Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Útvarp 27 Sjónvarp Mikill fögnuður brauzt út i löndum bandamanna þegar fréttist um uppgjöf þýzka hersins. STYRJÖLDIN Á AUSTURVÍGSTÖDVUNUM - sjónvarp kl. 20,40: Fall þriðja ríkis- ins í lokaþættinum Þriðji og síðasti þátturinn um styrjöldina á austurvígstöðvunum verður sýndur í kvöld. í lokaþættinum verður fylgzt með hruni þriðja ríkisins og endar myndin á falli Berlínar. Þýzki herinn fór halloka fyrir hinum sovézka en Sovétmenn gátu teflt fram óþreyttu liði. Skæruliðasveitir fóru að láta æ meir til sín taka eftir þvi sem þýzka vigvélin veiktist. Sókn Þjóðverja stöðvaðist og þeir héldu á flótta. Sovétmenn ráku flóttann. Á sama tíma voru Bretar og Banda- ríkjamenn að undirbúa innrás í Frakkland og þar var stór hluti þýzka hersins bundinn. Það var orðið tíma- spursmál hvenær Berlin félli. Uppistaða þýzka hersins þar voru ungir drengir og aldraðir menn. Gylfi Pálsson er þýðandi mynda- flokksins og er hann einnig þulur. -KMU. ÓVÆNT ENDALOK—sjónvarp kl. 21,35: Konan síkveinandi yfir lystarieysi bamsins —bóndanum leiöist þetta væl og hann ákveður að grípa til sinnaraða KRISTJÁN MÁR UNNARSSON Drottningarhunang nefnist þáttur i myndaflokknum Óvænt endalok sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Segir þar af hjónum, býflugnabónda og ungri konu hans. Þau eiga korna- barn sem þrífst heldur illa, það fussar við næringu og veldur hinni ungu móður miklum áhyggjum. Býflugnabóndinn er mjög at- orkusamur. Hann notar aldrei býflugnanet þegar hann umgengst flugurnar, telur sig ekkert þurfa að óttast þar sem hann og flugurnar eru eitt. Konan er alltaf sikvartandi yfir lystarleysi barnsins og er bóndanum farið að leiðast þetta væl. En allt í einu fær hann bráðsnjalla hugmynd um hvað barninu sé hollast að borða. Tekur hann þvi til sinna ráða. Þýðandi þáttarins er Kristmann Eiðsson. -KMU. Unga eiginkonan hefur miklar áhyggjur af lystarleysi barnsins en bóndinn lætur sér fátt um finnast. Hugur hans er bundinn við býflugna- búið. w UTU BARNATÍMINN - útvarp kl. 17,40: Krakkamir í Kópaseli heimsóttir í Litla barnatímanum i dag, sem Kópavogskaupstað. Það er við Finnborg Scheving stjórnar, verður Lækjarbotna og eru krakkarnir farið í heimsókn á barnaheimilið fiuttir á milli f rútu. Kópasel og hlustað þar á sögustund. Einnig munu krakkarnir á heimilinu Stjórnandinn, Finnhor.'. Soheving, syngjanokkurlög. sem er fóstra, starfai einmitt í kópa- Barnaheimilið Kópasel er rekið af seli. -KMU. DB-mynd: R. Th. Finnborg Scheving i krakkahópi. VIDEO Video — Tœki—Filmur Leiga — Sala Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR NEMENDALEIKHÚSIÐ Peysufatadagurinn eftir Kjartan Ragnarsson. 6. sýning í kvöld, 24. febrúar, kl. 20.00 7. sýning 26. febrúar kl. 20.00 Miðasala opin i Lindarbæ frá kl. 16—19 atla daga, nema laugar- daga. Miðapantanir i síma 21971 á sama tima. Frá Tónlistarskóla Húsavíkur Skólastjóra og kennara vantar að skólanum frá l. sept. nk. Umsóknarfrestur er til 6. apríl. Upplýsingar eru gefnar í síma 41440 hjá skólanefndarfor manni og í síma 41697 hjá skólastjóra. Sími skólanser4l560. Skólanefnd. Óskum eftir þriggja til fjögurra herbergja íbúð í lyftublokk í Heima- eða Vogahverfi í skiptum fyrir sérhæð með bílskúr í Vogahverfi. EIGNANAUST LAUGAVEGI96 - SÍMI29555.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.