Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. 9 G Erlent Erlent Erlent Erlent D Minnsti hestur í heimi? Bob Pauley heldur því fram að Teeny Toy, en svo heitir hesturinn á myndinni, sé sá minnsti i heimi. Þegar Teeny Toy kom í heiminn var hann ekki nema 34 sentimetrar á hæð og vó aðeins 6 kiló. Eigandinn telur að þegar dverghesturinn haft náð fullri stærð verði hann varla hærri en 50 sentimetrar. Sá hestur sem áður var talinn sá minnsti i heimi vó 9 kiló við fæðingu og er stærri en Teeny Toy er talinn munu verða. Teeny Toy býr í Virginiu í Banda- ríkjunum. Jon Peters hefur búið með Barböru Streisand í sjö ár Var áður rakari en framleiðir nú kvikmyndir Nýja platan hennar Barböru Strei- sand, „Guilty”, hefur" orðið afar vin- sæl, ekki sizt lagið ,,I am a Woman in Love” — eða ,,Ég er ástfangin kona”. Maðurinn sem Barbara er ástfangin af heitir Jon Peters og hafa þau verið saman í sjö ár. Jon segir að oft gangi bylgjurnar hátt hjá þeim hjónaleysunum, en samlíf þeirra hafi aldrei verið leiðinlegt. „Barbara er mjög sniðug, mjög hæfileikarík, og fjarskalega blíð,” segir hann. „Hún er mjög sterk kona,” heldur hann áfram. „En ég er það líka. Kraft- urinn í henni æsir mig upp, svo sam- band okkar er alltaf spennandi og allt getur gerzt. Ég er ekkert óánægður með það. Hvorugt okkar stjórnar hinu allan tim- ann. Við ráðum til skiptis. Mig 4C Jon Peters og Barbara Streisand: Hvor- ugt stjórnar hinu allan tímann. dreymdi einmitt um að eignast jafn- inga. Það er langheilbrigðast.” Hann segir Barböru hik- laust til syndanna Vinir þeirra segja, að það sé einmitt sjálfstæði Jon Peters að þakka, að samband þeirra Barböru hefur lukkazt. „Hann er hugrakkari en margir aðr- ir, hann lætur hana ekkert vaða ofan í sig,” segir einn af samstarfsmönnum Barböru. „Og hún kann að meta það. Hún er umkringd af fólki sem skríður fyrir henni og samþykkir allt sem hún segir. En þegar honum finnst hún vera að blaðra einhverja dellu, þásegir hann henni að setjast niður og þegja. Það kann hún að meta.” Barbara verður hin reiðasta, þegar fólk gefur í skyn, að Jon sé með henni til að hagnast af frægð hennar. „Það stagast á því, að hann hafi „bara” ver- ið rakari. En hann átti þrjár rakara- stofur og allt gekk prýðilega hjá honum. Þeir sem stofnuðu plötufyrir- tækið sem ég er á samningi hjá byrjuðu sem skransalar. Ég get ekki séð að það sé neitt fínna heldur en að vera rakari, sem gerir þaðgott.” Kannski við giftum okkur sjötug Barbara segir að Jon hafi mjög góðan smekk og veiti sér ómetanlegan stuðning. Jon Peters hefur verið framkvæmda- stjóri ýmissa kvikmynda, síðan þau Barbara kynntust. Ein þeirra var „A star is born” (Stjarna kemur upp) með Barböru. „Ég er frægari núna en meðan ég var rakari,” segir hann. „Og það getur verið erfitt. Sérstaklega fannst mér það í fyrstu. En að vera í þessum bransa og reyna að láta sem minnst á sér bera — það er lífsins ómögulegt!” Til að selja plötur og kvikmyndir þarf að auglýsa sjálfan sig sem mest. „Ég tek þessu létt, en Barböru fellur það þyngra. Hún er oft hrædd við það sem mér líztvelá.” Öðru hvoru komast á kreik sögu- sagnir um, að þau Jon og Barbara séu að hætta við hvort annað. En það láta þau sér í léttu rúmi liggja — og þykjast ekki vera í giftingarhug. „Við giftum okkur fyrr eða síðar — líklega þegar við verðum sjötug,” segir Jon. -IHH. 1 Mutverki foringjans „Jæja, strákar! Raðið ykkur nú upp i beina röð og ekkert múður!” Fuglarnir fimm virðast satt að segja ekki hafa neinn áhuga á aö hlýðá skipunum foringjans. Þeir láta sér fátt um finnast og horfa bara upp i vindinn. Sá eini sem virðist vera að skipa fyrir snýr hins vegar bakinu i vindinn. Ekki vitum við af hvaða tcgund fuglarnir eru nákvæmlega en þeir tilheyra einhverri mávatcgund. Gene Kelly og Francis Ford Coppola gera röð söngvamynda Gene Kelly er ekki aldeilis dauður úr öllum æðum. Hann fór með allstórt hlutverk í kvikmyndinni Xanadu sem var sýnd í Reykjavík fyrir nokkru og þótti standa sig vel. Nú hefur hann ráðið sig til stórleikstjórans Francis Ford Coppola, þar sem hann á að verða leiðbeinandi, söngvari og dansari í fyrirhugaðri kvikmyndaröð. Coppola hrósaði Kelly gamla á hvert reipi er hann skýrði frá samvinnu þeirra tveggja. „Fyrir mér er Gene Kelly sá stærsti þegar við lítum á mannvalið í gömlu söngvamyndun- um,” sagði hann. Gene Kelly — i dansstuði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.