Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 23
25 IV. KÚABÚIÐ. Það hefur skilað ágætum arði bæði árin og veldur mestu þar um, slysalaus afkoma, gott mjólkurverð og til- tölulega ódýr rekstur. Hefur kúabúið bæði árin borið verulegan hluta af hallanum við tilraunirnar og hina ó- arðbæru starfsemi félagsins og gert það kleift að halda öllu í horfinu, þótt styrkur til starfseminnar hafi ekki vaxið í neinu hlutfalli við dýrtíðina. Yfirleitt er þó ekki hægt að segja, að kýrnar séu neinar afburðaskepnur, en þær eru vafalaust orðnar miklu jafnari og eðlisbetri en þær voru fyrir 15—16 árum og vafalaust mætti auka af- köst þeirra nokkuð, frá því sem þau nú eru, með meiri fóðurtilkostnaði. V. FRAMKVÆMDIR OG FJÁRHAGUR. Þess er varla að vænta, að miklar nýjar framkvæmdir hafi orðið á þessum árum. Aðkeypt efni til slíkra fram- kvæmda hefur bæði verið illfáanlegt og dýrt. Stöðin að- eins haft yfir að ráða vinnukrafti af skornum skammti og svo mjög tvísýnt um fjárframlög til stofnunarinnar, því þótt 3 ríkisstjórnir hafi setið síðan Lög um rannsóknir og tilraunir i pdgu landbúnaðarins voru staðfest og þing- hald verið einu sinni og tvisvar ár hvert, þá hefur ekki ennþá tekist að koma stjórnarvöldunum í skilning um, að það sé ekki einhlítt að setja lög, það þarf líka að fram- fylgja þeim og ætla fé til framkvæmdanna. Tilraunalögin voru sett í þeim tilgangi að tryggja við- hald og vöxt þess vísis að landbúnaðartilraunum, sem búið var með fjögra áratuga starfi að koma á fót, og fyrst og fremst var tilgangurinn sá, að tryggja hina fjárhagslegu afkomu þessarar starfsemi. Árangurinn er enn sem komið er sá, að fjárhagslega séð hefur tilraunastarfsemi aldrei svifið meira í lausu

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.