Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Menning Menning Menning Menning 17 D Ingibjörg Haraldsdóttir. DB-mynd: Sig. Þorri. Þótt mér fínnist vera sölumennskubragur yfir menningarverðlaunum DB þá eru þau samt: Eina viðurkenning- in sem kvikmynda- mennimir okkar fá fyrir árið 1980 — Ingibjörg Haraldsdóttir, kvikmyndagagnrýnandi Þjóðviljans „Ég sé á þessu bæði kosti og galla,” sagði Ingibjörg Haraldsdótt- ir, kvikmyndagagnrýnandi Þjóðvilj- ans. ,,Ég get ekki stillt mig um að skjóta því að hér að mér finnst þó nokkur sölumennskubragur vera yfir þessu tiltæki Dagblaðsins — eins og reyndar fleiri tiltækjum sem bæði síðdegisblöðin hafa verið með. Það eru búnar til fréttir sem blað- ið lifir á í nokkrar vikur. Þess vegna veit ég ekki hvort fólk tekur mikið mark á þessum verðlaunaveitingum. Hins vegar finnst mér menningin allra góðra gjalda verð og sjálfsagt að veita viðurkenningu fyrir það sem vel ergertáþvísviði. Hvað kvikmyndir varðar finnst mér allt lofsvert sem stuðlar að því að ýta undir þessa yngstu listgrein okkar og örva þá menn til dáða sem við hana fást. Það stóð til á kvikmyndahátíð að sýna þær myndir sem gerðar voru hér á landi árið 1980 og veita ein- hverja viðurkenningu, en af því varð ekki. Og úr því svo fór verður viður- kenning DB líklega sú eina sem kvik- myndagerðarmennirnir okkar fá að þessu sinni. Það versta er að kvikmyndafram- leiðslan hjá okkur er ennþá svo lítil að vöxtum að samkeppnin er ekki nógu mikil. Viðurkenning stendur eiginlega ekki undir nafni nema úr einhverju sé að velja,” sagði Ingi- björg Haraldsdóttir. -IHH. GunnarStefánsson bókmenntaráðunautur: Ágætt framtak hjá blaðinu — svolrtill viðburður í menningarlílinu „Ég er afskaplega hlynntur þessu,” sagði Gunnar Stefánsson bókmenntaráðunautur Iðunnar. Hann átti sæti í einni dómnefnda DB fyrsta árið sem menningarverðlaunin voru veitt. ,,Ég fagna því að þessu skuli vera haldið áfram og finnst þetta ágætt framtak hjá blaðinu.” „Dagblöðin stóðu einu sinni saman að bókmennta- og leiklistar- verðlaunum,” sagði Gunnar Stef- ánsson ennfremur og hafði þá í huga Silfurhestinn og Silfurlampann. „Það lagðist niður vegna ósamkomu- lags. Nú hefur Dagblaðið tekið upp þetta merki og fært það út til fleiri listgreina. Mér finnst það mjög skemmtilegt, — þetta er svolítill við- burður í menningarlífinu og vekur at- hygli á góðum verkum í bókmenntum og listum,” sagði Gunnar að lokum. -ÍHH. n Gunnar Stefánsson. Hríngur Jóhamesson listmálari: NOKKUD SAMMÁLA NIDUR- STÖÐUM FYRRIDÓMNEFNDA — þær hafa ekki verið langt frá þvísem ég hefði valið sjálfur” „Ég er nokkuð sammála niður- stöðum fyrri dómnefnda almennt séð,” sagði Hringur Jóhannesson listmálari. „Þær hafa verið ekki mjög langt frá því sem ég hefði hugs- að mér, hefði ég sjálfur verið þátt- Hringur Jóhannesson. DB-mynd: A.I. takandi í þessum verðlauna- veitingum. Þó varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum í fyrsta sinn, sem veitt var viðurkenning á sviði myndlistar, fyir árið 1978. Ég h,a ði búizt við því að Erró mundi hljóta þau fyrir sína stórmerku sýningu á Kjarvals- stöðum á listahátíðinni það ár. Þó var ég fyllilega sáttur við að þau færu til Gallerí Suðurgötu 7, en aðstand- endur þess voru duglegir og stóðu sig vel.” Hringur hélt áfram: „Mér finnst svona verðlaun i lagi í sjálfu sér en það má auðvitað alltaf deila um hverjir eiga að hljóta viðurkenningu. Oft eru tveir eða þrír sem alveg eins hefðu verið vel að því komnir eins og sá sem verðlaunaður var. En mér finnst áríðandi að það sé alveg á hreinu að valið sé fyrir frammistöðu síðasta árs að viðkomandi hafi ein- mitt það ár gert eitthvað sérstakt og framúrskarandi. Mér finnst eiga að halda fast við þá stefnu að veita ekki verðlaun fyrir góða frammistöðu i langan tíma heldur heiðra fyrir einstök afrek á liðnu ári,” sagði Hringuraðendingu. -IHH. Hátíðartónloikar fslansku óporunnar f minn- ingu Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar. Einsöngvarar: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísa- bet Eriingsdóttir, Friðbjörn G. Jónsson, Garöar Cortes, Guðmundur Jónsson, Guðrún Tómas- dóttir, Halldór Vilheimsson, Hókon Oddgeirs- son, Ingveidur Hjaltested, John Speight, Krist- inn Halisson, Kristinn Sigurmundsson, Magnús Jónsson, Mór Magnússon, ólöf Kol- brún Harðardóttir, Rut L. Magnússon, Sólveig M. Björiing, Þuríöur Pólsdóttir. Kór íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveit (siands. Stjórnandi: Robin Stapelton. Æfingastjóri: Tom Gligoroff. Það gekk ekki andskotalaust að byrja hátíðartónleika íslensku óper- unnar. Fyrst þurftu gestirnir að klöngrast yfir svellbunkana framan við bíóið. í flestum löndum væri búið að dæma þannig stofnun í sektir fyrir að hætta lífi gesta sinna á þennan veg, en framan við Háskólabíó breiðir klakabrynjan úr sér, líkt og forarvilpur og fjóshaugar búskuss- anna, óáreitt. Til að bæta gráu ofan á svart hafði fyrirtækið auglýst kvik- myndasýningu klukkan sjö og tón- leika klukkan níu, svo að gestir voru að tínast inn af þessum sökum fram á tíunda tímann. Djarft útspil VIVA L’OPERA Loksins hófust leikarnir á For- leiknum að Meistarasöngvurunum í Núrnberg. Heldur þótti mér það djarft að spila út svo háu trompi í byrjun. Hljómsveitin gerði heldur ekki meir en að ráða við forleikinn, sem vonlegt var. Reyndist þó margt laglega gert, en nær hefði verið að leyfa hljómsveitinni að hita upp á einhverju öðru. Síðan komu atriðin eitt af öðru. Sólveig Björling reið á vaðið með söng Orfeifs, Che faró senza Euri- dice. — Prýðissöngur, en ég saknaði snilldarþýðingar Þorsteins Valdi- marssonar, sem ég held að hefði átt mun betur við en ítalska útgáfan, sem Sólveig söng. Síðan fylgdi kvintettinn, Di scri- vermi ogni giorno, úr Cosi fan tutte, laglega sunginn og þar á eftir Bei Mánnern — söngur Paminu og Papa- genos úr Töfraflautunni. — Kristinn Hallsson sýndi svo að hann hefur lítið breyst um langa tíð með söng sínum í O, lacerato spirito úr Simon Boccanegra. Eina með öllu og í nef ið á eftir Elísabet Erlingsdóttir, sem ekki hafði látið sig muna um að hlaupa í skarðið fyrir Elinu Sigurvinsdóttur í dúettinum, Bei Mánnern, með Hall- dóri Vilhelmssyni, flutti okkur svo Eia popeia, úr Wozzek á einkar hjart-' næman og sannfærandi hátt. Enn á ný kvintett og í þetta sinn ekki jafnþokkalega sunginn og sá fyrri — enda eftir Wagner — Selig wie die Sonne úr Meistarasöngvurun- um. Fyrri hluta efnisskrárinnar lauk með tveimur söngvum úr Carmen. k Kk Tónlist Habanera í heldur óvenjulegri, en (að minnsta kosti eftir að maður var orð- inn dús við hana) bráðskemmtilegri túlkun Rutar L. Magnússon. Svo sannfærði Guðmundur Jónsson alla viðstadda rétt einu sinni enn, að vart væri það hættumeiri né erfiðari iðja að vera nautabani en að fá sér eina með öllu og í nefið á eftir. Á óvart Síðari hlutinn hófst með Forspjalli Tonios úr I Palliacci, ágætlega fluttu af Halldóri Vilhelmssyni. Á eftir kom það atriði, sem hvað mest kom mér á óvart, hin stórkostlega frammistaða Ingveldar Hjaltested í ballöðu Sentu úr Hollendingnum fljúgandi. Már Magnússon kom svo með söng Lenskys úr Evgen Onegin og gerði margt laglega. — Svo bættu þær Guðrún Tómasdóttir og Rut L. Magnússon enn á huggulegheitin með Bátssöngnum úr Ævintýrum Hoff- manns. Af miklu misst Af miklu höfum við misst að ís- lenska óperan skyldi ekki rísa upp WSM EYJÓLFUR MELSTED Ingveldur Hjaltested — „stórkostleg frammistaða” segir EM I umsögn sinni. miklu fyrr, því að þá hefðum við oft- ar fengið að njóta samsöngs Magnús- ar Jónssonar og Þuríðar Pálsdóttur, en það er einnig margt annað gott, sem við höfum misst af. Magnús minnti svo á i Dauðasöng Óþellós, að ekki var hann bráðfeigur sem söngv- ari, þegar hann yfirgaf fjalir hins konunglega danska leikhúss. Anna Júlíana Sveinsdóttir fór á kostum í söng Ebólí, O don fftale, o don crudel. Þætti einsöngvaranna lauk með bráðvel sungnum dúett þeirra Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Garðars Cortes — Viena la sera úr Madam Butterfly. En síðasti biti í háls var Sigurkórinn úr Aidu. Fór þar vel á, því að án góðs kórs og hljómsveitar verður engin ópera starfrækt af viti. Og kórinn líka Kór íslensku óperunnar er ótrúlega góður og þarf vart nokkru að kvíða í þeim efnum. En hljómsveitin hlýtur að valda stjórnendum fyrirtækisins höfuðverk. Það verður býsna erfitt að skrapa saman í boðlega hljómsveit á áhugamannamarkaði einum saman. Hentast sýndist mér að koma á einhvers konar samnýtingarfyrir- komulagi með Sinfóníuhljómsveit ís- lands svo að báðir aðilar hefðu hag af, óperan fengi boðlega hljómsveit og vandinn með stækkun Sinfóní- unnar yrði leystur. En slíkt er að sjálfsögðu háð samvinnulipurð og skipulagshæfni beggja aðila og síðast en ekki síst vilja þess sem fjárins gætir. Tutti frutti Að endingu finnst mér rétt að geta stjörnu kvöldsins stjórnandans Robin Stapelton. Hlutverk hans var erfitt, því alkunna er að mun hægara er að halda um taumana á einni sam- felldri óperusýningu en að stjórna svona „Tutti frutti konsert”. Stapelton er afburðastjórnandi og hlutur hans á tónleikunum var bæði mikill og góður. Einnig þáttur mannsins að tjaldabaki, Tom Gligor- offs. íslenska óperan er fædd. Enn er hún barn i reifum, en allt bendir til að hún eigi að geta fengið að vaxa og dafna eins og önnur börn, ekki síst þar sem hún er í hugum margra óska- barn. Ég á henni aðeins eina ósk til handa — Viva l’Opera.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.