Dagblaðið - 05.10.1981, Page 9

Dagblaðið - 05.10.1981, Page 9
9 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent REUTER Brussel: Deiltum vín f dag rennur út fimm daga frestur sem Efnahagsbandalagið hefur gefið Frakklandi til að aflétta innflutnings- banni sinu á ódýrum, ítölskum vínum. Talsmaður Efnahagsbandalagsins segir að Frakkland eigi á hættu að verða stefnt fyrir Evrópudómstólinn ef það virðir ákvörðun þess að vettugi. Hann bætir því við að Ítalía sé tilbúin tii að stefna Frakklandi upp á eigið ein- dæmi ef ekki finnst önnur lausn á þeim tveggja mánaða deilum er átt hafa sér stað milli landanna um víninnflutning. Um 100 milljónir lítra af ítölsku víni hafa nú verið kyrrsettir í frönskum tollbúðum og ítalir ásaka Frakka um að brjóta (ríverzlunarsamninga Efna- hagsbandalagsins. Fyrir viku var ætlazt til að landbúnaðarráðherrar landanna ræddu málin sín á milli en sá franski mættiekki til leiks. Halda Frakkar því fram að ekki hafl fylgt tilskilin tollskjöl með ítalska vin- inu. Sameinuðu þjóðirnar: EITUREFNI Sérfræðinganefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna hefur ákveðið að heim- sækja fjögur Asíulönd, Afghanistan, Laos, Thailand og Pakistan, til að ganga úr skugga um réttmæti þeirra ásakana bandarískra stjórnvalda að Sovétríkin hafi notað þar eiturefni í hernaði. Fram að þessu hefur nefndin orðið að notast við aðsendar skýrslur sem hún hefur talið mjög ófullnægj- andi. Telur nefndin að aðeins eigin vettvangsrannsókn og skoðun á hugs- anlegum fórnarlömbum eitursins geti skorið úr um hvort bandarísk stjórn- völd fari með rétt mál eða ekki. Eitrið sem hér um ræðir er nefnt „myco- toxin” og er banvænt. í síðasta mánuði sagði Alexander Haig, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að eiturefni þetta hefði fundizt við rannsóknir á gróðri í Thailandi. Rannsóknarnefndin hefur enn ekki fengið svar við mánaðargamalli beiðni sinni frá viðkomandi ríkjum um leyfi til rannsókna. Sovétríkin og banda- menn þeirra í Vietnam, Laos og Afghanistan hafa lagzt gegn rannsókn- inni og á þingi Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári greiddu þau atkvæði gegn því að slík rannsókn, sem nú er fyrir- huguð, færi fram. Nú hefur rannsókn- arnefndin hins vegar hlotið stuðning þeirrar deildar Sameinuðu þjóðanna sem málið heyrir undir en yfirmaður hennar er Sovétmaðurinn V.A. Ustin- ov. Danmörk: Eitruð matar- olía á markaði Tólf brúsar af eitraðri mataroliu frá Spáni hafa fundizt í verzlun i Kaup- mannahöfn. Hefur matvælaeftirliti 40 sveitarfélaga nú verið gert skylt að hefja samstundis leit að þessari lifs- hættulegu olíu sem leitt hefur til dauða yfir hundrað Spánverja. Matarolían sem fannst var seld undir merkjunum „Eureka” og ,,E1 Olivo”, sem eru tvö þeirra fimmtán vörumerkja sem grunuð eru um að innihalda eitruð rot- varnarefni. Danska matvælaeftirlitið vissi ekki til þess, áður en brúsarnir fundust, að þessi gerð matarolíu hefði verið flutt til landsins. Hefur það nú sent út aðvörun. Danska tollgæzlan vinnur nú að rannsókn á innflutningi matarolíu til Danmerkur, til að sjá megi um hvaða tegundir hefur verið að ræða. Breytingar á gjaldeyrísmörkuðum Evrópu: Þýzka markið hækkað, franski frankinn feílur — Gengisfellingin harðlega gagnrýnd í Frakklandi Fjármálaráðherrar og bankastjór- ar þjóðbanka aðildarlanda evrópska gjaldeyriskerfisins (EMS) tóku í gær þá ákvörðun aö hækka gengi þýzka marksins og hollenzkrar florinu um 5,5% en lækka gengi franska frank- ans og ítalskrar líru um 3%. Evrópska gjaldeyriskerfið var sett á stofn í marz 1979 til að skapa stöð- ugleika gegn fljótandi gengi og voru helztu frumkvöðlar þess Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands og Giscard d’Estaing fyrrverandi Frakklandsforseti. önnur aðildarríki eru Belgía, Lúxemborg, Holland, Danmörk, ítalia og Irland. Var aðild- arríkjunum sett það mark, að gengis- breytingar þeirra innbyrðis væru innan við 2,5%. Hefur verið erfitt að fylgja þessari reglu að undanförnu og hafa Frakkar og Belgar kostað miklu til til að halda gjaldmiðlum sínum frá gengislækkun en Þjóðverjar hafa hins vegar þurft að gera ráðstafanir til að forðast hækkun marksins. Núverandi fjármálaráðherra Frakka, Jacques Delors, sagði hins vegar við fréttamenn, að gengislækk- unin hefði verið „sameiginlegt og óhjákvæmilegt skref” vegna þess að verðbólga í Frakklandi væri 13,7% áári en6,6% íÞýzkalandi. VERÐUR NÚ, OKKAR HEIMAHÖFN Viö höfum flutt skrifstofur okkar og alla varahluta- og viðgerðaþjónustu í Skipholt 7, Reykjavík. Við munum sem fyrr, veita alla þjónustu fyrir SIMRAD / SKIPPER siglinga- og fiskileitartæki í okkar nýju húsakynnum. SIMRAD umboóió á íslandi FRIÐRIK \..|0\SS0\ HF. SKIPHOLT 7 — BOX 362 121 REYKJAVÍK — SÍMAR 14135 — 14340

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.