Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 29

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 29
31 seint gekk þeim að koma út blómunum, vegna þess hve kalt blés. Þó blómstraði margt af trjánum alveg prýðilega vel, en það var allt að því mánuði seinna, en oft er, þegar vel viðrar á vorin. Sérstaklega mætti nefna Syrenu og Gullregn, sem blómstruðu af hinni mestu prýði. Trjáfræi var sáð af nokkrum tegundum í vor og var það mest fræ, sem til var frá fyrra ári. Græðlingar voru settir af ýmsurn runnum. Ribs og sólber blómstruðu mikið í vor, svo útlit var fyrir góða berjauppskeru. En það fór á annan veg. Þegar berin voru í þann veginn að þroskast, komu svo afskap- lega mikil óþrif í ribsið, sem eyðilagði bæði blöð og ber, og þar við bættust svo kuldarnir, sem hjálpuðu til að eyði- leggja berin. Berjauppskera var því öll með minsta móti í haust. Á trjánum bar ekki mikið á óþrifum. Blómrœkt. Það er heldur lítið að segja unr blómin í sumar og fremur fátt af nýju. En eitt er hægt að segja, þó ekki sé það nýtt, að til er margt af fögrum blómum, sem þroskast hér, þó kalt viðri. Og þó misjafnlega gangi, er það altaf eitthvað meira og minna, sem nær góðum þroska. Fjölæru og tvíæru blómin blómstruðu bara mik- ið, þó þau væru fremur seint á ferðinni. Sérstaklega mætti nefna ýmsar Campanúllur, senr blómstruðu af mikilli prýði seinnipartinn í sumar. Einæru blómin blómstruðu seint og sum voru rétt að springa út, þegar kuldarnir komu. Það var með minsta móti, sem hægt var að selja af sumarblómaplöntum í vor, af því að fræið var mjög takmarkað. Við fengum ekkert nýtt blómafræ. Var bara notað það, sem til var frá fyrra ári. Matjurtir. Með matjurtirnar gekk það dálítið erfiðlega framan af sumrinu. Og átti kalda tíðarfarið mestan þátt

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.