Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Nær400illa lyktandi nemendur fylla nú skólastof ur og herbergi í Krísuvíkurskóla: SVININ HAFA V1TKAST STOR- LEGA V» HÚSNÆÐISSKIPT1N —segja svínahirðarair í glæsilegasta „svínabúi” landsins Dagblaðið skýrði frá því á laugar- dag að loksins væru not fyrir hinn glæsilega Krísuvíkurskóla, en þar væru nú setztir að nýir íbúar. Ibú- arnir eru tæplega 400 svin sem misstu heimili sitt í óveðrinu er skall á í síðustu viku. í óveðrinu fauk helmingur þaksins af svínabúinu í Krísuvik og brugðu starfsmenn þess fljótt við til að bjarga svínunum: Um fimmtíu svín drápust í óveðrinu, en nokkur hafa farið í viðbót vegna lungnabólgu. Sérstaklega smíðaður bíll var pantaður frá Selfossi til að flytja svínin og þar sem hinn glæsilegi ónotaði Krísuvíkurskóli var næstur bænum voru svínin flutt þangað. Þar una þau nú glöð við sitt, þrátt fyrir kulda í skólahúsnæðinu, í skóla- stofum og herbergjum skólans. Er DB-menn bar að garði í skólanum í gær gaus fnykurinn á móti þeim. Hrínandi svin voru I hverju horni. Litlir grisir leituðu hlýju hjá mæðrum sínum sem skuífu engu minna en ungarnir. Þá gat að lita dauða grísi, sem lágu eins og hráviði á göngum skólans. Krísuvíkurskóli hefur því góðu hlutverki að gegna þessa dagana þótt upphaflegt hlutverk hans hafi vissu- lega ekki verið að hýsa svín. Starfs- menn svínabúsins hafa hitað upp á næturnar með ofnum þann hluta skólans sem nú er í notkun, en enginn hiti er í skólanum. Má víða sjá vatns- skemmdir í veggjum vegna kuldans. Starfsmenn svínabúsins hentu gaman að þessum nýju vistarverum Ekki er vfst að mannlegir nemendur hefðu viljað setjast á skólabekk i Krisuvíkur- skólanum i gær, en þar voru mikil óhreinindi og lyktaði afleitlega. Gunnar heldur hér á einum grisanna, en þeir voru margir illa útlitandi eftir ævin- týrið sfðustu daga. DB-myndir: Einar Ólason. Krisuvikurskólinn umdeildi hefur nú loksins fengið hlutverki að gegna — að hýsa tæplega 400 svfn. Einhver vildi upp frá þessu nefna skólann upp á nýtt og þá að sjálfsögðu Grisavfkurskóii! svínanna og töldu þau hafa vitkazt mikið frá því þau komu í skólann. Sögðu þeir einnig að Krísuvíkurskól- inn væri eini skólinn sem opinn var óveðurskvöldið og nóttina. En þrátt fyrir allan glæsileikann í skólahús- næðinu og allar milljónirnar sem liggja i steyptum veggjunum er hús- næðið í engu nógu gott fyrir svínin og hefur þess vegna verið hraðað við- gerð á gamla svínabúinu. Er við- gerðin nú svo langt komin að talið er að svínin, sem öll eru á penisillinkúr, geti komizt heim til sín aftur í dag eða ámorgun. Krísuvíkurskólinn verður því enn um sinn auður og yfirgefinn, nema refirnir 330 sem búa á bænum Krísu- vik taki upp á því líka að setjast á skólabekk, það er að segja ef þeir þola þásvínalyktina . . . - ELA Gunnar Sigurjónsson starfsmaður svinabúsins „messar” hér yfir svinun- um i einni af skólastofunum. Ekki er annað að sjá en þeim vel Ifki — enda sögðu starfsmennirnir að svfnin hefðu vitkazt mikið þessa daga sem þau hafa setið á skólabekk. Lungnabólga gerði strax vart við sig eftir óveðrið og kuldann i skólanum og má sjá hér afleiðingar hennar. Svinabúið í Krísuvik. Á myndinni má sjá, til hægri á þakinu, hvernig hluti þess hefur fokið burt. Núna hefur verið gert við þakið þannig að svínin ættu að geta komizt heim f dag eða á morgun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.