Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 55
Nokkur ord um trjenun. Fiestum mun þykja það ærið hvimleitt, þegar gulrófur hlaupa í njóla sem kallað er. Plantan blómgast þvert ofan í eðli sitt, rótarvöxturinn verður hægfara eða hættir alveg og rófan verður trjekend og óæt. Hagar plantan sjer þá sem einær væri. Pegar einhver, sem hefir lagt sig í líma um að koma garðræktinni í sem best horf, verður fyrir slíku óláni sem þessu, þá er ekki nema eðlilegt, að þessi spurning vakni hjá honum: »Hverju er um að kenna?« Hann leit- ar svarsins meðal garðyrkjumanna og fær það að vísu, en ekki fullnægjandi. Gallinn er, að menn eru alls ekki sammála um orsakirnar. Flestir kenna um fræsvikum, nokkrir of nýjum áburði, og enn aðrir óhagstæðri veðr- áttu um vaxtartímann. Skal lítillega verða vikið að þess- um orsakaliðum, hverjum fyrir sig. Eftir því sem fregnir herma, hafa gulrófur hlaupið i njóla víða um land á s.l. sumri. Hjer í Gróðrarstöðinni hafa svo mikil brögð orðið að njólahlaupi í þetta sinn, að full ástæða er til að taka mál þetta til rækilegrar í- hugunar, og leitast við að afstýra því, að slíkt komi fyrir aftur. Takist okkur að fá fulla þekkingu á orsökum trjen- unarinnar, er björninn unninn. En það er nú einmitt flís- in, sem við rís. Mjer finst að Ræktunarfjelag Norðurlands, sem er að-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.