Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 37
39 einnig mjög víða á Reyni, bæði eldri og yngri plöntum, og talsvert af smærri Reyniplöntum dóu. í sáðreitum var víða algjörlega eyðilagt, og er síst að undra þó seint gangi með trjágræðslu þegar þvílíkir hlutir endurtaka sig ár frá ári. Jeg get því miður ekki sagt með vissu, hvað þessu veldur; hvað það í raun og veru er, sem skapar trjá- gróðrinum aldurtila. Aldrei sjer neitt verulega á trjánum fyr en undir sumarmál eða jafnvel seinna. En mjer er næst skapi að álíta, að trjen visni í skini vorsólarinnar; Plönturnar ná engu eða litlu vatni úr frosinni moldinni, en útgufunin, vatnstapið úr þeim hlýtur að vera nokkuð mikið þegar sólin skfn lengst af deginum, sjerstaklega á þetta við trje sem eigi fella blöðin, svo sem Greni og Furutegundir, enda eru það þau, sem vóru harðast leikin. Krabbasár á Reynitrjánum voru talsvert víða í vor, sjerstaklega á stærri trjám í Trjágarðinum. Eitt stórt Reynitrje, þriggja mannhæða hátt, var svo sýkt, að þvi varð ekki bjargað og mátti fella það af stofni. Krabbinn hafði jetið sig hringinn í kring á bolnum, innan við börkinn. í Trjágarðinum voru trjen víða farin að standa of þjett, þau voru því grisjuð í ágúst, og var grisjunin að þessu sinni eigi svo ógeðfelt verk sem það oft er^ þegar fella verður trje, sem stendur í blóma lífsins, iðja- grænt og þrungið af lífskrafti og fegurð. Pessi trje, sem nú voru feld, voru flest kalin og kræklótt. Mestur hluti Trjágarðsins var kalkaður: Brendu áburð- arkalki blandað saman við moldina, ef verða mætti það vörn nokkur mót krabbameinum í trjánum, sem er ærið hvimleiður gestur. Smátrjáplöntum var plantað út í vor sem undanfarin ár, og fór flestum þeirra mjög lítið fram í sumar, þó bætti góðviðrið í haust mikið úr skák, þá fengu þær

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.