Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 16
16 I Menning Mennint Ustatók°8g*gnn,V’ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Memingarverðlaiinin ámorgun: endurtóte ílj6ssKo6|*'s*na nng Menning * Mennii 17/ heiðurs eða óþurftar? Á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar, verður tilkynnt um það hverjir hljóta Menningarverðlaun DB fyrir árið 1981. Sex dómnefndir hafa setið að stðrfum undanfarnar vikur og veitir DB nú i fyrsta sinn viðurkenningu fyrir kvikmyndagerð. Þetta er i þriðja sinn sem Menningarverðlaun DB eru veitt og eru þau & góðri leið með að verða arf- takar Silfurhests og Silfurlampa i vitund alls almennings. Magdalena Schram, leiklistargagnrýnandi Vísis: „Óhætt að óska verðlauna- höfum fyrirfram til hamingju — Kstraen gæði fremur en söluhæfni ráða vai dómnefnda” „Liklega er ekkert nema gott um allt það að segja, sem vekur athygli á Magdalena Schram. listaverkum og veitir viðurkenningu fyrir þau,” sagði Magdalena Schram, leiklistargagnrýnandi Visis „Raunar þykir mér Dagblaðið standa sig nokkuð vel, hvað varðar þessi svo- kölluðu menningarmál í þvi að hafa á sinum snærum ábyrgan menningar- ritstjóra og gagnrýnendur, hverra dómgreind er hægt að treysta á flest- um listasviðum. Reyndar imynda ég mér, að það sé fyrir þeirra orð, að fámennar dómnefndir skeri upp úr um, hver hljóti verðlaunin hverju sinni. Viðkomandi verðlaunahafi getur verið nokkurn veginn viss um að ' hafa verið valinn af fagþekkingu og að listræn gæði, fremur en vinsældir og/eða söluhæfni þess, sem hann skapar, ráði vali dómnefndar. 1 þetta sinn að minnsta kosti lætur DB það eftir sér að segja sem svo, að vinsældiroggæðiséuekkieitt oghið sama. Fyrir þessar sakir er óhætt að óska tilvonandi menningarverðlauna- höfum blaðsins fyrirfram til hamingju,” sagði Magdalena Schram og bætti við: „Hinu má þó ekki gleyma, að listir eru aðeins einn þáttur i menningu þjóðar og lofsverð fram- koma við þann þátt nægir ekki ein til að geta hrósað sér af menningarlegu yfirbragði. En þetta er ef til vill augljósara en svo að það þurfi að taka fram.” -IHH. Egill Friðleifsson tónlistarkennari: „Umstangið er umdeilanlegt — en þó er ég heldur hlynntur þessum verðlauna veitingum en hitt” „Þessar verðlaunaveitingar hafa tvær hliðar,” sagði Egill Friðleifsson tónlistarkennari, sem í vetur hefur kynnt islenzka tónlistarmenn i sjónvarpinu mánaðarlega. „Það er ekki auðvelt að draga menn í dilka og gera upp á milli lista- manna og listaverka. Hlutverk dómenda er því ekki öfundsvert — og allt umstangið raunar umdeilanlegt. Ég gleðst hins vegar alltaf með þeim, sem hljóta viðurkenningu fyrir unnin afrek — og þess vegna er ég heldur hlynntur þessum verðlauna- veitingum en hitt, þrátt fyrir aug- Ijósa annmarka,” sagði Egill Friðleifsson. -IHH Egill Friðleifsson. DB-mynd: Bjarnleifur. DB mun afhenda þessi verðlaun við sérstakan hádegisverð i Þingholti, Hótel Holti og eru þau nú i formi postulinsskjalda, sem Kolbrún Björgólfsdóttir keramikhönnuður hefur hannað, en áður hafa þau Jónina Guðnadóttir og Haukur Dór unniðgripi þessa fyrir DB. Dómnefndir skipa gagnrýnendur DB á hinum ýmsu sviðum menning- armála, sérfræðingar „utan úr bæ” og gagnrýnendur annarra blaða og því ætti að vera tryggt að úrslitin verði sanngjörn og gefi rétta mynd af þróun íslenskra menningarmála á árinu 1980. Fyrri verðlaunahafar DB eru Ása Sólveig rithöfundur, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Manuela Wiesler flautuleikari, Helga Ingólfs- dóttir semballeikari, Gallerí Suður- gata 7, Rikharður Valtingojer grafik- listamaður, Stefán Baldursson leik- stjóri, Kjartan Ragnarsson leikari og leikritahöfundur, Gunnar Hansson arkitekt, Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt. En ekki eru allir á eiÁ sáttir um gildi verðlaunaveitinga flf þessu tagi og þvi höfum við beðið nokkra lista- menn og gagnrýnendur að segja skoðun sina á Mennifigarverðlaunum DB. -AI. Sigurður Harðarson arkitekt: „Verðlaunin geta skapað umræðu —fólk tengir ekki arkitektúr við alvarlega sköpun” ,,Ég veit ekki hvort ég á að tjá mig nokkuð í þessu sambandi,” sagði Sigurður Harðarson arkitekt, „sum- um finnst arkitektar eigi bara að þegja og teikna. En það sem fyrst kemur upp i huga mér er, að svona verðlaun geti verið þáttur i að skapa umræðu um þau verðmæti, sem um er að ræða í hverju tilviki. Arkitektúr hefur ekki fengið þann sess í hugum fólks, að hann sé eitthvað sem þurfi að ræða um. Fólk tengir arkitektúr ekki við alvarlega sköpun. Svona verðlaun geta orðið hvati til að þessi grein sé tekin alvarlega. Siðan má deila um hvaða aðilar ættu helzt að leggja mat á arkitekta og standa fyrir umræðu um verk þeirra. Ágætt, ef Dagblaðið gerir það, en auðvitað kemst maður ekki hjá því að láta sér detta i hug, að DB sé að þessu til að vekja athygli á sjálfu sér og skapa sér með þessu móti visst menningarálit. Annars hef ég verið nokkuð sáttur við hvar verðlaunaveitingar Dag- blaðsins i arkitektúr hafa lent. Sigurður Harflarson mefl barn sitt. DB-mynd: Bjarnleifur. Kannske mætti hugsa sér að ná- kvæmari flokkun væri viðhöfð. Verkefnin eru svo margvísleg. Eitt er að teikna opinbera byggingu, annað að gera gott íbúðarhús, það þriðja að gera upp gamalt hús. Þetta er svo ólikt og menn hafa misjafna möguleika tii að „láta Ijós sitt skína”. Það er ekki sambærilegt að fást við að byggja fyrir hið opinbera með sterkan fjárhagslegan bakhjall eða reyna að finna góða lausn fyrir einstakling þar sem kannske þarf að gera mikið úr litlu,” sagði Sigurður Harðarson að lokum. -IHH. Áskriftarsími Eldhúsbókarinnar er 2-46-66 FILMUR OC VÉLAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14-S 21715.23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bilaleigubílum erlendis Þeir höföu hugsað sér að leggja í langferð, þessir krakkar sem DB- menn hittu á leikvelli í Kópavogi á dögunum áður en föstrur lentu svo illilega upp á kant við bœjaryfirvöld að dagvistarstofnunum þar í bœ var lokað. Ekki er útlit fyrir að börnin hafi komizt langt á farar- tœkinu því arna en engu að síður eiga þau vœntanlega öll langa og blómlega lífsgöngu fyrir höndum. DB-mynd Einar Ölason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.