Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Hvað réði því að hann lagði í þessa útgáfu einmitt nú? „Það vill svo til að á þessu ári er Jónsbók 700 ára og því þótti mér tilvalið að gefa út íslenskt lögbókar- handrit sem er jafnframt eitt afþeim veglegustu. í apríl eru einnig tíu ár liðin frá því að handritin komu heim og sjálfsagt er að halda upp á það. Ég held að það sé einnig mikilvægt að sýna útlendingum að við séum færir um að sinna þessum handritum okkar, stöndum í fararbroddi hvað snertir útgáfu á þeim og rannsóknir. Útgáfa Skarðsbókar ætti að færa út- lendingum heim sanninn um að við getum þetta,” sagði Sverrir. Stöndum útlending- um á sporði Er íslenskur prentiðnaður fær um að vinna bók af þessu tagi? „Áður en ég réðst í þessa útgáfu, fór ég víða um lönd og skoðaði sambærileg rit,” svaraði Sverrir, — „hvernig frá þeim er gengið og eftir að hafa séð fyrstu blöðin frá prent- verkinu hér, er ég sannfærður um að við stöndum erlendum útgefendum fyllilega ásporði. ” En hvað verða margir til þess að kaupa bók á kr. 4693. „Ég er sannfærður um að fólk mun láta það eftir sér. Ef við höfum í huga að 20.000 íslendingar fara til sólarstranda árlega og eyða kannski hátt á aðra milljón gamalla króna á mann, þá er alls ekki fráleitt að hugsa sér bók á þessu verði. Enda verður hún i takmörkuðu upplagi og á allan hátt eins og bestu listaverk. Og við vitum hvað listaverkin kosta í dag,” svaraði Sverrir. Og ef hún selst ekki? Sverrir Kristinsson hló í símann. „Þá verð ég að taka afleiðingunum.” -Al. Start er tilbúin með tveggja laga rokkplötu — tvœr aðrar 45 snúninga plötur eru vœntanlegar frá Steinum hf. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að nú er í bígerð út- gáfa á Skarðsbók, einhverju fegursta handriti sem við eigum, að dómi Halldórs Hermannssonar. Verður út- gáfa þessi afar vönduð, jafnvel svo að vandaðar erlendar útgáfur af svipuðu tagi falla alveg í skuggann. í hinni nýju útgáfu verða m.a. 415 skreytingar í lit og var leysigeisli notaður við litgreininguna, pappír var sérstaklega framleiddur í Þýska- landi fyrir bókina sem verður svo bundin í pergamem í kjöl og horn. Loks verður Skaiðsbók hin nýja handsaumuð og handbundin. í útgáfustjórn bókarinnar eru svo hinir mætustu menn: dr. Ólafur Halldórsson, Stefán Karlsson hand- ritafræðingur, Jón Samsonarson handritafræðingur, Sigurður Líndal prófessor, dr. Jónas Kristjánsson og dr. Kristján Eldjárn. Með mörg járn í eldinum Það liggur svo í augum uppi að út- gáfa af þessu tagi er óhemjulega dýr og til marks um það má geta þess að í sölu mun hvert eintak Skarðsbókar þurfa að kosta 4695 krónur. Hefði mátt ætla að meiri háttar forlög eða stofnanir væru þeir einu sem gætu staðið í útgáfu sem þessari. Og þess ber að geta að Árnastofnun tekur þátt í henni að stórum filuta. En aðal hvatamaðurinn og hinn eiginlegi útgefandi er einkaaðili, Sverrir Kristinsson. Hver er svo Sverrir Kristinsson? „Feikilegur dugnaðarforkur” segir Sigurður Líndal prófessor um hann. Þar fyrir utan hefur hann verið frarri- kvæmdastjóri Hins islenska bók- menntafélags í tíu ár og fasteignasali þar að auki. DB sló á þráðinn til hans Ul að fræðast nánar um áhuga hans á fornritum. Tíu ára afmæli „Ég hef nú alltaf verið talsverður bókaáhugamaður, frá því ég fyrst man eftir mér,” sagði Sverrir. „Ég hef safnað bókum og kynnt mér bókagerð á íslandi frá upphafi i mínum frístundum. Svo hef ég lengi haft áhuga á myndlist. Útgáfan á Skarðsbók er eðlilegt framhald á þessum áhugamálum mínum.” Hljómplötuútgefendur verða fyrr á feröinni með framleiðslu sína nú en í fyrra. Á laugardaginn var skýrt á Fólk-síðunni frá þremur fyrstu plötunum frá SG- hljómplötum. Steinar hf. eru einnig að komast i gang. Þrjár 45 snúninga plötur koma frá því fyrir- tæki í næsta mánuði og ein þeirra er að mestu tilbúin. Tveggja laga plata með rokkhljómsveitinni Start. „Við lukum upptökum fyrir tæpum tveimur vikum,” sagði Pétur Kristjánsson söngvari Start. „Bæði lögin á plötunni eru rokklög. Annað er eftir Jóhann Helgason, sem samdi einnig textann. Hitt er eftir Jón Ólafsson bassaleikara og heitir Stína fína. Textinn við þaö er eftir Eirík Hauksson söngvara.” Pétur sagði að Start ætti nú frumsamið efni á LP plötu, en ekkert væri afráðið með útgáfu einnar slíkrar. Helztu lagahöfund- arnir í Start eru Jón, Eiríkur og Nikulás Róbertsson. Laddi væri með tveggja laga plötu i smíðum. Aöallagið á henni er erlent og hinum megin er eitt frumsamið. Laddi mun nú vera um það bil tilbúinn með efni á stóra plötu. Þá hefur verið ákveðin útgáfa á 45 snúninga plötu með Utangarðs- mönnum. Hún verður svonefnd „maxi-single” plata, það er jafnstór og venjuleg LP plata. Ekki er ákveðið hversu mörg lög verða á plötu Utangarðsmanna. Steinar Berg sagði að úr tíu lögum væri að velja og þau gætu orðið þrjú, fjögur, fimm eða sex talsins. -ÁT- FÓLK Laddi með eina 2ja laga Steinar Berg útgefandi sagði í samtaii við blaðamann DB að Hljómsveitin Start hefur nú starfaö saman i um eitt ár. Tvegfja laga platan er hinfyrsta sem Startarar sendafrá sér. DB-mynd: Ragnar Sigurjónsson. Glysið syngur lofi Thor Vilhjálmsson rithöfundur varð fyrir nokkrum mánuðum fyrir því óhappi að hljóðkútur bilaði í bíl hans. Til að afbera hávaðann fór hann að yrkja og þessi dýrt kveðna visa varð þá til: Slyngur þrasar, glingrar við gull glysið syngur lofi þvingarsölur, bingó-bull braskar i Ringós hofi. Heyrtá þorrablóti „Hvernig er það með þessa græn- friðunga, vilja þeir líka friða súrhval- inn?” Úrlausn á landafrœðiprófi Húnavatnssýsla er háslétta mikil. Þar er einn daJur, sem Svarfaðardal- ur nefnist. Um hann rennur á. Nefn- ist hún Svarfaðardalsá. Hún fellur í Svarfaðardalsvatn. Skrattinn hefur aldrei gert mérneitt” Þótt aðventistar hafi nú nýlega lokið við að lesa biblíuna upphátt spjaldanna á milli án hvílda þá ristir trúarsannfæring fremur grunnt hjá mörgum íslendingum. Þannig hafa þeir aldrei óttazt djöfulinn af jafn mikilli skelfingu og margar aðrar þjóðir gera. Þeir hugsa eins og kerl- ingin sem sagði: „Mér er ekkert illa við skrattann. Hann hefur aldrei gert mér neitt.” Beðið eftir gestakomu í Selárdal Sverrir Kristinsson og samstarfsmenn hans við útgáfu Skarðsbókan f.v. dr. Kristján Eldjárn, Guðni Kolbeinsson, dr. Jónas Kristjánsson, dr. Ólafur Halldórsson, Sigurður Líndal prófessor, Sverrir Kristinsson, Jón Samsonarson handritafrœðingur, Stefán Karlsson handritafrœðingur og BjarniEinarsson. (DB-mynd: Bj.Bj.) Bókaunnandi gefur sjálfur út dýrustu bókina Skarösbók er vœntanleg í apríl Eins og fram hefur komið í fréttum hættir Jón Sigurðsson ritstjórastörf- um á Tímanum næsta vor. Hefur Elías Snæland, áður ritstjórnarfull- trúi á Vísi, verið ráðinn til að taka við starfi hans. Jón hefur þó ekki snúið baki við bændum og hugsjónum þeirra. Þegar hann losnar af Tíman- um ætlar hann vestur í Selárdal að ræða mál bænda og önnur merkileg mál við Ólaf Hannibalsson, sem fyrir fáum árum kvaddi mölina og ASÍ til að stunda fjárbúskap í Ketildala- hreppi. Ólafur orti nýlega þessa skamm- degisvísu, en ekki vitum við hvort hann hafði Jón Sigurðsson þar sér- staklega í huga: Hér um vetur sést ei sól, sjaldan koma gleðiskvísur, einnig vantar alkóhól- ista til að kveða vísur. Fleiló - F0LK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.