Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 28
Áframhaldandi valdatafl íFlugleiðum: Skilyrði fyrir frekari ábyrgðum ekki uppfyllt —á hluthafaf undinum í gær—tillaga stjórnar f éll á prósentubroti Hluthafafundur Flugleiöa hf. í gær gerði félaginu ekki kleift að uppfylla það skilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir frekari ríkisábyrgðum fyrir lánum, að ríkið fengi tvo menn í stjórn fé- lagsins. Málið er því í biðstöðu, sem að óbreyttu kemur í veg fyrir lántökur, er stjórn félagsins telur mikið nauð- synjamál. Á næsta aðalfundi, sem haldinn verður að líkindum í maímán- uði, á að kjósa 5 menn í aðalstjórn. Virðist ríkið þurfa að hafa samstarf um kosningar til þess að fá tvo menn í stjórnina. Með öllu er óvíst að aðild rikisins hafi bundið enda á valdataflið sem þreytt hefur verið í Flugleiðum hf. allt frá sameiningu I.oftleiða hf. og Flugfélags íslands hf. Ráðandi öfl i stjórn Flugleiða hf. kanna áreiðan- lega gaumgæfilega stööu sína. Hún er engan veginn ljós þegar eign hlut- hafa er skoðuð og aðild ríkisins er höfð í huga. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, lýsti því yfir á hluthafafundi Flugleiða hf. í gær, að ríkissjóður myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslur um tillögurnar sem fyrir fundinum lágu. Var þá sýnt að þær yrðu ek ki samþyk ktar. Tillaga stjórnar Flugleiða hf. var þess efnis að fjölgað yröi í stjórn fé- lagsins um tvo menn sem yrðu þá fulltrúar ríkisins. Til breytinga á samþykktum fé- lagsins á hluthafafundi þarf 4/5 hluta atkvæða á fundinum. Lýsti fundar- stjóri, Jónas Aðalsteinsson hrl., því yfir, að eftir yfirlýsingu ráöuneytis- stjórans væri atkvæðagreiðsla til- gangslaus og færi ekki fram. Breytingar- og viðaukatillaga Kristjönu Millu Thorsteinsson um 9 manna aðalstjórn og breytta tilhögun á kosningu til stjórnar var heldur ekki borin upp af sömu ástæðum. Að tilmælum ráðuneytisstjórans leyfði fundurinn atkvæðagreiðslu um ákvæði til bráðabirgða um tíma- bundna fjölgun stjórnarmanna um tvo, eða til næsta aðalfundar. Féll sú tillaga á broti úr hundraðshluta, þótt atkvæði ríkissjóðs styddu hana. -BS. Keflavíkurflugvöllur ogSuðurnes: látningar ímörgum fíkniefna- málum Keflvíkingur hefur verið úr- skurðaður í gæzluvarðhald á Suðurnesjum vegna meintrar aðildar að fikniefnamáli, sem nú er í rannsókn syðra. Viðriðnir máliö eru margir varnarliðsmenn sent hafa verið yfirheyrðir og sumir setið inni vegna rannsóknar málsins. Fikniefnalögreglan á Suður- nesjum telur þelta mál nokkuð umfangsmikiö en vill ekki skýra frá því nánar á þessu stigi. Lokið cr að mestu rannsókn í öðru máli þar sem íslendingar létu varnarliðsmönnum í té 20 grömm af hassi en fengu í staðinn 35—40 fiöskur af áfengi. Hafa báðir aðilar játað þau brot. Varnarliðsmenn sem áttu hlut að máli hafa einnig játað að . hafa flutt inn og dreift á Vellinum um hálfu ktlói af marijúana og allt að 100 skömmtuin af LSD. -A.Sl. HÖGNIILLA FJARRI GÓDUGAMNI Högni hrekkvisi ok huns nótar voru illa fjarri nóAu namni I morgun, þegar hluti þorskfarms hrundi af vörubil ó Kórsnesbrauiinni i Kópavogi. Hliðar■ bretti ú vörubllnum losnaði skyndilegu og var ekkiað sökum að spyrja — þeir yulu lógu eins og hróviði um ullu götuna. Bllstjórinn nóði sér I sting og varfljötur að hreinsu upp eftir sig. ■DB-mynd: S. wmm Viðræður ríkisst jómar og ASÍ: LÁGLAUNAFÓLK FÁI SKATTAÍVILNANIR Láglaunafófjc á að njóta góðs af skattabreytingum, sem nú' eru í undirbúningi. Talað er um, að breyt- ingin nemi 8—}p mijljörðum gamal- kjrpria. Viðræður um í hvaða formi skatta- breyjingin vefðtir, standa mil)i rikis- stjórnar og Ajþýðusambandsins. Ríkisstjórnitt jét' Ájfjýðusambánds- ménn fýrir tveímur vikum fá 9 vaj- kosti til að vejja úr. Ájftýðusam- bandsmenn eiga að vega með hvaða hætti skaftabreytingarnar komi jág- launafólki aðsem mestum notum. þetta er i samræmi viö efnahags- áætjun ríkisstjórnarinháf um ára- mótin. í tengsjum við skerðingu verð- bóta 1. marz næstkomandi hét rikis- stjórnin að bæta jtihum jægstlaun- uðu tekjutapið með skattajækkun- „pakki” fyrir 8-10 milljarða g.kr. í undirbúningi Fundur ráðherra og ASÍ-manna var I gær, og annar verður í dag. í áramótaáÉetluh rikisstjórnarinnar var sagt, að skattar skyldu lækkaðir sem svarar „einu og hálfu prósenti í kaupmætti lægri launa og meðal- launa” -fiH. Srjálst, úháð dagbJað ÞRIÐJUDAGUR 24. FEB. 1981. Danmerkurheimsókn Vigdísar: 20 Danir vinna við undirbúninginn — í danska utanríkis- ráðuneytinu — og tveir í íslenzka sendiráðinu vinna líka baki brotnu Tveir starfsmenn íslenzka sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn hafa unnið nær stanzlaust síðan í byrjun janúar við undirbúning opinberrar heimsóknar Vigdisar Finnbogadóttur forseta ís- lands, sem hefst í fyrramálið. Þessi undirbúningsvinna hefur nú náð há- marki sínu, að sögn Þorleifs Thor- laciusar sendifulltrúa. Mest vinna hefur farið í undirbúning hádegisverðar, sem forseti íslands býður til í veitingahús- inu Langelinie Pavilion á föstudaginn, en þar verða 135 gestir. Danska utanríkisráðuneytið hefur ekki heldur legið á liði sínu við undir- búning heimsóknarinnar — þar hafa hvorki meira né minna en tuttugu manns unnið baki brotnu við að gera allt klárt. Sendiráð íslands í Kaupmannahöfn hefur að undanförnu útvegað fjölda kaupmanna þar í borg stórar Iitmyndir af forseta íslands og í gær mátti sjá þær myndir í gluggum verzlana á Strik- inu — verzlana sem einkum selja lopa og ullarvörur. Dágóð aðsókn hefur verið að sýn- ingu fjögurra íslenzkra listamanna í Galleri Center Ardens i Holbergsgötu 18, en þar sýna Rúrí, Jón Gunnar Árnason, Tryggvi Ólafsson og Alfreð Flóki skúlptúra, teikningar, objekta og málverk. Sýningin verður opin til 8. marz. -EJ, Kaupmannahöfn. Akureyrar- bömin mæta við ráðhúsið — ídagtilað þrýstaá bæjaryf irvöld að semja við fóstrur , .Foreldrar lita ekki á dagvistir sem geymslur heldur sem uppeldisstofn- anir og beri að meta störf fóstra hlið- stætt kennarastörfum,” sagði Erling- ur Sigurðarson menntaskólakennari á Akureyri í morgun. Hann var í hópi foreldra bama á dagvistum Akureyr- arbæjar sem efndu til fjölmenns fundar um deilu bæjaryfirvalda við fóstrur í gær. Nær 200 manns sóttu fundinn, þar á meðal fulltrúar fóstra, Helgi Bergs bæj’arstjóri og nokkrir bæjarráðsmenn. Fundurinn lýsti stuðningi við kröfur fóstra um að fá kaup samkvæmt 13. launaflokki og afnám deildarfóstrutitils úr samning- um. Bæjaryfirvöld hafa þegar sam- þykkt að greiða fóstrum samkvæmt 13. flokki en eftir heitinu deildar- fóstra. Fóstrur vilja að það starfs- heiti falli út og eftir standi fóstra. I dag hefst bæjarráðsfundur á Akureyri kl. 15. Foreldrar ætla að fjölmenna með börn sín við ráðhús bæjarins, afhenda stuðningsályktun- ina við kröfur fóstra og fylja henni eftir með nærveru sinni. Á fundinum í gærkvöldi lýstu félagsmálafulltrúi Akureyrarbæjar, formaður Starfs- mannafélagsins og Soffía Guð- mundsdóttir bæjarráðsmaður Alþýöubandalags stuðningi við fóstr- ur en aðrir sem til máls tóku og töl- uðu af hálfu bæjaryfirvalda, töldu tormerki á að ganga að kröfunum. Foreldrar barna reyna að leysa vand- ræSi Síh með þyi að leit^ á náðir vina bg'ættingja. Einhverjir þurfa jafnvel að fá sig lausa úr vinnu og gæta barn- anna heima við. -ARH. A V i’

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.