðingsins bezt hversu mjög skrif prófessorsins renna tæknimennt- uðum mönnum til rifja. Á vizkunnar helga fjalli Ég held að ég hefði aldrei minnzt á prófessor Jónas i skrifum mínum um orkumál, ef mig hefði órað fyrir eftirleiknum. Eiginlega þykir mér þetta leiðin- legast Háskólans vegna. Er það hugsanlegt að hin „nýja stétt” orð- háka og giamrara hafi setzt að á „vizkunnar helga fjalli”? Ég vona það innilega að orðið „Melakleppur” sé aðeins grínorð í munni gamansamra greinarhöfunda. En við skulum ekki loka augunum fyrir þvi, að svona skrif eins og prófessor Jónasar leiða huga manna að stöðu og orðstír Háskólans. öll verðum við að sameinast i því, að Háskólinn haldi virðingu sinni og reisn. Ég sé engan tilgang í því að halda uppi frekari deilum við prófessor Jónas í blöðum. Það væri bara til að skemmta skrattanum. Ég taldi mig þó nauðbeygðan að skrifa þessa grein til þess að benda á stöðu Háskó' ns i tengslum við þessi skrif. . Ég held 5 verðum að fara að skoða það m.il. Það er sá kjarni, sem kristailast út við athugun á greinum prófessorsins. Orkumálin hverfa þar í skuggann þó alvarleg séu. Ég gat bara ekki orða bundizt. Stendur ekki einhver staðar: „Ef þessir þegðu, myndu steinarnir tala”? Guömundur G. Þórarinsson alþingismaður ^ „Við Landsvirkjunarmenn vil ég aðeins segja þetta: „Þeir, sem eiga vini á borð við prófessor Jónas, þeir þurfa ekki óvini.” ^ „Iðnaðarráðuneytið hefur nú þegar falið orkumálastjóra að rannsaka orsakir orkuskortsins, en sú rannsókn er nauðsynleg, til þess að uppfylla megi ósk prófessorsins.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.