Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1981. DB á ne ytendamarkaði ABÆ11SRETTUR EDA KAFFIMEÐLÆTI Eplakaka sem er ekki bökuð í of ir Svokallaða danska eplaköku, þ.e. kakan er ekki bökuð, er hægt að nota baeði sem ábætisrétt eða sem köku með kaffi. í Danmörku, þaðan sem þessi gómsæta eplakaka er upphaf- lega frá, er hún iðulega notuð sem ábætisréttur á jólunum. Hún er líka sannkallaður jólamatur. — Til eru nokkrar útgáfur af þessari eplaköku, mismunandi fínar. Hægt er að hugsa sér að notuð séu svokölluð matarepli i kökuna. í upphaflegri mynd hefur hún áreiðanlega verið búin til úr Neðsta lagið á að vera rasp, svo kemur eplamauk, o.s.frv. Efsta lagið á einnig að vera rasp. Svo kemur rjóminn þar - ofan á. DB-myndir Bjarnleifur. niðurfallseplum, þ.e. eplum sem falla sjálfkrafa af eplatrjánum og eru yfir- leitt ekki seld á markaði. Danir voru svo sparsamir hér í eina tíð. Raspið hefur líka að sjálfsögðu verið búið til úr brauðafgöngum, eins og við höfum þegar lýst á Neytendasíðunni. í eplakökuna fer: 1 pakki þurrkuö epli ca 250 gr rasp jurtasmjörl. til að steikja raspið i ca 100—150 gr. Smávegis sykur. — Vanilludropar. Ef notuð eru þurrkuð epli (það er minnsta fyrirhöfnin) eru þau lögð í bleyti í nokkra klukkutíma og síðan soðin í mauk. Látið pínulítinn sykur út í eplin og bætið vatni í pottinn, þannig að eplamaukið verði samfellt mauk. Látið vanilludropa út i epla- maukið. Raspið, sem verður að vera ókryddað brauð- eða tvíbökurasp er brúnað í smjörlíkinu á pönnu. At- hugið að hita pönnuna vel áður en smjörl. er brúnað á henni. Þáer rasp- ið látið út á pönnuna. Athugið að það má slökkva undir pönnunni nærri strax, því annars vill raspið brenna. Hrærið í því á meðan það er á pönnunni. Athugið einnig að það heldur áfram að brúnast eftir að pannan hefur verið tekin af plötunni, því pannan er svo heit. Raspið og eplamaukið er síðan látið til skiptis í hæfilega djúpa skál (sjá mynd). Fyrst er látið rasp, síðan eplamauk, svo rasp, — og þá epla- mauk. Neðsta lagið á að vera rasp og efsta lagið sömuleiðis. Kakan er síðan borin fram með isköldum þeyttum rjóma, skreytt með rifs- berjahlaupi og rifnu súkkulaði. Þannig er „venjuleg” eplakaka búin til. En einnig er hægt að breyta til með því að láta góða sultu milli laga og eins gefa marðir bananar kökunni sérstakan hátíðablæ. Svona eplakaka hentar vel til fryst- ingar, en þá verður hún að sjálfsögðu helzt að vera rjómalaus. Ef bera á fram eplaköku sem hefur verið fryst verður að sjálfsögðu að þíða hana áður en hún er borin fram. Þá getur verið gott að bregða henni smástund í heitan ofn, þannig að kakan sé ann- aðhvort ylvolg þegar hún er borin fram eða í það minnsta ekki ísköld. Ein útgáfan af þessari köku er með ristuðum hnetum eða möndlum, en hver og einn verður að finna út hvað honum þykir bezt og hverju hann vill kosta til hverju sinni. Þá má einnig taka fram að við höfum stundum notað frysta rabar- barann úr garðinum út í eplakökuna, og jafnvel stundum einnig vanillu- krem. Endanleg útkoma er þá senni- Iega komin nokkuð langt frá upphaf- inu til þess að geta kallast eplakaka. Það má e.t.v. kalla það „variasjón við stefið eplakaka”. Við skulum minna á það síðar, þegar fyrstu rab- arbaraleggirnir fara að stinga upp kollinum í vor. -A.Bj. Tíu króna munur á verði rafMöðu: „VERÐUR ATHUGAД —segjrVerðlagsstofnun „Mér finnst skrítið að nákvæm- lega sams konar rafhlaða kostar á einum stað 2 krónur og öðrum stað 12 krónur og 50 aura,” sagði Björg- ólfur Kristjánsson í viðtali við Neyt- endasíðuna. Hann fékk sér á fimmtudagsmorg- un göngutúr um Þingholtin og leit- aði um leið að rafhlöðu í útvarpið sitt. Ódýrustu rafhlöðuna fann hann í verzlun við Baldursgötuna, á 2 krónur, en þá dýrustu úr söluturni við Grundarstíg, á 12,50. Sem dæmi um milliverð má nefna að í KRON kostaði sams konar rafhlaða kr. 7,40 en hafði að sögn afgreiðslumanna hækkað úr 5 krónum í fyrri viku vegna nýrrar sendingar. Rafhlöður eru ekki háðar verðlags- ákvæðum. Álagning á þær í heildsölu og smásölu er frjáls en þó má hvorki innflytjandi né seljandi hækka þá álagningu sem hann hefur einu sinni ákveðið. „Þessi munur er ekki eðli- legur og við munum athuga málið nánar,” sagði Friðbjörn Berg, deildarstjóri á Verðlagsstofnun. Einhverju kann aðmuna á verði að rafhlöður eru til miss:erkar. Þannig eru alkaline rafhlöður sem cndast lengi langdýrastar. Síðan koma raf- hlöður frá einstaka fyrirtækjum sem merktar eru með litlum + . Ódýrastar eru síðan sams konar rafhlöður sem ekki eru með +. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að athuga sinn gang með verðið á þessum hlutum sem öðrum því þó þeir séu ekki stórir gerir margt smátt eitt stórt. DS. Asetonið ekki nógu gott R. kom að máli við Neytendasíð- una og benti á að ekki væri nógu gott að ráðleggja fólki að hreinsa límbletti af með asetoni eins og gert var á síðunni á þriðjudag. Að vísu væri það gott svo langt sem það næði en um það bil 80% af þeim hlutum sem á venjulegum heimilum væru þyldu ekki aseton. R. sagði mun betra að nota feiti, t.d. smjörlíki eða matarolíu, spritt eða hreinsað bensín. Hreinsaða bens- ínið væri líka gott til þess að ná af plástri. | -DS.. | __________________■ 'l Húsráð / stað þess að eyða mörgum fallegum vordögum I röð við að gera hreint eld- húsið er upplagt að gera það I mörgum hlutum. Eftir að uppþvotti eftir matinn er lokið má taka til I einni skúffu eða einum skáp og þáfinnur maður ekkert fyrir verkinu. Látið pönnuna hitna vel áður en smjörlikið er látið á hana, þá brúnast það eins og skot og ekkert festist á pönnunni! En athugið að þá heldur það sem á pönnunni er áfram að brúnast þó að búið sé að taka pönnuna af hellunni, þvi hún var svo heit i upphafi! Uppskriftin sem gefin er i greininni er mátuleg i tvö föt eins og sjást á myndinni. Þessi tegund af kökufötum hentar alveg sérlega vel fyrir danska eplaköku enda er annað „danskt postulin”. Það er þó ekki skilyrði að fatið sé úr dönsku postulini, en það sakar ekki! Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar | fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili__________________________________i i Sími 1 ------------------------------------------, i Fjöldi heimilisfólks_ l i Kostnaður í janúarmánuði 1981.' | ___________________________________________ i Matur og hreinlætisvörur kr._____________i Annað kr.________________1 i Alls kr. _ i B VIKIX j ■'■■■1.1. .. ——————

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.