Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 22

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 22
24 Túnstærðin er lík bæði árin, en þó má vera, að nýjar sáðsléttur hafi nokkru meiri áhrif síðara árið. Garðarnir eru dálítið stærri árið 1942 heldur en 1941, nálægt einum ha. síðara árið. Kornlandið var tæpir 2 ha. 1941 og heldur minna 1942. Lítil áherzla hefur verið lögð í rófnarækt síðan kálflugan komst í algleyming, því hún skemmir rófurnar mikið. Þó má, þrátt fyrir kálfluguna, vel rækta rófur til matar með sæmilegum árangri, ef snemma er sáð og vaxtarskilyrðin eru góð. III. FRÆÐSLUSTARFSEMIN. Árið 1941 stunduðu þessir nemendur garðyrkjunám sumarlangt: Jónína Kjartansdóttir frá Svalbarði, Þistilf., N.-Þing. María Jóhannsdóttir, Kirkjubóli, Fáskrúðsfirði. Að vorinu: Bragi Axelsson, Ási, Kelduhverfi, N. Þing. Árið 1942 voru engir garðyrkjunemar hér, höfðu 5 sótt en allir brugðust, og sumir án þess að tilkynna forföll. Er þetta einn af mörgum átakanlegum vitnisburðum um vaxandi óáran og óorðheldni fólksins, sem „ástandið" svonefnda, í víðri merkingu, hefur í för með sér. Fjöldi fólks hefur heimsótt stöðina eins og áður. Flestir koma aðeins til að sjá trjá- og blómagróðurinn. Af meiri- háttar heimsóknum, í því augnamiði að kynnast tilrauna- starfseminni, minnist ég sérstaklega, að verknemar beggja bændaskólanna heimsóttu stöðina vorið 1941. Kristján Karlsson, skólastjóri, var fararstjóri Hólamanna, en Guð- mundur Jónsson kennari hafði forustu Hvanneyringa. Síðastliðið vor komu röskir 100 Húnvetningar, konur og karíar, í kynnisför og skoðuðu stöðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.