Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 14
16 Var þá tekið fyrir: 7. Kom frpm umsókn frá Búnaðarfjelagi Siglufjarðar um inntöku í Ræktunarfjelagið. Var inntakan veitt í einu hljóði, og bauð forseti hið nýja fjelag velkomið. 8. Urðu allmiklar umræður um verslun og útvegun á fræi og útlendum áburði, og í sambandi við þær um- ræður samþykt svohljóðandi tillaga frá Stefáni Stefáns- syni í Fagraskógi með meiri hluta atkvæða: »Aðalfundur Rfl. Nl. skorar á stjórn fjelagsins, að hún hlutist til um og geri sitt ítrasta til, að fjelagsmenn fái sem allra hagfeldust kaup á útlendum áburði og fræi, og treystir því jafnframt, að stjórn Búnaðarfjelags íslands vinni einnig að því.« 9. Kom reikningsnefnd fram með álit sitt svohljóðandi: 1. Axel Friðrikssyni er borguð vinna á skrifstofu og við ársritið kr. 145.00 og kr. 200.00 eða alls kr. 345.00. Hann vinnur hjá fjelaginu í 3'/2 mán., og nefndinni virð- ist hann vinna störf, sem framkvæmdarstjóra bar að gera og hefði aldrei verið ofætlun að gera. Rví spyr nefndin: a) Var þetta greitt með samþykki stjórnarinnar? b) Var þessa þörf? c) Er ekki rjett að framkvæmdarstjóri greiði sjálfur nokkurn hluta af þessu, t. d. helminginn? í sambandi við þenna lið, var svohljóðandi yfirlýsing samþykt: »Eftir fengnum upplýsingum, telur nefndin, að við svo búið megi standa, en beinir því til stjórnarinnar til at- hugunar fyrir hana eftirleiðis.« 2. Á Blönduósfundinum 1920 var samþykt að Rækt- unarfjelagið legði til mann, sem með öðrum manni, er Búnaðarfjelag íslands legði til, athugaði ræktunarmögu- leika allra jarða í Svínavatnshreppi. Petta hefir verið gert í tvö ár og kostað fjelagið kr. 490.00. Fjelagið hefir þó

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.