Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Síða 22

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Síða 22
24 Túnstærðin er lík bæði árin, en þó má vera, að nýjar sáðsléttur hafi nokkru meiri áhrif síðara árið. Garðarnir eru dálítið stærri árið 1942 heldur en 1941, nálægt einum ha. síðara árið. Kornlandið var tæpir 2 ha. 1941 og heldur minna 1942. Lítil áherzla hefur verið lögð í rófnarækt síðan kálflugan komst í algleyming, því hún skemmir rófurnar mikið. Þó má, þrátt fyrir kálfluguna, vel rækta rófur til matar með sæmilegum árangri, ef snemma er sáð og vaxtarskilyrðin eru góð. III. FRÆÐSLUSTARFSEMIN. Árið 1941 stunduðu þessir nemendur garðyrkjunám sumarlangt: Jónína Kjartansdóttir frá Svalbarði, Þistilf., N.-Þing. María Jóhannsdóttir, Kirkjubóli, Fáskrúðsfirði. Að vorinu: Bragi Axelsson, Ási, Kelduhverfi, N. Þing. Árið 1942 voru engir garðyrkjunemar hér, höfðu 5 sótt en allir brugðust, og sumir án þess að tilkynna forföll. Er þetta einn af mörgum átakanlegum vitnisburðum um vaxandi óáran og óorðheldni fólksins, sem „ástandið" svonefnda, í víðri merkingu, hefur í för með sér. Fjöldi fólks hefur heimsótt stöðina eins og áður. Flestir koma aðeins til að sjá trjá- og blómagróðurinn. Af meiri- háttar heimsóknum, í því augnamiði að kynnast tilrauna- starfseminni, minnist ég sérstaklega, að verknemar beggja bændaskólanna heimsóttu stöðina vorið 1941. Kristján Karlsson, skólastjóri, var fararstjóri Hólamanna, en Guð- mundur Jónsson kennari hafði forustu Hvanneyringa. Síðastliðið vor komu röskir 100 Húnvetningar, konur og karíar, í kynnisför og skoðuðu stöðina.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.