Dagblaðið - 05.10.1981, Page 12

Dagblaðið - 05.10.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. 12 Framkvnmdastjóri: Sveinn R. EyjóHmson. Ritatjóri: Jónas Kristjénsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Ft ^ttastjóri: Ómar Valdimarsson. SkrHstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir Hallur Slmonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrfmur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Slgurðsson, Dóra Steféns- dóttir, ENn Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hékonardóttir, Jóhanna Þréinsdóttir, Kristján Mér Unnarsson, Lilja K. Möller, Ólafur E. Friöriksson, Sigurður Sverrisson, Vlðir Sigurðsson. Ljósmyndir BjamleHur BjamleHsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þréinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: IngóHur P. Stoins- son. DroHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Slðumúla 12. Afgreiðsla, éskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Ekki ersama, hvað starfað er Falskar tölur opinberra stofnana um /S framleiðni í atvinnugreinum landsins hafa dregið úr möguleikum raunsæs mats á gildi greinanna fyrir þjóðina. Sérstaklega hefur skort rétt reiknaðar tölur um framleiðni einstakra greina. Tölur um framleiðni landbúnaðar hafa til dæmis verið byggðar á söluverði afurða hans hér innanlands á vernduðum markaði innflutningsbanns, niðurgreiðslna og útflutningsuppbóta. Slíkar tölur eru greinilega út í loftið. Hins vegar er unnt að meta framlag einstakra at- vinnugreina til þjóðarbúsins, ef miðað er við raunveru- legt markaðsverð. Það er verðið, er gildir á markaði, sem ekki er verndaður og falsaður. Það er alþjóðlega markaðsverðið. Ingjaldur Hannibalsson, hagfræðingur Félags ís- lenzkra iðnrekenda, lagði fram nýstárlega framleiðni- reikninga á ráðstefnu um atvinnumál höfuðborgar- svæðisins í sumar. Þá reikninga byggði hann á heims- markaðsverði. Sú viðmiðun er rétt, eins og bezt sést af, að við kaupum á heimsmarkaðsverði þær vörur, sem við viljum og fáum að nota frá útlöndum. Sömuleiðis seljum við á heimsmarkaðsverði þær vörur, sem við notum til að afla gjaldeyris. Ingjaldur gengur lengra í útreikningum sínum. Hann metur kostnað við vinnuafl, hráefni, orku og fjármagn á einn mælikvarða, reiknaðan í ársverkum sem til- kostnað atvinnugreinanna, útgerðarkostnaðinn, sem deilist í virðisaukann. Að þeirri deilingu lokinni kemur í ljós, að í fisk- veiðum er virðisaukinn á hvert ársverk, það er fram- leiðnin, 6,3 í fiskveiðum, 3,4 í fiskvinnslu, 2,9 í iðnaði og 1,2 í landbúnaði. Þessar tölur sýna gífurlegan mis- mun atvinnuveganna. Af tölunum má sjá, að framleiðni í fiskveiðumer tvöfalt meiri en í fiskvinnslu og iðnaði og rúmlega fimm sinnum meiri en í landbúnaði, — að fiskveiðar hafa haldið uppi þessu þjóðfélagi og landbúnaður hefur haldið því niðri. Því miður getum við ekki notfært okkur að fullu þennan hluta niðurstöðunnar, af því að þegar hefur verið náð fullri nýtingu og sumpart ofnýtingu fiski- stofna. Við getum ekki, þótt við vildum, aukið fisk- veiðar frá því, sem nú er. Þetta reyna stjórnvöld þó með því að leyfa of stóran og stækkandi fiskiskipaflota. Þar með er verið að draga framleiðni fiskveiða niður á stig annarra at- vinnugreina, því að samanlagður útgerðarkostnaður vex, en afli ekki. Um fiskvinnslu gildir hið sama og um fiskveiðar, að hún er háð takmörkuðu aflamagni. Að þessum tveimur greinum frágengnum er því ekki um annað að ræða en að beina sjónum að iðnaði sem vaxtargrein framtíðar- innar hér álandi. Sagt hefur verið, að iðnaðurinn þurfi að geta tekið við nærri þúsund manns til viðbótar á hverju ári til að tryggja fulla atvinnu í landinu. í raun hefur iðnaðurinn að undanförnu rétt haldið hluta sínum af heildarmann- afla. Stjórnvöld hafa nærri ekkert gert til að stuðla að iðnaði. Á mörgum sviðum nýtur hann verri kjara en aðrar greinar. Skólakerfið er ekki miðað við, að iðn- aðar sé þörf. Og lítil aðstoð fæst við vöruþróun og inn- flutning tækniþekkingar. Af tölum Ingjalds má svo sjá, að landbúnaðurinn er hrikalegur baggi, sem heldur niðri lífskjörum þjóðar- innar og varpar skugga á framtíð hennar með því að soga til sín mannafla og fjármagn, sem betur ætti heima í iðnvæðingu. Leiguhúsnæði þarf að auka verulega í þeirri umræðu sem fram hefur farið um húsnæðismálin í borginni hafa talsmenn íhaldsins einkum haft á hornum sér byggingu leiguíbúða. Og margir þeirra hafa talað eins og Ieiguíbúð sé eitthvað sem ekki sé bjóðandi fólki. Reynt er að halda því að fólki að félagslega fbúðakerfið sé þeim ihaldsmönnum sérstaklega að skapi, og allt kapp eigi að leggja á uppbyggingu þess. Það kemur því fram hjá talsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum, aö þeir sjá ofsjónum yfir þvi, að hinum lægst launuðu sé gert kleift að eignast eigin íbúð með því að fá 90% lánaö. Og það læðist að mér sá grunur að það séu æði margir í þeim flokki, sem sjái ofsjónum yfir þeim kjörum sem eru í verkamannabústaðakerfinu, og telji að braskarar og aðrir slikir eigi að fá að græða og græða vel á þeim frum- þörfum hvers manns sem húsnæði er. En það þarf varla að taka það fram.svo oft sem það hefur verið gert, að í hugum okkar alþýðubanda- lagsmanna, ber að efla verkamanna- bústaðakerfiö eins og nokkur kostur er. Þessi sjónarmið okkar hafa sýnt sig í nýjum lögum um verkamanna- bústaðakerfið, sem sett voru fyrir forgöngu Svavars Gestssonar félags- málaráðherra. Og í þeim efnum er farið að vilja verkalýðshreyfingarinn- ar, sem hefur lengi barist fyrir um- bótum í húsnæðismálum. Nauðsynleg skyndikönnun Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að veruleg vöntun er á íbúð- arhúsnæði í Reykjavík um þessar mundir. Þó hefur umræðan um þessi mál m.a. leitt til þess að heldur hefur 0 . •. og eitt af síðustu verkum sjálfstæðis- manna í borgarstjórn fyrir kosningarnar 1978 var að afnema að hluta til hið félagslega kerfi með því að afsala borginni forkaupsrétti á íbúðum sem byggðar voru með hagstæðum lánum frá borginni. KARVELENN í VIDJUM MNGEYRAR- FUNDARINS Skammt er nú stórra högga á milli hjá Karvel Pámasyni, kýlir hann í ýmsar áttir og gefur út stórorðar yfir- lýsingar og minnir helst á Múhammeð Alí fyrir hnefaleika- keppni þegar hann er inntur álits á mönnum og málefnum. Taki Karvel Pálmason sér aftur á móti fyrir hendur að skrifa blaðagrein, er það einna líkast því að Idi Amín sé farinn að læra að draga til stafs, en eins og kunnugt er var hann hvorki læs né skrifandi meðan hann sat á valda- stóli. En tilefni þess, að undirr. setur þessar línur á blað, er, að þessi stór- stjarna Þingeyrarfundarins frá ’79, Karvel Pálmason, hélt að hann væri að svara grein undirritaðs í DB frá 21. ágúst um verkalýðsmál á Vestfjörðum. Nokkurn veginn er það sama hvaða málefni Karvel er að fjalla um hvort hann er að svara undirr., segja álit sitt á samflokks- mönnum eða þá hann er að svara spurningum um aukin umsvif Sambandsins, allt ber að sama brunni. Allt og allir sem eru á önd- verðum meiði við þetta undrabarn íslenskra stjórnmála eru annað hvort vitgrannir, heimskir, tómir, fávísir eða illgjarnir. Og það sem kemur Kjallarinn V Finnbogi Hermannsson kannski mest á óvart, að einkunninn sem undirr. fær hjá Karvel er næstum hin sama og hann gefur flokksbræðrum sinum, sósíaldemó- krötum, þegar á þarf að halda. Mér sýnist hins vegar að mig flokki hann með kommúnistum hvað svo sem það táknar í hugarfylgsnum hans. Þegar samvinnumenn færa úr kvíarnar í frystihúsabransanum er Karvel Pálmason spurður álits. Hann lætur móðan mása og telur að gjalda verði varhug við auknum umsvifum Sambandsins og þá vafalaust félags- hyggjumanna í landinu. Þetta er sami maður og löngum hefur haft á munnlegri stefnuskrá sinni að sameina alla lýðræðisjafnaðarmenn og samvinnumenn i einum flokki eins og það hét á máli Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Auk þess er það yfirlýst stefna flokks þess sem Karvel Pálmason tilheyrir þessa stundina að atvinnutæki landsmanna séu rekin á félagslegum grundvelli og reyndar er það eina stoðin sem Alþýðuflokkurinn rambar enn á, sá þáttur sem hann á í islenskri félags- málalöggjöf. Kæmi ekki á óvart að Karvel Pálmasyni þætti Alþýðuflokkurinn orðinn hallur úr heimi héðan og ástæða til að fara að líta í kringum sig eftir nýju rúmi. Stefnu Alþýðuflokksins lætur hann

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.