Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 42
44 furðu hve mikið þol og kraft þær hafa til þess að þróast og dafna hverju sem viðrar. Að vísu blómguðust þær í sumar með minna móti, en þó eigi svo lítið, að tilfinn- anlegt væri, samanborið við blómgun trjánna. Pottaplöntur voru ræktaðar í vermireitum og uxu þar dável, því oft skein sól á vermireitina, og yljaði þá upp, þó kalt bljesi um þær plönturnar sem úti stóðu. Pottapl. voru látnar í potta og seldar mest í bæinn og umhverfið. Komið hefir til orða að reisa hjer við stöðina lítinn vermiskála, til þess að lengja vaxtartíma ýmsra blóm- og nytjajurta. Pá mundi gluggablómarækt verða mun auð- veldari, en eins og nú stendur, mun ekki vera um fram- kvæmdir að ræða í því máli. Blómlaukar voru pantaðir frá Hollandi. Sendingin kom hingað mikið seinna en áætlað var, en vegna einmuna blíðu veðráttunnar var þó hægt að setja þá niður úti um miðjan desember. Moldin var þá þíð og þur sem í júni- mánuði væri. í hægum og þíðum sunnanblæ vann eg þetta einkennilega skammdegisverk. Pann sama dag sá eg útsprungin laufbrum á Lonicerarunnum. Ef til vill verður svalara þegar laukblómin skjóta upp kollunum í sólmánuðum næsta sumar. Matjurtarœkt. Mörgum tegundum af káli var sáð í sólreit, fyrst í mai. Fræið spíraði mjög vel. Blómkáls- og toppkálsplöntum var »priclað« í sólreit. Ekki voru kálplönturnar þroskaðar til útplöntunar fyr en eftir miðjan júní, og framförin eftir að þær komu út var afar hæg. Mjög lítið af blómkáli náði fullum þroska í haust, næturfrostin komu, og skemdu höfuðin hálfvaxin. Topp- kálið var alt smávaxið, og ekkert höfuð náði fullum þroska. Grænkál óx sæmilega vel, orðið nothæft fyrst í ágúst. Kálinu var tvisvar á vaxtartímanum gefinn kalksalt-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.