Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 34
36 verkleg. Einnig var sumarnámsmeyjum veitt tilsögn að haustinu í .matreiðslu matjurta þeirra, er ræktaðar voru í Stöðinni. 3. Mœlingar jarðabóta. Samkvæmt ákvæði aðalfundar Rfj. Nl. 1923 átti fjelagið að mæla allar ómældar jarðabætur á fjelagssvæðinu fram til vorsins 1922. Hefir þetta og verið gert og skýrslur sendar til Stjórnarráðsins. 4. Heyskapurinn. Heyskapur gekk fremur treglega í þetta sinni, sökum óþurkatíðarinnar og nýttist mikið af töðunni miður vel. Grasspretta var í betra lagi. Vinnuvjelar voru notaðar með meira móti í sumar. Meiri hluti Efri-Stöðvar var sleginn með sláttuvjel, og reyndist slátturinn meir en í meðallagi góður. Heyhrífa var einnig notuð við samantekningu og sumarnámsmeyj- um kent að stjórna henni og gekk vel. Pá voru smíðaðir 2 heysleðar, til að flytja á heyið þurt heim. Gengu 2 hestar fyrir sleða og veitti þeim Ijett að draga 500 kg. niður halt túnið. Alt þetta sparaði fjelaginu mikla vinnu, sjer i lagi hey- sleðamir, sem eru mesta höfuðþing. Hólmapartur sá, sem fjelagið hafði á leigu, var einnig vjelsleginn að mestu. Sökum hinna dæmafáu votviðra, var hluti af hólmanum forarblautur og jafnvel undir vatni. Par var Hauksskúffa notuð og gafst vel; forðaði hún heyinu frá því að verða troðið niður í efjuna. Og þó aukamaður þurfi að raka upp í skúffuna, sem vel er hægt að komast hjá, þá álít jeg að notkun hennar á votengi — sjer í lagi á forarengi, margborgi sig. Skúffan er fljót- smíðuð og ljett og þægileg í flutningi. Heyfengur í þetta sinni úr Efri-Stöð voru 175 hestar

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.