Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 2
4 verðlagi frá fyrri árum, svo að þær raunverulega væru miklu verðmeiri en tölnr reikningsins sýna, en skuldir hins vegar allar færðar með raunverulegu gildi, svo að í augnablikinu er hagur félagsins betri en reikningurinn sýnir. Rekstursábati á árinu nam .............. kr. 2460,11 Eignir félagsins í árslok 1940 ......... — 156143,04 Skuldir á sama tíma..................... — 53189,88 Eignir umfram skuldir................... — 102953,16 Umræður urðu engar teljandi. Voru reikningarnir síð- an bornir undir atkvæði og samþykktir með öllum at- kvæðum. Þá voru mættir fulltrúar: Frá æfifélagadeild Akureyrar: Kristján Jónsson. Frá æfifélagadeild Svarfdæla: Gunnlaugur Gíslason, Sökku. 3. Fjárhagsáœtlun Rf. Nl. fyrir árið 1942. Formaður lagði fram áætlunina og benti á í því sambandi, að til- raunastöðin væri nú viðurkennd sem önnur aðaltilrauna- stöð landsins og fengi því styrk nú beint frá ríkissjóði. Tillaga kom fram um að kjósa þriggja manna nefnd til að athuga áætlunina. Kosnir voru: Gunnlaugur Gíslason, Júníus Jónsson og Kristján Jónsson. Að því búnu var gert fundarhlé. Að loknum miðdegisverði sýndi framkvæmdastjóri fulltrúunum sýnishorn af því, sem ræktað er í tilrauna- stöðinni. Þar voru sýndar ýmsar tegundir berja, káls, rófna, kartaflna og annars grænmetis, ennfremur sýnis- horn af grænfóðri og korntegundum. Skýrði framkvæmda- stjóri frá ræktun þessara plantna, og lagði sérstaka áherzlu á, að það sem þarna væri sýnt, væri allt ræktað án nokk- urrar sérstakrar umhyggju, og mundi vera hægt að rækta

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.