Dagblaðið - 25.05.1981, Síða 14

Dagblaðið - 25.05.1981, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAt 1981. .. .. . ........................................................... Enska hljómsveitin AnyTrouble leikur á jimm hljómleikum hér — meöal annars kemur hún jram á hvítasunnurokki í Laugardalshöllinni Getur hálfsköllóttur karl með gler- augu orðið poppstjarna? Þessari spurningu er varpað fram í upplýs- ingablaði Stiff hljómplötuútgáfunnar umhljómsveitinaAny Trouble. Ein- hverja trú virðast forráðamenn S'tiff hafa á þvf að svar við spurningunni kunni að vera jákvætt. Alla vega ætla þeir að gefa út aðra LP plötu Any Trouble áður en júnímánuður er allur. íslendingar — eða að minnsta kosti Sunnlendingar, fá þó vonandi! eitthvert forskot á sæluna. Ekki það að platan komi út hér á landi áður en hún verður gefin út erlendis. Nei, Any Trouble er aftur á móti væntan- leg til landsins um fyrstu helgina í júní og ætlar að dveljast hér í nokkra daga. Meðan á dvölinni stendur kemur hún fram á fimm hljómleikum ásamt íslenzkum hljómsveitum. Fyrstu hljómleikarnir verða á Hótel Borg föstudagskvöldið 5. júní. Hápunktur ferðar Any Trouble til landsins verður síðan daginn eftir. Þá kemur hún fram i LaugardagshöU- inni ásamt hljómsveitunum Start, Taugadeildinni og Bara flokknum frá Akureyri. Þar sem konsert þennan ber upp á laugardaginn fyrir hvita- sunnu hefur hann hlotið nafnið Hvítasunnurokk. Þá er fyrirhugað að Any Trouble komi fram í Selfossblói, Stapa í NjarðvUcum og loks á Borginni aftur. Þar verða siðustu hljómleikar Any Trouble að sinni. Any Trouble hefur leikið saman í nokkur ár. Hún vakti ekki á sér neina athygli fyrr en á siðasta ári er út kom LP platan Where Are AU The Nice Girls. Um hana er fjaiiað annars staðar í blaðinu f dag. Any Trouble skipa Clive Gregson, Phillip Barnes, Christopher Parks og Martin Hugh- es. Með þeim f íslandsförinni verður hljómborðsleikarinn Nick Coler. Einnig kemur með einn helzti for- vígismaður Stiff hljómplötuútgáf- unnar, grínistinn Alan Cowderoy. Erindi hans er að skoða fslendinga hátt og lágt og í bak og fyrir. -ÁT- Þessi mynd er úr leikritinu Dr. Jón Gálgan sem Leikfélag Fljótsdalshérads sýnir í tilefni 15 ára afmœlis slns. Þetta leikrit var Karl einmitt að taka upp á myndsegulbandsspólu fyrir skömmu. Húsavík: :: ka upp leikrit íþrótta- i á myndbönd selja félögunum „Við síðan 1978. Ég er búinn að taka upp fyrir leikfélagið hér á Húsavfk og nokkur leikfélög á Austfjörðum,” sagði Karl Hálfdánarson á Húsavík f samtali við Fólk-sfðuna. Karl hefur rekið fyrirtækið Radfóver í 10 ár. Undanfarið hefur Karl ferðazt á milli áhugaleikfélaga og tekið upp leikrit þeirra á myndsegulbands- spólu. „Þetta er nú eiginlega einungis gert tU að varðveita leikritin, en leiga hefur einnig komið til greina. Ég tek bara leikritin upp, að öðru leyti sjá leikfélögin um hvað þeir gera við spólurnar,” sagði Karl. ,,Ég held að það komi ekki til greina hjá leikfélögunum að leigja spólurnar í fjölbýUshús. Sú leiga er ekki nema 45 krónur á dag þannig að það mundi aldrei borga sig. Einnig hefur verið tekið upp fyrir frumsýn- ingu þannig að leikararnir geta séð vitleysur sem þeir gera,” sagði Karl. Karl og meðeigandi hans, Hákon ELIN fll RFRTSnÓTT" Ólafur Guðmundsson, hafa ekki ein- ungis tekið upp fyrir leikfélögin þvf iþróttafélög hafa sýnt þessu mikinn áhuga. „Við tökum upp hvað sem er, bindum okkur ekki við neitt sérstakt. Annars er þetta bara tómstundagam- an hjá okkur á milli þess sem við erum í búðinni.” Myndsegulbandsalda er skollin yfir landið, það hefur komið glögglega i Ijós undanfarna mánuði. Væntanlega á þetta eftir að verða enn meira og spá margir að innan skamms verði komið upp myndsegulbandstækjum f öllum skólum landsins. -ELA Norrœna trimmkeppni fatlaöra: Lítill áhugi á keppninni í byijun — en eftir smávœgilegar upplýsingar var allt komið á fleygiferð 1 byrjun voru aöeins örfáir I lauginni. Sigurður Guðmundsson framkvœmda- stjóri landskeppni fatlaðra útskýrir fyrir þeim reglur keppninnar og stuttu síðar fylltist allt. 15 ~ heföi 'byrjað að taka þátt í keppninni miklu fyrr hefði ég vitað af henni,” sagði Sigurmundur Guðna- son einn vistmanna á heilsuhælinu í Hveragerði í samtali við blaðamann DB. í heimsókn á heilsuhælið kom í ljós að lftil þátttaka var þar í lands- keppni fatlaðra sem nú stendur yfir. Það kom fljótlega I ljós að hælið hefur ekki nægilegt starfsfólk til að drífa vistmennina. Einnig kom f ljós nokkur misskilningur um hve mikla fötlun þarf að vera að ræða til að ,taka þátt f keppninni. Reglur keppn- innar eru þær að allir fatlaðir megi taka þátt í keppninni hvort sem um er að ræða tímabundna fötlun eða æ- varandi. Skilgreining á fötluðum er erfið en miðað er við alla þá, sem eiga við fötlun að búa. Má þar nefna sjón- skerta, heyrnarskerta, hreyfihaml- aða, þroskahefta, gigtveika , brjóst- holssjúklinga og öryrkja svo eitthv-* sénefnt. "u° „Við vorurv • ., t upphafi þrju sem y vauum að taka þátt í keppninni. ] Hér er góð sundlaug og flestallir sem geta fara I hana meira eða minna dag- lega. Þetta fólk heföi auðveldlega geta safnað stigum i keppnina hefði þetta verið rækilega kynnt fyrir okkur. Gangan er erfiðari hér því margt af fólkinu á erfitt með gang,” sagöi Sigurmundur. Er við höfðum staðið á sundlaug- arbarminum í noWcra stund fóru vist- menn að tínast út. Keppnin barst að sjálfsögðu í tal og eftir samræður í nokkrar mínútur var áhuginn orðinn svo mikill að lá við að byrjað væri þegar að safna stigum. Þennan dag, er heimsókn okkar bar að, var veðrið eins og bezt var á kosið — sólskin og hjti. Það burfti bví ekki nj jfact um. að hálftími f lauginni, fyrir utan að gefa fólkinu nauðsynlega hreyfi'1'” var ákjósanlegur til að e‘ . , , .a brunan og hraustlegan i'* „ , , r svri . ° a sig. Enda var það - er við kvöddum heilsuhælið í Hveragerði að vistmennirnir voru farnir að gantast hver við annan stað- ráðnir í því að bæta stigum i Iands- keppnina. -ELA. Þungar sölur Hér í Dagblaöinu þarf ekki að birta myndir I smáauglýsingum eða endurtaka þær dögum saman, þvf að vörurnar renna út. Þrautin er þyngri á Vísi, þar sem smáauglýsingar með myndum eru endurteknar dögum og vikum og mánuðum saman. Nýtt met var þar slegið 22. mal, þegar þar var enn auglýstur Benz 300, sem fyrst var auglýstur 14. janúar, fyrir rúmum fjórum mánuðum! Hvar er ritið? í fyrra hélt Almenna bókafélagið upp á 25 ára afmæli sitt með pomp og prakt. Meðal annars var þá ákveð- ið að veita skáldsagnahöfundi eða höfundum 100.000 nýkróna verðlaun fyrir handrit snemma á árinu 1981 en auk þess var ákveðið að gefa út tíma- rit. Nýverið hafa þessi bókmennta- verðlaun verið auglýst upp á nýtt, en ekkert bólar á ritinu. Velta menn þvf nú fyrir sér hvort þeir bókafélags- menn séu að heykjast á þessum áformum. Islenzk-ameríska félagið fiytur inn mótvœgi við frjáls- hyggjuna Mörg bandarísk stórmenni hafa sótt ísland heim á vegum íslenzk- ameríska félagsins hin síðari ár. 1 haust er von á sjálfum John Kenneth Galbraith til að halda hátfðarræöuna á árshátíð félagsins, svona sem mót- vægi við alla frjálshyggjuna. Og þar næst hefur hinn þekkti dálkahöfund- ur og fyrrv. diplómat Harrison Salis- bury lofað að koma til fslands á vegum félagsins. Segir enn af Sveinbirni Á Fólk-sfðunni var á dögunum sagt frá útkomu plötunnar Þjófstart með hljómsveitinni Þokkabót og því hvers vegna lagið Sveinbjörn Egils- son var ekki með árið 1974. Höfund- ur ljóðsins við Sveinbjörn, Þórarinn Eldjárn, kvaö skýringuna sem fram kom i DB ekki rétta. Ástæðan fyrir því að hann hefði óskað eftir þvf að lagið yrði fellt út hefði verið sú að þá um haustið hafi verið væntanleg á markaðinn fyrsta ljóðabókin hans, Kvæði. Þar var meðal annars að finna Sveinbjörn Egilsson'. Þokka- bótarmenn komust yfir ljóðið hjá kunningja Þórarins, sömdu ví« 1 —jag-og léku inn 4 •*" pa® ° .°, . - piotu án þess að ■ teyfis eða láta neinn vita. Plat- an var svo á leið til landsins þegar haft var samband við Þórarin og hann beðinn leyfis til að nota ljóðið. Hann hafnaði þeirri beiðni þar eð það var f rétt óútkominni ljóðabók hans. Hins vegar var leyfið góðfús- lega veitt árið eftir, er Þokkabótar- menn sungu um Sveinbjörn á plöt- unni Bætiflákar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.