Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 10
Fundargerd aðalfundar Rœktunarfjelags Norðurlands 22.-23. júni 1923. 1. Ár 1923, föstudaginn 22. júní var aðalfundur Raekt- unarfjelags Norðurlands settur og haldinn í húsi fjelags- ins á Akureyri. Sigurður E. Hlíðar, formaður fjelagsins, setti fundinn og bauð fulltrúana velkomna. Var síðan gengið til kosn- inga á fundarstjórum og Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir kosinn aðalfundarstjóri, en til vara alþingismaður Stefán Stefánsson í Fagraskógi. Ritarar voru kosnir: Baldvin Friðlaugsson búfræðingur á Reykjum og Konráð Vil- hjálmsson, bóndi á Hafralæk. 2. Kosin þriggja manna nefnd, til að athuga kjörbrjef fulltrúanna. Kosningu hlutu: Stefán Stefánsson, alþm., Fagraskógi. Porsteinn Porsteinsson, Daðastöðum. Kristján Jónsson, Nesi. Samþykti nefndin öll kjörbrjefin athugasemdalaust. Pá var lögð fram beiðni frá Búnaðarfjelagi Svarfdæla, um að æfifjelagsdeild búnaðarfjelagsins yrði tekin upp sem deild i Ræktunarfjelag Norðurlands. Æfifjelagar eru þar 52 að tölu. Lagðar voru fram reglur deildarinnar.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.