Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 2
2 r VIUA LEIGJA LANDSVÆÐI Á ÍSLANDI —flýja Borgundarhólm indan átroðningí danskrastjómvalda Tonny Pedersen, Östergade 18, 3770 Allinge, Bornholm, Danmark, skrif- ar: Mig langar til að biðja DB að birta eftirfarandi bréf til aíþingis íslend- inga og íslenzku þjóðarinnar. Ég skrifa þetta bréf fyrir hönd samtaka fólks hér á Borgundarhólmi sem vilja hafa þjóðerni, mál og menningu okkar í friði fyrir átroðn- ingi danskra yfirvalda. Við leitum til ykkar þar sem þið hafið verið undir yfirráðum Dana og skiljiö þá sennilega bezt allra okkar afstöðu. Það sem við erum að falast eflir er landskiki á íslandi þar sem við gæt- um fengið að vera í friði með okkar þjóðerni, mál og menningu. Hingað til hefur okkur tekizt að varðveita mál okkar og önnur sér- kenni eins og ykkur tókst þegar þið voruð undir Dönum, en nú ætlar danska nýlendustjórnin' hér á Borg- undarhólmi að leggja til atlögu við Borgundarhólmsbúa sem sérstaka þjóð. En með inngöngu Dana i Efna- hagsbandalagið og nýjum lögum sem kveða á um að danska skuli töluð í skólum og barnaheimilum á i eitt skipti fyrir öll og þurrka út öll sér- kenni Borgundarhólmsbúa. Eina leiðin fyrir okkur sem viljum ekki blandast Dönum er því að flýja land og leigja eyju eða landspildu annars staðar. Með kærum kveðjum og von um góðar undirtektir, kærar þakkir. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981. Í þessu bréfi fjallar Siggi flug um samyrkjubú eða Kibitz þeirra Ísraelsmanna. Hér er veriö áð uppskera vínber. Enn einu sinni getum viö boðið fáeina Plymouth Volaré Premier 4dr árgerð 1979 á einstæðu verði sem ekki verður hægt að endurtaka. Bílarnir voru smíðaðir sam- kvæmt þýskum gæðakröfum, sem kunnar eru. Af útbúnaði má nefna sjálfskiptingu, vökvastýri, aflhemla, 318 cu. in 8 cyl. vél, pluss klædd 60/40 stólasæti, auk Ijósa- búnað, hitaða afturrúðu, rafmagnsklukku, gúmmíkant og gúmmipúða á stuðurum, styrktan undirvagn, deluxe hjólhemla og m.fl. Hér er um takmarkaða sendingu að ræða. Bílarnir koma eftir nokkra daga. Verð aðeins ca kr. 122.500.- fölfökull hf. Ármúla 36 Sími: 84366 - . - -- • KIBIT- ZER —sásemítureftirað engjnnhafirangtvið Slggi flugskrifar: Kib-itz-er þýðir á Yiddish (gyðingamáli) samkv. orðabók Websters: „An onlooker, as at a card game who volunteers advice. Kibitz, sem hér verður gert að umræðuefni er samyrkjubú á Yiddish. Það er oft vitnað til samyrkjubúa í USSR sem einhvers sem Rússar hafi fundið upp, upp úr byltingunni, sem sé eitthvert kommúniskt fyrirbæri. En þetta er mesti misskilningur. Kibitz, hin fyrstu samyrkjubú, voru sett á laggirnar i ísrael sem nokkurs konar varnir gegn árásum araba, sem voru mjög tiðar eftir að gyðingar fengu Palestínu. ' 1 þessum Kibitz voru t.d. margir bændur sem áttu hver sinn skika af landi og þannig sett upp að hver átti land í geisla út frá miðjunni, líkt og appelsínu-mynstur, en í miðiu var eins konar virki og í því virki var vopnaður maður sem hafði vakandi auga á öllu sem reyndi að læðast að úr öllum áttum, en það voru fjand- menn gyðinga, arabarnir, sem reyndu að gera þessum nýju íbúum landsins ýmsar skráveifur. Á meðan einhver var í varðturninum gátu bændurnir unnið að jarðræktinni nokkuð óhultir. Áður en þetta Kibitz kerfi var tekið upp þurftu bændurnir að hafa vopn sín hjá sér við vinnuna sem að sjálf- sögðu var óhentugra. Hægt var auk þess að læðast að þeim, sem stundumvargert. Þannig urðu þessi samyrkjubú vitlaust hugtak fyrir samyrkjubú í USSR, sem vinna eftir sósíal- stefnunni og er allt annað en varnar- búin í ísrael. Það getur vel verið að bændurnir í Kibitz haft vegna þæginda byrjað á því að selja afurðir sínar á sameigin- legum markaði og hafi með því einhver áhrif á verð t.d. Er þá komin skýring á þvt hvaðan orðið Kibitz er komið, en það er eins og Webster segir haft um þann sem lítur eftir (onlooker), þótt til skýringr ar sé getið manns i „card game” sem lítur eftir að enginn hafi rangt við (í spilum). Þetta eru því engin rússnesk snið- ugheit en notað í ísrael, upprunalega sem varnarkerfi; Rússum eru um of þökkuð ýmiss konar sniðugheit sem þeir eiga engan hlut að. Mérdatt" þetta (svona) í hug. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.