Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 34
36 virðist milli kartöflufjölda undir grasi 1936 og 1937. Nr. 16, sem aðeins hafði 8 kartöflur undir grasi 1936, hefur að meðaltali 20,5 undir grasi 1937 og lægsta meðalvikt á kartöflu af öllum stofnunum 20,1 gr. Nr. 1 hefur hins- vegar gefið 27 kartöflur undan grasi 1936, en hefur lang- hæsta meðalvikt á kartöflu 1937. Haustið 1937 er valið úr stofunum. Er það úrval byggt rnest á uppskerumagni, en þó með hliðsjón af meðalstærð kartaflnanna. Samanburður á uppskerumagni fæst með því að reikna uppskeru undan 100 grösum: Uppskera í kg. X 100 X = ----------------------- Grasafjöldi en meðalþyngdin fæst vitanlega þannig: 4000 gr. X = ---------------------- Tala kartaflna í 4 kg. Samkvæmt þessu hafa 10 bestu stofnarnir verið flokk- aðar í tvo flokka. í I. flokk koma nr. 1, 8, 23 og 25 en í II. flokk nr. 3, 5, 6, 21, 24 og 29. Allir I. flokks stofnarnir og nr. 6 úr II. flokki eru geymdir aðskildir til næsta sum- ars, en hinum 5 II. flokks stofnunum steypt saman í eitt. Allir aðrir stofnar eru feldir niður úr tilrauninni og koma ekki frekar til greina. Sumarið 1938 er svo gerður samanburður á þessum 5 lireinu stofnum, samsteypunni og óvöldu kartöflunum. Var nú hægt að gera reglulega samanburðartilraun með 10 ferm. reitum og 4 endurtekningum. Arangurinn af þessari tilraun sést á töflu II.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.