Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 56
58 al-fræútsölustöð norðanlands, ætti einmitt fremur en aðr- ir að leggja kapp á að gera tilraunir hjer aðlútandi, og leiða þannig aðra í allan sannleika. Sú meinloka, að svikið fræ ráði hjer mestu um, getur orðið til þess, að væna fjelagið um trassaskap við fræ- innkaupin. En með því yrði höggvið stórt skarð í heið- arlega starfsemi þess. En er það þá alger misskilningur, að svikið fræ geti valdið trjenun? Nei; þess vegna er mjög áríðandi að vanda til fræpantana; enda hefir Ræktunarfjelagið reynt það af fremsta megni. Hættulegust fræsvik eru það, þegar fræ er tekið af þeim gulrófuplöntum, sem gerst hafa einærar, þ. e. blómgast samsumars og fræinu er sáð. Víxlfrjóvgun skyldra tegunda getur og átt sjer stað, og er þá sömu- leiðis hætta á ferðum. Sje nú fræið að öllu leyti ágætt, og rófurnar trjena samt, þá er auðsætt, að orsakanna verður að leita í ann- ari átt. En hefir þá nýr húsdýraáburður nokkur áhrif á njóla- hlaupið? Menn hafa sáralitla vísindalega reynslu í þeim efnum; en margra ára reynsla nokkurra manna, er við garðrækt hafa fengist, er hæpið að telja »staðlausa stafi«, en hún bendir á, að ekki sje hættulaust að bera nýja mykju í rófugarða samsumars og fræinu er sáð í þá eða plantað er í þá. Nýja mykjan hefir í sjer fólgin þau efnasambönd sem eru miður hagkvæm til eðlilegs rótarþroska. Af því stafar hættan. Pá er að Iíta á þriðja atriðið, sem er: óhagstæð veðr- átta um vaxtartíma plantnanna. í rökum og köldum sumrum ber meira á trjenun en í þurkasumrum, en þó getur því skeikað. Snöggar hitabreytingar eru plöntunum skaðlegar, sjerstaklega á fyrsta vaxtarskeiði þeirra. Lang-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.