Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. I I Liggur vel á Blönduósbúum sem ólmir vilja fá Blönduvirkjun Einn og einn fylgir Páli á Höllustöðum —segir H jálmar Eyþórsson f réttaritari Dagblaðsins „Á okkur liggur furðanlega vel miðað við tíðarfarið. Tíðin hefur rokk- að í vetur, ýmist verið þíða eða frost,” sagði Hjálmar Eyþórsson fréttaritari Dagblaðsins á Blönduósi þegar hann var inntur eftir fréttum úr byggðar- laginu. „Hér er enginn snjór, varla hægt að fara á skíði og í vetur hefur verið ákaf- lega snjólétt. Og í rokinu á dögunum gerðist svo iítið að menn þora varla að nefna það eftir öll ósköpin sem gengu á fyrir sunnan. Það var varla meira en að losnuðu og fykju fáeinar járnplötur.” Blönduvirkjun er eðlilega mikið til umræðu á Blönduósi og annars staðar í sýslunni. Eða eins og Hjálmar orðaði það: „Auðvitað er mikill hugur i mönnum að fá þessa virkjun. Hún myndi gjörbreyta öllu atvinnulífi í hér- aðinu. Við heyrum varla raddir á móti Blönduvirkjun nema einn og einn mann frammi I sveit sem fylgir Páli á Höllustöðum!” Félagslífið er í daufara lagi, þó var þorri blótaður baki brotnu og mikið étið að vonum. Húnvetningar eru ann- ars hressir í anda og láta ekki á sig fá þó að Rússaflensunni hafi smávegis skotið niður og hún lagt mann og mann i rúmið. - ARH Ómar og Jón Ragnarssynir á fullri ferð á isilagðri brautinni. Ómar Ragnarsson um Swedish Intemational rallið: FORMSATRIÐIN VORU „Það erfíðasta við þessa keppni má segja að hafi verið undirbúningurinn. Við þurftum að standa í alls konar formsatriðum til þess að fá skoðun á bílinn og geta verið með. Til dæmis vorum við aðeins fjóra daga í Svíþjóð við að gera okkur klára en tíu í Nor- egi,” sagði Ómar Ragnarsson er rætt var við hann um þátttöku hans og Jóns bróður hans í sænska rallinu Swedish International. Ómar og Jón eru fyrstu íslending- arnir sem taka þátt i alþjóðlegu ralli á erlendri grund. Þeir fóru utan með þeim eina ásetningi að ljúka keppni og stóðu við það. Þeir höfnuðu í 66. sæti. Af 116 bílum, sem hófu keppni, komust 73 í mark. Sigurvegari varð Hannu Mikkola frá Finnlandi. Hann ók á Audi Quattro. Landi hans Ari Vatanen varð í öðru sæti og Finninn Pentti Arikkala hafnaði í þriðja sæti. Þeir óku báðir á Escort. Það varð Svíum mikið áfall að Finnar skyldu hafna í þremur efstu sætunum því að þeir höfðu haft yfir- burði i þessari keppni í um þrjátíu ár. Þeim tókst þó að ná fjórða, fimmta og sjötta sætinu. Anders Kulláng varð i fjórða sæti, Stig Bomqvist í fimmta og Björn Johansson í sjötta sæti. Swedish International rallið fór fram dagana 13.-15. þessa mánaðar. Leiðin, sem ekin var er 1.350 kílómetra löng. Þetta rall er eitt af tíu sem gefa ökumönnum stig til heimsmeistara- nafnbótar. „Sænska rallið sker sig að nokkru leyti frá öðrum í heimsmeistarakeppn- inni,” sagði Ómar. „Viðast hvar eru menn úr leik eftir að hafa keyrt bílana sina í hass. í sænska rallinu koma margir í mark á óskemmdum bílum, en ef þeir fara út af þá eru þeir úr leik. Allt í sambandi við keppnina er mjög strangt. Tími til viðgerða er til dæmis ákaflega naumur. Við Jón fengum að finna fyrir því þegar bilaði hjá okkur ljósrofi. Þá fyrst áttum við á hættu að detta úr keppninni því að bílarnir eru skoðaðir hvað eftir annað. Fyrir bragðið vorum við á sífelldum þönum þegar tækifæri gafst til að fara yfir búnaðinn og því vildi ýmislegt ann- að gleymast. Eins og til dæmis að hella bensíni á bilinn. Við þurftum að bregða okkur í sparakstur einu sinni vegna þess hve bensínlitlir við vorum orðnir. Það voru einir 22 kílómetrar sem við lögðum að baki í þessum sparakstri. Þá má geta þess að við áttum í tals- verðum dekkjavandræðum. Við fengum ekki þau dekk sem við vorum búnir að panta nema að takmörkuðu leyti. Á fyrstu tveimur sérleiðunum í keppninni vorum við. á vitlausum dekkjum og gekk því að vonum illa.” Auk Ómars og Jóns fór dálitill liópur Islendinga lil Svíþjóðar til að fylgjast með rallinu. Meðal þeirra var Ólafur Guðmundsson sem tók meðfylgjandi myndir. Hann kvað starfsmenn við rallið hafa verið um 1500 og allt skipu- lag eins og bezt varð á kosið. Ólafur kvað ferðina hafa verið mjög gagnlega fyrir íslendingana og Ómar tók í sama streng. , ,Það var óskaplega mikil reynsla að vera með í þessu,” sagði Ómar. „Það er eiginlega synd og skömm að notfæra sér hana ekki í öðrum keppnum. Við bræðurnir ætluðum bara að fara einu sinni í svona keppni, en nú langar mann auðvitað að fara aftur. — Nei, það eru engar áætlanir um frekari ferðir, en auðvitað miðlar maður öðrum af þessari reynslu, sem maður hiaut þarna úti í Svíþjóð. . - ÁT Þó að þcir bræður yrðu ekki ofar í röð- inni en í 66. sæti sló Ómar í gegn við verðlaunaafhcndinguna. Þar hcrnidi hann eftir jeppakcppni, eins og honum einuin er lagið. Sá þá niður í úfinn á mörgum kcppendum og aðstoðarmönn- um sem viðstaddir voru. Verðlaunaafhendingin. Finnar unnu þrefaldan sigur. Í efsta sæti varð Hannu Mikkola, þá kom Ari Vatanen og Pentti Airikkala varð númer þrjú. Sigurvegari i sænska rallinu varð Finninn Hannu Mikkola sem ók Audi Quattro. Hann er nú f efsta sæti heimsmcistarakeppninnar að tveimur keppnum loknum ásamt Jean Ragnotti frá Frakklandi og Svíanum Anders Kulláng. DB-myndir: Ólafur Guðmundsson. gr, VINNUEFTIRLIT M RÍKISINS Síðumúla 13,105 Reykjavík. Sími 82970. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar neöangreindar stöður við Vinnueftirlit ríkisins: Yfirlæknir Viðkomandi skal vera sérmenntaður í atvinnusjúkdóma- fræði, embættislækningum eða liafa jafngilda menntun til starfsins. Verkefni yfirlæknis eru skilgreind í 68. gr. laga nr. 46/1980. Upplýsinga- og fræðslufulltrúi Viðkomandi skal hafa staðgóða menntun og starfsreynslu á sviði upplýsinga- og fræðslumála eða hliðstæðra starfa. Umdæmiseftirlitsmaður á Austurlandi með aðsetri á Egilsstöðum eða Reyðarfirði. Krafist er staðgóðrar tæknimenntunar, a.m.k. vélstjóra IV. stigs með sveinspróf eða jafngildrar menntunar auk starfs- reynslu. Umdæmiseftirlitsmaður á Vesturlandi með aðsetri í Borgarnesi, á Akranesi eða ná- grenni. Krafist er staðgóðrar tæknimenntunar. a.m.k. vél- stjóra IV. stigs með sveinspróf eða jafngildrar menntunar auk starfsreynslu. Vinnueftirlitsmaður til eftirlits með byggingarvinnustöðum og trésmíðafyrir- tækjum á höfuðborgarsvæðinu. Krafist er sveinsprófs í tré- smíði eða húsgagnasmíði og víðtækrar starfsreynslu. Vinnueftirlitsmaður til eftirlits með heilbrigðisstofnunum, þjónustufyrir- tækjum, skrifstofum og skyldri starfsemi. Krafist er staðgóðrar menntunar og starfsreynslu með tilliti til ofan- greinds starfssviðs. Umdæmiseftirlitsmenn og vinnueftirlitsmenn þurfa að gangast undir námskeið sem haldin verða á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Launakjör verða samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins, Síðumúla 13, Reykja- vík, eigi síðar en 15. mars nk. EINNA ERFIÐUST

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.