Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 52
54 3, rautt 5, blátt 8, grænt 11, fjólublátt 13 og^ rauðbrúnt 21. Af þessu er auðsætt að gula og rauða litinn þarf að nota með gætni, svo þeir spilli ekki neinu. Blómbeð geta verið með ýmsri gerð: aflöng, hálf- mánalaga, kringlótt o. s. frv. I aflöngu beðin er oftast sáð í beinar raðir, en sjaldnar í hin. Er þá sami blómalitur í allri röðinni og stundum í fleiri röðum; en svo ætti ekki að vera. Ef beð væri þríraða, færi vel á því að hafa rautt, blátt og hvítt, sinn litinn í hverri röð, en þó má rauði liturinn ekki vera jafnsterkur bláa litnum. Tegundirnar þarf að velja haganlega. Ekki ættu menn að gera mikið að því, að sá blönduðu blómfræi, nema vissa sje fengin fyrir því að fræinu sje blandað saman nokkurn veginn í rjettum hlutföllum; og þó svo sje getur fræið altaf fallið óhaganlega við sán- inguna. Tryggast er að sá tegundunum aðgreindum í mismunandi bograðir. En til þess að fá þannig reglu- lega falleg og samræm blómbeð eða blómhóla, þarf margra ára æfingu og nákvæmni. En sú æfing þroskar líka ágætlega samræmistilfinninguna. Hringraðsáning í kringlótt beð getur litið laglega út. Hugsum okkur að hringirnir væru átta og einn litur í hverjum hring. Niðurröðun litanna gæti verið, hvorki meira nje minna en yfir á 40 þúsund vegu. F*etta er lítið dæmi upp á tilbreytni samröðunarinnar. Jafnframt ætla jeg að benda á tvær niðurraðanir í þetta sama beð, aðra samræma, hina ósamræma. Litirnir eru tölumerktir í rjettri röð frá miðdepli beðsins: Samræm niðurröðun. 1. Gult. 2. Fjólublátt. 3. Grængult. 4. Indigóblátt.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.