Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 24
26 lofti en þau tæp 3 ár, sem liðin eru síðan tilraunalögin voru staðfest og má fyrst og fremst þakka það einmuna árgæsku, ágætu afurðaverði og svo því, að Rúnaðarfélag Islands hefur til bráðabirgða hlaupið undir bagga með nauðsynlegustu styrkgreiðslur, að rekstur tilraunastöðv- anna hefur ekki stöðvast og lent í öngþveiti á þessu tíma- bili. Þetta ástand er óþolandi og þýðir í besta falli, kyrstöðu í tilraunamálum. Engri starfsemi er það jafn nauðsynlegt og tilraunastarfseminni, að geta bygt á fjárhagsk'ga örugg- um grundvelli. Meðan það er ekki hægt, þarf enginn að ætla að forráðamenn tilraunastarfsins hefji nýjar fram- kvæmdir eða taki til meðferðar ný tilraunaverkefni. Vonandi rætist nú brátt fram úr þessu, en meðan nú- verandi ástand helst og fé til tilraunastarfseminnar er ekki tekið upp í fjárlög, svo tilraunastöðvarnar viti fyrir- fram, hve miklu fé þær hafa úr að spila, hefur sti stefna verið tekin sér hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, að gæta ýtrustu sparsemi, leggja ekki í neinar nýjar framkvæmdir, en tryggja stöðinni sem bezta fjárhagslega afkomu. Vegna hagstæðs árferðis og afurðaverðs, hefur þetta tekizt von- um betur. A þessum tveimur árum hafa skuldir félagsins við Ræktunarsjóð Islands verið greiddar upp, svo félagið skuldar nú ekkert tit í veð, heldur aðeins sínum eigin sjóðum. Ólafur Jónsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.