Dagblaðið - 26.02.1981, Page 28

Dagblaðið - 26.02.1981, Page 28
28 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1981 íslenzki þjóðbúningurínn vakti athygli: Landinn á skján- um í Uruguay Akureyri: Sjallinn styttir afgreiðslu- tímann — á föstudagskvöld- um vegna slœmrar reynslu af afgreiðslu- reglum Steingríms — áfram boðið upp á nœturskrall til klukkan 03 á laugar- dagskvöldum. „Við breyttum opnunartimanum að undangenginni rækilegri könnun á því hvenær gestirnir kæmu og færu af staðntim. Eftir reynsluna sem fékkst á föstudagskvöldið er öruggl að breytingin verður varanleg,” sagði Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Sjallans eina og sanna, Sjálfstæðishússins á Akureyri. Opnunarlima Sjallans var breytt á sínunr tima, eins og svo fjölmargra veitingastaða, eftir að Steingrimur dómsmálaráðherra Hermannsson breytti reglugerð unt opnunartíma um árið. Unr helgar var opið í Sjall- anum til klukkan þrjú að nótlu. En síðastliðið fösludagskvöld auglýsti svo Sjallinn aðeins opið til kl. 2, en til kl. 3 á laugardagskvöld eins og áður. „Við könnun kom í Ijós að fólkið kom á föstudagskvöldum á tímabil- inu 00.30—1.00 og var farið að tín- asl burtu uppúr kl. 2. Við ákváðunr að prófa að hafa opið aðeins til kl. 2, enda cr þessi cini klukkutími mjög dýr l'yrir húsið. j staðinn auglýstum við að á bilinu kl. 9 til 11 á föstu- dagskvöldið yrði tekið á móti liðinu mcð snittum, hanastéli og hugguleg* heitum. Og þá bar svo við að flestir gestirnir voru komnir fyrir hálftólf og sárafáir voru óánægðir meðstyttri opnunartima. Á laugardögunt horfir málið öðruvísi við enda breytist opn-- unartíminn ekki þá.” Sjallinn býður gestum upp á dans í tveimur sölum á tveimur hæðum. í aðalsalnum sjá hljómsveitin Vaka og Erla Stéfánsdóttir söngkona dönsur- um fyrir tónlist en á efri hæð ræður diskóið rikjum. Og um næstu helgi heltekur rokkið Sjallann. Fá ætla Ut- angárðsmenn að rokka Akureyringa uppúrskónum. -ARH. Vúdú-it yourself tónleikar á Borginni: ÞEYR FRUMFL YTURFJÖGURNÝLÖG — íslenzk kona með hálftíma sjónvarpsþátt um land og þjóð Landinn fer ótrúlega víða og-það eru fáir staðir á jarðarkringlunni þar sem ekki er möguleiki að hitta einn af skerinu. í því fjarlæga landi Uruguay búa þrír íslendingar, allir tengdir 'flugi á einn eða annan hátt. Þessir þrírbúa í höfuðborginni Montevideo. Hætt er við að þarlend alþýða viti næsta lítið um ísland, eylandið í norðri, en taéplega hallast á því varla er mörlandinn margfróður um mann- líf í þessu Suður-Ameríkuríki. En vitneskja Uruguaybúa hefur þó auk- izt nokkuð, þökk sé einum landanum þar, Maríu Karlsdóttur Huesmann. María er gift Luxemborgara og hafa þau búið á þriðja ár í Monte- video. Maður hennar starfaði áður hjá Cargolux i Luxemborg en er nú framkvæmdastjóri Aero Uruguay, sem er dótturfyrirtæki Cargoluxi María kynntist 1<onu, sem starfar við sjónvarpið í Uruguay og sér þar um landkynningarþætti. Henni datt í hug að kynna ísland og fékk Maríu í lið með sér. Þær gerðu siðan í sam- einingu hálftíma þátt um ísland, sem sjónvarpað var beint 14. janúar sl. Þar var viðtal við Maríu um land og þjóð og hún kom þar fram á islenzk- um búningi. Jafnframt sýndi hún ýmsa muni frá íslandi og fatnað, sern einkennir íslenzka framleiðslu, t.d. íslenzkan ullarfatnað. Þá hafði María fengið landkynn- ingarmynd frá Flugleiðum og var hún sýnd í þættinum. í Uruguay er aðeins svart/hvítt sjónvarp þannig að litir landsins nutu sín ekki sem skyldi en aftur á móti vakti íslenzki búningur- inn mikla athygli og hefur María fengið fyrirspurnir um hann síðar. María er íslenzkur ríkisborgari þótt hún hafi búið erlendis frá því að hún gekk í hjónaband í Luxemborg árið 1969. Hún starfaði áður sem flug- freyja hjá Loftleiðum. Foreldrar hennar eru Jóhanna Gísladóttir og Karl Pétursson og búa þau i Reykja- vík. -JH. Brúðkaupsmynd af Maríu Karísdótlur og manni hennar, Huesmann frá Luxem- hor/-. Hann er nú framkvcemdastjóri Aero Urupuay oy húa þau hjón í Monte- video. Maria er hér í isienzka búningnum, sem athygii vakti i sjónvarpsþœttinum þar sem ísiand oy íslendinyar voru kynntir. Höskuldur í or- lof — Þorsteinn leysir af Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, fór í orlof um síðustu helgi. Gegnir Þor- steinn Geirsson skrifstofustjóri störf- um ráðuneytisstjóra i fjarveru hans. Orlof sitt hyggst Höskuldur nota til kynnisferðar á nokkra staði í Bandaríkjunum á vegum Eisenhower Foundation, í þeim tilgangi meðal annars að kynnast einkum þeim þátt- um stjórnsýslunnar þarlendis, sem skyldastir eru störfum hans hér. Höskuldur er væntanlegur heim aftur um miðjan júnimánuð. „íslenzk þrœlasala” í umburðarbréfi frá fjölda sam- taka um allan heim til verndunar mannréttindum, dýrum og lífinu yfir- leitt, er fjallað um „íslenzka þræla- sölu”. Þar er átt við veiðar á lifandi háhyrningum og sölu þeirra viðs vegar um heim. Ekki skal fjölyrt um efni þessarar útgáfu að öðru leyti en að geta þess, að í henni er ein mynd af háhyrningi með djúpar frostsprungur í skrápn- um — hörmulegt slys, sem varð í Sædýrasafninu í febrúar 1979. Ljós- myndina tók Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari DB, nú Vikunnar. Tók því varla að breyta eftir öll þessi ár Thyra Lange Loftsson, kona Pálma Loftssonar forstjóra Skipaút- gerðar ríkisins, var dugnaðarforkur og þekktu hana nær allir Reykvík- ingar fram undir síðari heimsstyrj- öld. Hún var skólatannlæknir í Mið- bæjarbarnaskólanum, þar sem flest börn borgarinnar sóttu skóla. Frúin vakti nokkra athygli vegna þess að hún ók jafnan bíl, en fram á fimmta áratug aldarinnar var það heldur fátítt að sjá konur akandi. Þegar hægri umferðin var upp tekin hérlendis árið 1968 hélt hún í byrjun fyrri vana og var að sögn strax stöðvuð af lögregluþjóni, sem benti henni á breytinguna. ,,Æ já, en ég held að ég sé orðin of gömul til að fara að breyta til úr þessu.” Hvernig á fólk að þekkja allar þessar bílateg- undir? Þegar Ásgrímur Halldórsson var kaupfélagsstjóri KASK, Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, á Höfn í Hornafirði, átti hann eðlilega erindi til Reykjavíkur endrum og eins. Vegna nokkurra viðskipta við heildverzlun Eiríks Ketilssonar, mæltu þeir Ásgrímur til vináttu. Kom Ásgrímur naumast svo til höfuðborg- arinnar, að hann kæmi ekki við hjá Eiríki á Vatnsstígnum. Eirikur hafði eitt sinn um hádegis- bil brugðið sér erinda í banka. Kom þá Ásgrímur og spurði, hvort stór- kaupmaðurinn væri við. Ung starfs- stúlka kvaðst halda að Eiríkur hefði farið í mat. ,,Nú, er hann ekki á díet?” spurði Ásgrímur. „Nei,” svaraði stúlkan. „Hann er á Hillman.” - BS Hljómsveitin Þeyr hefur að undan- förnu verið að vinna úr afrískri og haitískri tónlistarhefð, svonefndri „Petró-tónlist”, sem mikið er notuð við trúar- og voodooiðkan vissra blá- mannahópa. Afrakstur þess verður kynntur á tónleikum á Hótel Borg í kvöld. ,,í heildina séð má búast við öðru- vísi tónleikum en Þeyr hefur áður haldið,” sagði talsmaður hljómsveit- arinnar, Guðni Rúnar Agnarsson, í samtali við blaðamann. „Þeyr hefur æft mjögmikið að undanförnu, og er nú með urn tuttugu lög fullæfð. Á þeim verður þó stöðug endurnýjun, því að gömul lög eru lögð til hliðar þegar ný eru fullæfð. Á hverjum ein- ustu hljómleikum Þeys að undan- förnu hefur verið frumflutt að minnsta kosti eitt lag. í kvöld leikur hljómsveitin ein fjögur lög, sem ekki hafa heyrzt áður.” Guðni Rúnar sagði að hljómsveitin hafi haft nóg að gera að undanförnu. „Við höfum reynt að fara okkur ekki of geyst, því að liðsmenn Þeys eru allir í skóla eða annarri vinnu. Yfir- leitt hefur hljómsveitin komið fram einu sinni í viku eða tvisvar í mesta lagi.” Þeyr hefur ekki komið fram á opinberum hljómleikum síðan hún tróð upp á Hótel Sögu sællar minn- ingar. Guðni Rúnar var að lokum spurður að því hvort búast mætti við einhverjum óvæntum atburðum í kvöld líkt ogá Sögu. „Allt eins,” svaraði hann og brosti dularfullu brosi. -ÁT.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.