Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 20
22 Af seinvöxnu tegundunum hefur Up to date gefið mesta uppskeru að meðaltali, en Rauðar úrvals mest þurefni. Af fljótvöxnum tekundum hefur Gullauga gefið bæði mesta uppskeru og þurefni. Hvað bragðgæði áhrærir munu flestir telja Rauðar og Gullauga bera af. 7. Varnir gegn kálflugu. Kálflugan er tiltölulega nýr kvilli hér á landi, en þar sem fluga þessi hefur náð fótfestu, er hún svo aðsópsmikil, að kálrækt mun þar lítt gerleg án sérstakra varna. Plága þessi heimsækir allar jurtir af krossblómaætt, en nokkuð misjafnt þó. Það er maðkurinn, eða lirfa flugunnar, sem tjóninu veldur. Flugan leggur egg sín niður með rótar- hálsi jurtanna í júní—júlí, og þar kviknar maðkurinn, sem nagar síðan rætur jurtanna. Varnirnar eru ýmist í því faldar að bera einhver þau efni kringum plönturnar, sem fæla flugurnar frá því að leggja þar egg sín, eða vökva með efnum, sem eyða eggj- unum, þegar flugan hefur lagt þau. í þessari tilraun hafa 3 aðferðir verið reyndar: a. Rótum plantnanna dýft í velling af Kalómel og Kao- lin, um leið og plantað er út. b. Vökvað þrisvar sinnum með sublimatupplausn. c. Vökvað þrisvar sinnum með karbíSkrimpupplausn. Allar þessar aðferðir hafa nú í tvö ár verið reyndar bæði við blómkál og hvítkál. Síðastliðið sumar var auk ídýfingarinnar vökvað einu sinni með Karbókrimp á a- liðnum. Eftirfarandi tölur sýna, hve mörg procent lifðu af plöntunum af hverri káltegund, og að meðaltali eftir því hvaða aðferð var notuð.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.