Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Bernadelte Devlin. Bemadette í stjómmál að nýju Bernadette Devlin, fyrrverandi þing- maður á Norður-írlandi, hefur lýst því yfir að hún hafi í hyggju að hefja þátt- töku í stjórnmálum að nýju strax eftir að hún hafi útskrifazt frá sjúkrahús- inu. Hún varð fyrir skotárás í síðast- liðnum mánuði en er nú sögð á góðum batavegi. Stjóm Reagans: Camp David er ekki aðalatriðið Stjórn Ronalds Reagan hefur boðað stefnubreytingu í málefnum Mið-Aust- urlanda og lýst því yfir að Camp David samkomulagið sé ekki þýðingarmesta atriðið í stefnu stjórnarinnar. Tals- maður stjórnarinnar segir að megin- atriðið hljóti að vera að stemma stigu við auknum völdum Sovétríkjanna í þessum heimshluta. Saudi-Arabía: Olíusalan fyrir tvo milljarða ádag Saudi-Arabía hefur um tvo milljarða íslenzkra króna í tekjur á dag af olíu- sölu. Menntamálaráðherra landsins hefur látið í ljós áhyggjur vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á þjóðfé- laginu vegna olíuauðsins og hvatt til þess að dregið verði úr olíuframleiðsl- unni. Bandaríkin: Vextirlækkaðir Þrír aðalbankar Bandaríkjanna hafa lækkað forvexti úr 19,5 prósentum í 19 prósent vegna minnkandi eftirspurnar eftirlánum. Byltingar- menn virðast fáliðaðir: BYLTINGARTIL- RAUNÁ SPÁNI Þjóðvarðliðar hafa þinghúsið á valdi sínu—Konungur skipar hemum að grípa til allra nauðsynlegra ráða Þjóðvarðliðar sem í gær ruddust inn í þinghúsið í Madrid og tóku það á sitt vald voru þar enn í morgun. Þjóðvarðliðarnir ruddust inn í þing- húsið meðan fundur stóð þar yfir og hnepptu þingmennina 300 að tölu í gíslingu. Er þeir réðust inn í húsið var í þann mund að hefjast atkvæða- greiðsla um Calvo Sotelo sem for- sætisráðherra. Juan Carlos konungur kom fram í sjónvarpi skömmu eftir miðnætti og sagðist hafa falið hernum að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að ákvæðum stjórnarskrár- innar yrði fylgt og byltingartilraunin yrði kveðin niður. Skömmu eftir að hann lauk sjónvarpsávarpi sínu kom herlið, skipað um 150 mönnum, að þing- húsinu og umkringdi það. Foringi þjóðvarðliðanna. sem tóku þinghúsið er Antonio Tejero ofursti, sem þykir öfgafullur hægri maður. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir tveimur árum fyrir að hvetja til uppreisnar í hern- um. FÍestir ráðherrar spænsku ríkis- stjórnarinnar voru í þinghúsinu þegar 200 manna herlið undir stjórn Antonio Tejero réðst inn í húsið og tók það á sitt vald. Jaime Milans del Bosch, yfir- maður hersins í Valencia, sem í fyrstu virtist í vitorði með byltingar- mönnum, virðist hafa hætt stuðningi við þá og er svo að sjá sem byltingar- tilraunin hafi mistekizt og verið illa undirbúin. Stjórnarhermenn tóku þegar í stað ýmsar mikilvægar byggingar í höfuðborginni til öryggis og uppreisnarmenn hafa þinghúsið eitt ávaldisínu. Ekki er ljóst hvort einhver þing- manna særðist er þjóðvarðliðar hófu skothríð í þingsalnum. Sjónvarps- fréttamaður sagði að einn varð- liðanna hefði miðað byssu að sér og hótað að skjóta hann ef hann legði myndavélina ekki frá sér. Varðliðar eyðilögðu aðrar myndavélar með byssum sínum. Eftir að Juan Carlos konungur hafði hvatt herinn til að grípa til nauðsynlegra aðgerða lýstu fjöl- margir hershöfðingjar yfir fullum stuðningivið hann. Alfonsos Armada hershöfðingi, annar valdamesti maður hersins, hélt til þinghússins og dvaldi þar i rúma klukkustund. Talið var að hann hefði reynt að semja við þjóðvarðliðana. Hann varðist allra frétta er hann kom úr þinghúsinu. Tvö stærstu . verkalýðsfélög Spánar hafa boðað til tveggja klukkustunda verkfalls í dag til að mótmæla byltingartilrauninni. Talið er að Adolfo Suarez for- sætisráðherra og ýmsir ráðherrar aðrir séu í haldi i sérstökum her- bergjum í þinghúsinu. Tejero hershöfðingi mun hafa i hyggju að mynda herforingjastjórn á Spáni til að kveða niður hryðjuverka- starfsemi og fullyrt er, að hann hafi hafnað boði Armada hershöfðingja um að fá að fara úr landi. Haft er eftir fréttamönnum, er voru i þing- húsinu, að vaxandi taugaóstyrks sé tekið að gæta hjá Antonio Tejero og ýmsir þjóðvarðliðanna sem með hon- um eru hafi ekkert vitað hvað til stæði fyrr en í þinghúsið kom. Suarez, forsætisráðherra. Um fátt er nú meira rætt í Danmörku en eiturlyfjavandamálið þar i landi enda hafa hverjum degi sprauti 15 þúsund ungmenni sig með eiturlyfjum og á siðastliðnu an let- fjölmiðlar haldið uppi mjög öflugum áróðri gegn þvf að undanförnu. Fullyrt er að á ust 200 eiturlyfjaneytendur af völdum lyfjaneyzlu, yfirleitt herófns. Jacqueline Onassis. Onassis hafði und- irbúiö hjónaskilnað —með leynd áður en hann lézt —hugðist vingast við Mariu Callas á ný Gríski skipakóngurinn Aristoteles Onassis hafði með leynd byrjað að undirbúa skilnað við eiginkonu sína Jacqueline ári áður en hann lézt. Áður en skilnaðurinn varð að veruleika lézt Onassis og Jackie varð syrgjandi ekkja öðru sinni og erfði ómældar fjárupphæðir. Þetta kemur fram í nýrri bók um söngkonuna Maríu Callas sem gríski sjónvarpsfréttamaðurinn Arianna Stassinopoulos gaf út fyrir skömmu. í hinni nýju bók um- Mariu Callas er því haldið fram, að Onassis hafi annars vegar viljað skilja til þess að taka á ný upp samband við óperu- söngkonuna Calls og hins vegar til að auðmýkja Jackie, sem ekki hefði uppfyllt þær vonir, sem hann hafði bundið við hana, sem eiginkonu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.