Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 36
Skýrsla um garðyrkju og trjárœkt í Oróðrarstöðinni árið 1922. Eftir G. P. Björnsdóttur frá Veðramóti. Það ér þungbært að uppskera óþroskaða ávexti ár eft- ir ár. Sjá lítinn eða engan ávöxt erfiðis og þreytu. Því þá að vera að gefa skýrslur yfir störf þeirra ára, þegar flest mishepnast og margt virðist í afturför. Jeg kysi helst að þegja um það. Þroski, framför og fullkomnun, er tak- markið sem kept er að. Um það mark má aldrei rökkva. Yfir því marki eiga ætíð að brenna bjartir kindlar vonar og vorhuga, svo það hverfi eigi sjónum. Hitt, sem dvel- ur og tefur fyrir, má gleymast. — En ekki eru allir á eitt sáttir um þetta mál, og því sit jeg hjer og skrifa skýrslu um gróðrarstarfsemina hjer í Gróðrarstöðinni síðastliðið ár. Trjárækt. Veturinn 1921—22 var sem kunnugt er óvenju mildur, en trjá- og blómgróðrinum hjer í Stöðinni reyndist hann í mesta máta óvæginn. Að frostavetrinum 1918 undan- skildum, hefir enginn vetur unnið hjer önnur eins her- virki, sem þessi síðastliðni. Barrtrje stærri og smærri, á öllum aldri dóu tugum saman, og fjöldi af þeim sem lifðu var toppkalin og rifin eftir snjóþyngsli. Toppkal var

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.