Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 28
30 Rauðrófur og ýmsar fleiri matjurtir spruttu sömuleiðis prýðilega vel. Og trénun í rauðrófum var varla vart, sem þó svo oft vill verða. Yfirleitt spíraði matjurtafræið sæmilega. 26. janúar 1942. Jóna M. Jónsdóttir. Garðyrkjuskýrsla 1942. Síðastliðinn vetur var einmuna góður, mildur og snjó- léttur, svo yfirleitt fór hann mjög vel með gróðurinn. Um mánaðarmótin maí og apríl, var Gróðrarstöðin alveg snjólaus og þur, og klaki var ekki í jörðu. En þá var ekkert farið að springa út á trjánum, sem betur fór, því í maí komu frost og kuldanæðingar, sem oft leika nýgræð- inginn hér svo hart. Já, vorið var kalt, og sumarið fremur erfitt líka. Svo framför á gróðrinum var öll með seinna móti, og horfurnar ekki góðar, fram eftir vorinu. En að lokum mátti þó segja, að, betur úr rættist með margt, en stundum var hægt að gera sér vonir um. Trjárækt. Bæði stærri og smærri trjágróður stóð sig vel eftir veturinn. Ekki neinar skemmdir á stóru trjánum eftir snjó, og smáplönturnar að heita mátti alveg lausar við toppkal, og er það fremur óvanalegt. Það var því með mesta móti látið burt af góðum og vel þroskuðum trjáplöntum í vor, og vona ég, að plöntunum hafi farnast vel, þó margar fengu þær kalt á sig eftir flutn- inginn. Tré og runnar settu mikið af blómknöppum í vor, en

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.