Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 48

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 48
50 um sem næst láu jörðinni. Ræktun Rabarbara eykst með hverju ári hjer í umhverfinu, menn eru farnir að kunna að hagnýta sjer hann meir en áður var, þótt enn sje það eigi sem skyldi. Piparrót sprettur hjer full vel. Rótin er notuð sem krydd í mat, en plöntuna má einnig rækta til prýðis, því hún blómgast hvert ár. Blómin eru hvítgulir gisnir klas- ar, mjög laglegir og hentugir í blómvendi. Af gulrófum voru reynd mörg afbrigði. Best spruttu rófur af íslensku fræi, þær varð að taka upp fyrir miðjan septembér vegna þess að þær voru farnar að springa, höfðu þá náð fullum þroska og má það gott teljast á svo köldu sumri. En þess ber að gæta að þeim var plantað í góðu skjóli en svo var og um fleiri tegundir rófna, sem lakar spruttu. Trjenun kom fram í Gulrófum í sumar, mest í þeim rófum sem seint var plantað út. Ástæðan fyrir þessari trjenun er mjer ekki kunn. Hugsanlegt er þó að kuldatíð og sólarleysi og sífeldar tafir í vextinum geti haft þau áhrif að rótin trjeni. Frá fleiri stöðum á landinu hefi eg haft sögur af því að gulrófur hafi trjenað í sumar, og frá Danmörku hafa borist fregnir af því sama. Meindýr á plöntunum hafa lítið gert vart við sig. Birkimaðksins varð vart og blaðlús var mikil á Birki og Viði, en skaða virðist hún þó ekki hafa valdið trjánum að því er sjeð verður.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.