Dagblaðið - 25.05.1981, Síða 12

Dagblaðið - 25.05.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ1981. ffjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaflifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Voidimarsson. j Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. ^ '4 fþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalstekin lngóM|son. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrfmur Pákson. Hönnun: Hilmar Karisson. r Blaðamenn: Anna BJamoson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Slg- urðsson, Dóra Stefánsdóttlr, El(n Albertsdótdr, (sfsli Svan Einafsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ingaj Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porri Sigurðuson, og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldlcari: Práinn Þorlerfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. DreifingarstjóríLValgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Slðumúla 12. J Afgroiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aöalsfmi blaðsins er 27022 (10 línur). Sérfræði í fjárkúgun Læknar og sérfræðingar sjúkrahúsa /5 hafa fundið upp sniðuga aðferð til fjár- kúgunar. Hún bætist við þá fyrri hefð þeirra að hafa sjúkt fólk að gíslum með því að gera verkfall undir því yfírskini, að þeir séu hættir störfum. Sérfræðiþekkingin, sem felst í nýju ~ aðferðinni, gæti orðið arðbær útflutningsvara, því að víða eru mafíur og skæruliðaflokkar, sem jafnan þurfa að leita nýrra leiða til að ná fólki í gíslingu og kúga út fjármuni. Læknarnir hafa komið sér upp innheimtustofnun, sem setur upp einhliða taxta fyrir störf lækna á sjúkra- húsum. Þessi taxti er sendur sjúkrahúsunum. Ráða- menn þeirra vita því af taxtanum, þegar þeir hugleiða að kalla út lækna. Fjárkúgurunum er auðvitað sama um pakkið, enda Hippókrates löngu dauður. Ráðamenn sjúkahúsa búa hins vegar við þá kvöl, að fólk veikist, því versnar og það deyr, ef það fær ekki þá heilbrigðisþjónustu, sem tíðkazt hefur. Samvizkan þvingar ráðamenn sjúkrahúsa til að kalla út lækna. Jafnframt þykjast þeir munu hafna þeirri fjárkúgun, sem felst í reikningunum, er fylgja í kjöl- farið. Þeir eru studdir ráðherra, sem flytur alþjóð sömu, innantómu orðin. Ef sjúkrahúsin neita að greiða fulla reikningsupp- hæð, ætlar læknamafían að sækja þau að lögum. Mál- sóknin mun byggjast á því, að ráðamenn sjúkrahúss hafi vitað um taxta þess læknis, sem út var kallaður. Þetta er mjög sniðug aðferð, mun virkari en sú að senda bara reikninga út i loftið. Læknarnir hafa tölu- verða möguleika á að vinna innheimtumál sín fyrir dómi eins og þau eru í pottinn búin að þessu sinni. Hafandi tapað slíku máli standa ráðamenn sjúkra- húsa áfram andspænis því daglega vandamáli, að fólk veikist, því versnar og það getur dáið. Samvizkan mun áfram bjóða þeim að taka upp símann og hringja í mafíuna. Þannig er meiningin, að fjárkúgunin takist til lang- frama. Þetta er kaldranalegt skólabókardæmi um, að samvizkan bíður ósigur, þegar hún tekst á við samvizkuleysið. Sá vægir, sem ber tilfinningar í hjarta sér. Mikilvægt er, að fólk geri sér grein fyrir, að það eru ekki ráðamenn sjúkrahúsa, sem hafa stefnt heilsu og lífi þeirra í hættu. Þeir, sem leika guð og bera ábyrgð á þeim leik, eru mennirnir, sem tugum saman hætta störfum á skömmum tíma. Jafnframt er æskilegt, að dómstólar átti sig á siðfræði vandans og hinni raunverulegu ábyrgð að baki, í stað þess að stara í blindni á lagakrókana. Virðing fyrir lögum og rétti mun veikjast, ef siðlaus fjárkúgun nær fram að ganga. Ástæða er til að vona, að deiluaðilar komist að sam- komulagi um einhverja hækkun á tekjum lækna, áður en ástandið versnar til muna. Eftir mun þó lengi sitja óbragðið af vinnubrögðunum, sem þjóðin hefur orðið vitni að. Ekki hefur verið upplýst, hvernig fundnar eru tölur hins einhliða taxta. Þær eru töluvert gráðugar, en þó ekki hærri en svo, að venjulegt fólk mundi ekki vilja glata ærunni fyrir þær. Ef aðferðin er eins pottþétt og hún lítur út fyrir að vera, vaknar spurningin um, hvers vegna læknar selja ekki æru sína dýrar en á 70 þúsund nýkrónur á mánuði. Ef menn eru í bransanum, þá eru menn í bransanum. EFNAHAGSLEGT VODAVERK? Allir þeir sem fylgjast eitthvaö með gangi mála I Vestur-Evrópu vita að i þessum heimshluta geisar nú kreppa. Þessi kreppa er ekki bóla sem blásin hefur verið upp og kemur til með að hjaðna aftur í bráðina. Kreppu- ástandið er varanlegt. Allar þjóðir Vestur-Evrópu berjast við þessa kreppu. Margar leiðir eru notaöar og í nútlmaþjóðfélögum^em lúta lýðræöislegri yfirstjórn eru ýms- ar leiðir til að halda kreppunni I skefjum. Það kreppuástand sem steyptist yfir heiminn á þriðja ára- tugnum mun ekki koma aftur. Hver ósigurinn af öðrum En þrátt fyrir margvíslegar ráðstaf- anir gegn kreppunni hefur hún nú þegar valdið miklum hörmungum. Margar milljónir manna eru atvinnu- lausar og atvinnuleysi fer sivaxandi. Vegna þessa þáttar stendur verka- lýðshreyfing á Vesturlöndum ráða- litil eða ráðþrota frammi fyrir mikl- um og vaxandi vanda. Sums staðar mætir verkalýðshreyfingin þessum vanda með örvæntingarfullum að- gerðum. Annars staðar reynir hún að skipuleggja baráttuna og hafa ein- hverja faglega stjórn á atburðarás- inni. En hvarvetna er verkalýðshreyf- ingin í algjörri varnarstöðu og biður viðast hvar hvern ósigurinn af öðrum. fsland er eina landið Hér á fslandi er gliman við krepp- una einnig i fullum gangi. En hér á fs- landi hafa verið notaðar aðrar að- ferðir en annars staðar i þessari glfmu. Hér á íslandi hefur sú póli- tíska tilraun verið reynd að mæta kreppunni með öðrum aðferðum. Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Meðan kreppan á Vesturlöndum veldur miklu og viða gifurlegu at- vinnuleysi hefur íslendingum tekist að halda uppi fullri atvinnu. Þegar félagslegir málaflokkar eins og lifeyr- ir aldraöra, öryrkja og sjúkra og önnur félagsleg samneysla er skorin niður við trog á öllum Vesturlöndum sækja fslendingar fram á þessum sviðum. fsland er eina landið í Vest- ur-Evrópu sem tekist hefur að halda kreppunni l skefjum á þennan hátt. Margþœtt pólitfsk heppni Þetta eru staðreyndir sem allir sjá fyrir framan augun á sér. En hverjar eru orsakir þessara staðreynda? Orsakir þess að við erum enn ofan á I þessari gllmu er margþætt pólitísk heppni. Meiri heilbrigð skynsemi er „ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem tekizt hefur að halda kreppunni í skefjum ...” notuð heldur en mörg undanfarin ár eða jafnvel áratugi. Mesta heppnin er þó sú að l póli- tiska forustu landsins hafa valist aðil- ar sem skildu raunverulega ástandiö og höfðu jafnvægi til að mæta því. Hvað sem öðru líður hefur slikt ástand I stjórnarráðinu ekki rlkt hér á landi 1 mörg ár. Almenningur er reiðubúinn Á hina hliðina er svo sú heppni að fólkið I landinu hefur skilið að nú vorum við loksins komin á ystu nöf. Að ekki var lengur hægt að blóð- mjólka kúna. Ekki er ástæða til annars en að ætla að allur meginþorri almennings skilji ástandið rétt og sé reiðubúinn að halda tilrauninni áfram til enda. Hvernig sem þessum málum er velt fram og aftur verður ekki séð að aðr- ar leiðir séu vænlegri en sú sem valin hefur verið. Sú leið að vinna sig í hægri en öruggri þróun út úr ógöng- unum. Það virðist augljóst að allt- venjulegt fólk er reiðubúið að fórna töluverðu til að tilraunin takist I stað þess að leiða yfir okkur þær hörm- ungar sem hvarvetna blasa við annars staðar. Afstaða Ift- illa þrýstihópa Sú hætta sem helst liggur nú I leyni og sem eyðilagt gæti þá tilraun sem nú er gerð er skynlaus afstaða lítilla þrýstihópa sem sjá ekki neitt annað en þrönga stundarhagsmuni sina. Þessir þrýstihópar hafa lengi verið til óþurftar og hafa oft valdið miklum skaöa. Sú hætta vofir yfir að þessir þrýstihópar knýi nú verkalýðshreyf- inguna til efnahagslegra voðaverka. Það hefur áður gerst. Forusta verkalýðshreyfmgarinnar og forusta annarra launþega verða að standast þessa raun. Undir þvi er það komið hvort þokkalegt mannlif og sæmileg lífskjör veröa á íslandi í ná- inni framtið. Hrafn Sæmundsson prentarl. SAMSEKIR, UPPÚR 0G NIÐUR ÚR Þvi verður varla á móti mælt að Is- lendingar eru framtakssamir I eðli slnu. Og þrátt fyrir meðfædda ihalds- semi og fastmótaðar hugmyndir, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna hefur I hinum ýmsu málum, eru þeir á sama tlma opnir fyrir nýjungum. Hinir framtakssömu einstaklingar þessa lands hafa þó löngum átt við ramman reip að draga vegna of- stjórnunar hins opinbera. Ekki er samt hægt aö saka islenzk stjórnvöld eingöngu um þá ofstjóm- un sem þegnar landsins búa við. — Landsmenn sjálfir hafa þrýst fast á .opinbera aðila um að vera sér innan- handar 1 þeim tilvikum þegar afl skortir til þeirra hluta sem gera þarf, nefnilega peninga. Það hefur þvl verið þrautalending margra athafnasamra einstaklinga, þegar öll sund virðast lokuð, að leita Kjallarinn Geir Andersen eftir beinum fjárhagslegum styrk frá hinu opinbera. Valdið voðalaga Hinum framtakssama einstaklingi, sem byrjar aö leita á náðir hins opin- bera með fjárstuðning, má líkja við fíkniefnaneytanda sem ekki getur án fíkniefna verið eftir að hann byrjar að neyta þeirra. Sá sem á allt sitt undir þvi að hið opinbera úthluti honum þvl er til þarf er ekki lengur frjáls. Skammtamir, sem hann hefur þörf fyrir, verða ávallt stærri og stærri og að lokum er hann á valdi hins opinbera. Þetta vald hefur smám saman lam- aö hinn framtakssama einstakling og hann verður aldrei samur eftir. Varla verður þó með réttu hægt að

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.