Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 60
Heysleðar. Hjer á öðrum stað í ritinu, í yfirliti yfir starfsemi fje- lagsins, er minst á heysleða þá, sem Ræktunarfjelagið Ijet gera á þessu ári. En þar sem margir bændur, sjerstaklega hjer norðan- lands, þekkja lítið eða ekkert til þessara vinnutækja, skal jeg reyna að lýsa þeim í stuttu máli. Verður gerð á hey- sleða Rfl. Nl. lögð til grundvallar: Meiðalengd sleðans er 3,7 m., meiðahæð 14 sm. og meiðaþykt 3,5 sm. Dragið er úr trje, 8,5 sm. á br. og 2,5 sm. á þykt; stendur það því lítið eitt út af meiðun- um beggja vegna. Framan á meiðasniðin er sett þunt járn til hlífðar. Breidd sleðans er 1 m. (þar í meiðabreidd). Rimar eru aðeins fjórar, 18 sm. br. og tengdar meiðunum innan- vert með sterkum járnkröppum. Breiður borðrenningsstúfur er sneiddur og negldur inn á hvern rimaenda þannig, að hann stendur á ská upp á við og 27 sm. út frá meiðunum. Eftir endilöngum sleðanum, fram að meiðasniði og aftur alla leið, eru negldar 2ja sm. þykkar borðþynnur á rimarnar og yst út á stúfendana; verður þá yfirborð sleð- ans dálítið íhvolft. (í stað borðþynna væri líklega heppi- legra að nota sljett plötujárn.) innarlega í báðar sleðanasirnar eru boruð göt og í

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.