Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞR4BJUÐAGUR 24. FEBRÚAR 1981. a Erlent Erlent Erlent Erlent D - ............... * Unglingavandamál íJapan —Unglingar frömdu 40% afbrata síðasta árs Úr Nissan bilaverksmiðjunni f Zawa. Hér kemur mannshöndin litið við sögu. Alit er unnið af vélmennum. Baldur Hjaltason skrifar f rá Japan notkun en t.d. Bandaríkjamenn. Kostirnir eru margir. Japönum hefur tekist að halda niðri framleiðslur kostnaði og verða því samkeppnis- færari en keppinautarnir. Gott dæmi um þetta er einmitt bíla- iðnaður þeirra. Einnig aukast vörugæði því vélmennin gera færri mistök en mennirnir. Japanir eru komnir svo langt að búið er að reisa verksmiðju sem framleiðir vélmenni — og auðvitað kemur mannshöndin þar lítið við sögu. Allt er sett saman af vélmennum. Utanaðkomandi áhrif Til að kóróna allt saman þá hefur notkun ávana- og fíkniefna einnig: aukist hjá unglingunum, þótt enn sé; hún brotabrot af því sem aðrar þjóðir hafa. Um 1800 unglingar undir tví- tugu voru tengdir eiturlyfjum sl. ár, sem var 38,7% aukning frá fyrra ári og 10-föld sé miðað við sambærilegar tölur frá 1975. Greinilegt er að japanskir ungling- ar hafa orðið fyrir töluverðum áhrif- um erlendis frá, sérlega frá Banda- ríkjunum. Bandarískar kvikmyndir eru mjög vinsælar hér og sérlega hryllings- og ofbeldismyndir. Hér eru engin aldurstakmörk á kvikmynda- sýningum og eingöngu klám en ekki ofbeldi klippt burtu. Þvi geta ungl- ingarnir séð myndir sem á íslandi myndu vera bannaðar stranglega fyrir börn yngri en 16 ára. Þau atriði sem drepið hefur verið á eru aðeins hluti af vandamálinu. Það er einnig gefið mál að hin öra efna- hagsþróun sem japanskt þjóðfélag hefur gengið í gegnum á fáum áratug- um er hluti vandans. En hvað sem öllu líður skulum við vona að þessa ofbeldisöldu lægi fljótlega og Japanir geti áfram verið stoltir af því að búa í einhverju öruggasta landi i heimi, a.m.k. hvað varðar ofbeldi og auð- vitað miðað við fólksfjölda. Bakkfirömgarí Bakkfirðingamót verður á Hótel Esju, 2. hæð, laugar- daginn 28. febrúar. Húsið opnað kl. 21. Matur borinn fram kl. 22.30. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Skemmtinefndin I Japan tiðkast enn sérstakir skólabúningar. Myndin er af unglingaskólanemendum. í japönskum dagblöðum mátti lesa nýlega þær fréttir að aldrei í sögu New York borgar né Los Angeles hefðu fleiri verið drepnir en sl. ár. 1 New York voru fórnarlömbin yfir 2000 og í Los Angeles var aukningin hvorki meira né minna en 25%. Fyrir Japana eru þessar tölur ótrúlegar því þótt ótrúlegt megi virðast getur fólk gengið um götur Tokyoborgar um hánótt án þess að eiga á hættu að vera rænt hvað þá drepið. Tokyo er og hefur verið talin ein öruggasta stórborg veraldar og með réttu. Aftur á móti hefur á sl. árum vaknað sú spurning hve lengi þetta muni standa. Ofbeldi ískólum Ein af ástæðunum eru aukin af- brot unglinga. Samkvæmt skýrslum lögreglunnar frömdu unglingar 40% af þeim 355.385 afbrotum sem fram- in voru í Japan á fyrstu ellefu mán- uðum sl. árs. Var þetta 16,2% aukn- ing frá siðasta ári.Alvarlegast er þó að hlutur unglinga í málum sem tengjast ofbeldi og barsmíðum jókst nokkru hraðar eða um 23,6% miðað við árið á undan. Flest málin eru þó minni háttar afbrot svo sem vasa- þjófnaðir, reiðhjólaþjófnaðir og búðahnupl. Um 70% þessara ungl- inga eru áaldrinum 14—16 ára. Annað sem veldur yfirvöldum áhyggjum er aukið ofbeldi i unglinga- skólum. Hvað eftir annað má lesa í dagblöðunum um nemendur sem langt hafa hendur á kennara sína og í sumum tilfellum valdið umtals- verðum líkamsmeiðingum. Um 300 þannig mál komu upp sl. ár. Allar þessar tölur um aukið ofbeldi eru einkar sláandi ef haft er í huga hve Það þarf ekki að fara langt frá borgarkjarna Tokyo til að finna bíla- verksmiðju. 35 kílómetra suður af Tokyo, í Zawa, Kawagawa héraði er nýleg bílaverksmiðja þar sem framleiddar eru Nissan bifreiðir en undir því nafni ganga Datsun bif- reiðir hér í Japan. Þegar inn í verk- smiðjuna er komið blasir við mikilfengleg sjón, langar raðir af bílum á ýmsum samsetningarstigum, sem mjakast hægt en sigandi eftir færiböndum. Það sem stingur í stúf er að varla sést nokkur maður i verk- smiðjunni. Allt er gert af vél- mennum. 98% af samsetningunni eru' unnin af sjálfvirkum vélmennum,1 sem er stjórnað af tðlvu. Yfir 50.000 vólmenni í notkun Áætlað er að nú séu yfir 50.000 iðnaðarvélmenni í notkun hér í Japan, aðallega í bíla-, plast- og málmiðnaði. Flest þessi vélmenni eru einfaldrar gerðar og geta ekki fram- kvæmt flóknar aðgerðir en 20%, eða yfir 10.000, eru „klár” vélmenni, þ.e. þau eru með tölvu sem heila og geta framkvæmt næstum allt sem mannshöndin getur gert. Til dæmis ofbeldi er fágætt í svona stóru þjóð- félagi. Inntökupróf En hver er ástæðan? Hefur eitt- hvað brugðist í uppeldi unglinganna? Enginn hefur getað svarað þessu með vissu en bent hefur verið á ýmsar skýringar. Ein er núverandi náms- fyrirkomulag. Til að fá aðgang að menntaskólum, háskólum og öðrum æðri menntastofnunum verða stúd- geta vélmennin í Nissan verk- smiðjunni greint milli 2 og 4 dyra bíla og valið réttan topp á hinar mis- munandi gerðir Nissan o.s.frv. Nissan tók fyrsta vélmennið í notkun árið 1969, árið 1975 voru þau orðin 52 og í árslok 1980 voru 272 vélmenni í þjónustu Nissan. Síðast- liðin 10 ár hefur velta Nissan aukist um nær 200%. Aftur á móti hefur starfsmannafjöldinn ekki aukist nema um 14%. Hvað segja stéttar- fólögin? Talsmaður Nissan viðurkennir að eitt meginmarkmiðið með notkun vélmenna sé að fækka starfsfólki. Um 99% starfsmann Nissan séu með entar að ganga undir ströng inntöku- próf, sem margir hverjir standast ekki. Mikil áhersla er lögð á að nem- endur stundi sitt undirbúningsnám vel til að standast inntökuprófin, svo unglingarnir eru undir miklum þrýst- ingi, bæði frá foreldrum og þjóðfé- laginu. Því gæti þessi ofbeldisalda verið eins konar uppreisn gegn kerf- inu. Annað atriði er að japönskum unglingum finnst þjóðfélagið ekki einhverja framhaldsmenntun og ,,eru guðs lifandi fegnir að fá að gera eitthvað annað en að mála eða log- sjóða” eins og talsmaðurinn orðaði það. En hvað segja stéttarfélögin? Seigo Kojima fulltrúi málmiðnaðar- manna segir að þörf sé á vélmennum, enginn sé t.d. reiðubinn til að vinna 8 tima á dag við að lakka bíla, ef hann kemst hjá því. Þessi sam- vinnuþýðni japanskra stéttarfélaga á rætur að rekja til lítils at- vinnuleysis (innan við 2%), lágs eftir- launaaldurs (yfirleitt 55 ár), lágrar bjóða upp á nógu mikla framtíðar- möguleika. Fæstir fá þá vinnu sem þeir óska sér, því margir eru um hverja stöðu og verða unglingarnir því að loknu námi að taka hverja þá stöðu sem býðst, hvort sem þeim likar hún eða ekki. í Japan er yfirleitt um æviráðningu að ræða og mjög sjaldgæft að fólk skipti um vinnu. Eins finnst ungu fólki frítími lítill því hér í Japan er vinnudagur Iangur og y firleitt er unnið sex daga vikunnar. tíðni fólksfjölgunar og svo siðast en ekki síst að um æviráðningu er að ræða i Japan, þ.e. fyrirtækið sér um að útvega aðra vinnu með sömu laun, ef vélmenni tekur yfir verksvið við- komandi. Aukin vörugæði Þetta góða samkomulag milli stéttarfélaga og atvinnurekenda hefur gert það að verkum að Japan er með 3—4 sinnum fleiri vélmenni i ERU VÉLMENNIÞAÐ SEM K0MA SKAL? Vanir rafsuðumenn og menn til logsuðu óskast. J. HINRIKSSOIM H/F, VÉLAVERKSTÆÐI SÚÐARVOGI4. - SÍMAR 84677 og 84380.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.